Á hliðarlínunni...

Fékk áskorun í dag um að setja rannsóknarritgerð mína og bekkjarsystur minnar hérna inn á bloggið, þetta væri eitthvað sem mörgum kæmi við og margir þyrftu að íhuga aðeins. Ég að sjálfsögðu spurði Klöru ritgerðarskólabekkjarsystur mína um þetta og hún veitt fullt leyfi, enda fengum við flott fyrir hana, eða svona 9.5Smile Ætla því að leyfa þeim sem nenna að lesa um hvernig foreldrar eiga  EKKI að haga sér á leikjum barna sinna...

Njótið sem nennið...

kv. Badda

 Margir hafa lent í því að mæta á íþróttaleiki barna sinna og þurft að hlusta á foreldra ausa svívirðingum yfir dómara, þjálfara og jafnvel börnin í hita leiksins. Af hverju ætli þessir foreldrar hagi sér á þennan hátt? Getur það verið að ástæðan sé brostnir draumar þeirra sjálfra um að verða stjörnur í íþróttum eða er um að ræða óheyrilegar kröfur um að barnið þeirra verið næsta stjarna Íslands? Ekki er ólíklegt að samhengi sé þarna á milli því marga hefur dreymt um að verða íþróttahetjur en ekki orðið það og lifa sig þá í gegnum börn sín með óheyrilegum kröfum. Að okkar mati er forkastanlegt að foreldrar láti svona; mikil hætta er á því að þetta brjóti börnin niður og að sögn Hermanns Kristins Hreinssonar, þjálfara á Eskifirði, hefur það komið fyrir að börn hætti íþróttaiðkun eftir svona hegðun hjá foreldrum. Segist hann vita þess nokkur dæmi að börn hafi hætt íþróttaiðkun vegna hjálparkokka á hliðarlínunni.           

Því miður gerist það allt of oft að foreldrar skipti sér svo mikið af íþróttaiðkun barna sinna og annarra að börnin viti varla sitt rjúkandi ráð og taki ákvarðanir sem þau hefðu sennilega aldrei tekið án afskiptanna. Við undirritaðar höfum báðar margsinnis orðið vitni að óskemmtilegum atvikum á hliðarlínunni og keyrir stundum um þverbak. Sjálfsagt væri hægt að fylla heilu bækurnar af atvikum sem við, eða aðilar okkur tengdir, höfum þurft að horfa upp á og er ekki ástæða til að fara yfir margar slíkar sögur. Ætlum við að láta nægja að segja frá atviki, sem stjúpsonur Klöru varð vitni að á pæjumóti á Siglufirði sl. sumar, en þá tók faðir nokkur upp á því að taka sér stöðu við mark andstæðinganna og trufla stúlkuna sem stóð í markinu – m.a. með því að hreinlega segja henni að verja ekki skot andstæðinganna. Við þessa skipun kom svo mikið fát á vesalings stúlkuna að hún gerði ekki tilraun til að verja mark sitt og leiddi þessi afskiptasemi nær til hatrammra slagsmála á milli þessa föður og föður markmannsins (Ívar Sæmundsson 2007).        

 Íþróttafélögin láta sitt ekki eftir liggja hvað viðkemur því að halda foreldrum í skefjum og hafa ýmis félög séð ástæðu til þess að setja texta inn á vefsíður sínar þar sem hvatt er til góðrar hegðunar á hliðarlínunni. Stefán Ólafsson, íþróttafrömuður hjá KA á Akureyri, áréttar í pistli á vefsíðu félagsins að oft séu mjög skýr tilmæli til foreldra á íþróttamótum um hvar þeir eigi að halda sig á meðan á leik stendur. Segir hann þessi tilmæli ekki sprottin úr engu, þar sem talið er að hróp þeirra geti valdið truflun í leik (Stefán Ólafsson). Þess vegna er það óskiljanlegt þegar foreldrar hegða sér svona og má segja að krafan um sigur taki öll völd.

Halldór er 14 ára gamall sonur Bjarneyjar og æfir hann knattspyrnu í sinni heimabyggð. Við spurðum hann að því hvernig honum myndi líða ef móðir hans tæki upp á því að hrópa og kalla á leikmenn og starfsmenn á leikjum hans. Svaraði hann því til að líklegast myndi honum líða mjög illa; hann myndi skammast sín, sjálfsálitið myndi örugglega minnka og hann væri ekki viss um hvort hann færi aftur á æfingar – hvað þá hvort hann myndi spila fleiri leiki.  Halldór á nokkra góða félaga í fótboltanum sem hann segir að eigi foreldra „sem láta oft eins og vitleysingar á hliðarlínunni“ og hann segist oft vorkenna þessum félögum sínum (Halldór Bjarneyjarsson, 2007).

Hermann Kristinn Hreinsson er þjálfari Halldórs hjá Austra á Eskifirði. Aðspurður segir hann frá því að hann hafi séð mörg ljót atvik í þjálfun sinni. „Eitt sinn var ég að þjálfa lið í 3. flokki í Reykjavík. Drengur í liðinu var að keppa og var faðir hans með mikil læti á hliðarlínunni. Drengurinn svaraði föður sínum og fljótlega voru feðgarnir komnir í hár saman – urðu lætin svo mikil að drengurinn gat engan veginn einbeitt sér að leiknum sjálfum. Í lok leiks var hann orðinn svo miður sín að hann gekk grátandi af velli og kom aldrei aftur á fótboltaæfingar. Þarna stuðlaði faðir á hliðarlínunni að því að mjög efnilegur leikmaður hætti alveg í boltanum,“ segir Hermann og bætir við að þegar börn upplifi svona atvik geri þau að hans mati oft uppreisn gegn foreldrum sínum. Segir Hermann að mjög sorglegt sé að horfa upp á slíkt. „Oft gera foreldrar sér enga grein fyrir hvað þau eru að segja eða gera. Þeir halda oft að þeir séu að hvetja liðið sitt þegar þeir eru í raun eingöngu að hrópa á barnið sitt,“ segir hann og tekur jafnframt fram að ef þjálfarar séu jákvæðir þá myndist jákvæð stemming hjá foreldrum, en neikvæðir þjálfarar smiti foreldra af neikvæðninni. Hugsjónin um íþróttir sem forvörn sé því fokin út í veður og vind þegar foreldrar láti svona, þau geri meiri skaða við að láta svona heldur en hitt.

Á vefsíðu KA kemur fram að margir þjálfarar segi að börn hafi komið til þeirra og beðið þá um að tala við foreldra sína og hreinlega að biðja þá um að „halda kjafti“ því þau verði bara fyrir truflunum frá hrópum þeirra og köllum. Oft heyrist á vellinum „skjóttu“ frá foreldrum þegar besta ákvörðunin sé að gefa á samherja. Margir foreldrar vilji nefnilega að sitt barn skori mörkin. Það sé hins vegar auðvitað hlutverk þjálfarans að stýra liðinu og kalla skipanir inn á völlinn, en foreldrar eigi að hafa það hlutverk með höndum að hvetja börnin áfram og hrósa þá alltaf liðinu í heild. Fram kemur í þessum vefpistli Stefáns að líklega stuðli þessi köll foreldranna ekki að öðru en að trufla börnin. Þau eigi nóg með að halda boltanum og koma honum á samherja án þess að verða fyrir áreiti af hliðarlínunni. Stefán kemur líka með athyglisverða samlíkingu þegar hann bendir á að með því að skerast á þennan hátt í ákvarðanatöku og sköpun hjá barninu, gætu þeir allt eins skorist í leikinn þegar börnin væru að taka próf í skólanum; foreldrarnir myndu þá mæta og taka prófin fyrir þau í stað þess að leyfa þeim að spreyta sig sjálfum (Stefán Ólafsson).

Stefán vitnar í grein sinni í áhugaverða rannsókn á því hve langan tíma tekur fyrir barn að bregðast við áreiti í leik. Fram kemur að það tekur þjálfara eða foreldri 1,1 sekúndu að sjá aðstæður og hugsa kallið. Kallið sjálft tekur 1,9 sekúndur, en tíminn sem það tekur barnið að heyra kallið og vinna úr upplýsingum er þrjár sekúndur. Það gefur auga leið að ef liðið hafa sex sekúndur frá því að aðstæðurnar komu upp og þar til leikmaður heyrði kallið hefur margt gerst í millitíðinni. Augnablikið er liðið og því ólíklegt að kallið skipti nokkru máli, nema þá að hafa neikvæð áhrif á leikmanninn (Stefán Ólafsson).

Það er skrítið að það þurfi að gefa út heilu og hálfu bæklingana til foreldra til að biðja þá um að haga sér eins og fullorðið fólk á hliðarlínunni. Þetta er engu að síður staðreynd og hafa m.a. KSÍ og KA gefið út leiðbeiningar sem sérstaklega eru ætlaðar foreldrum, og fjalla um hvernig þeir eigi að hegða sér. Það þætti nú saga til næsta bæjar ef það væru til samskonar bæklingar fyrir foreldra krakka sem spila á hljóðfæri, t.d. í skólahljómsveit. Það myndi sennilega skjóta skökku við ef foreldrar á hljómleikum hjá börnum sínum færu að hrópa og kalla á sviðið: „Spilaðu hraðar!“ eða „Spilaðu betur!“ Hætt er við að okkur þætti slík hegðun óásættanleg og að við myndum ekki sætta okkur við hana. Það er hins vegar engin ástæða til að sætta okkur fremur við svona hegðun á íþróttaleikjum.

Getur verið að leynist sannleikskorn í hugleiðingum okkar að um brostnar vonir foreldra geti stýrt svona hegðun? Á vefsíðu KSÍ er grein sem heitir „Hættumerki fyrir foreldra.“ Þar stendur að ótvírætt hættumerki sé þegar foreldrar upplifi sjálfa sig og sinn knattspyrnuferil í gegnum knattspyrnuiðkun barnsins síns. t.d. með því að ætla stráknum sínum að verða næsti Eiður Smári til þess að láta drauma sína rætast. Ekki er annað hægt en að taka undir heillaráðið sem birtist á vefsíðunni: „...leyfðu barninu að vera í knattspyrnu á sínum forsendum og hafa gaman“ (www.ksi.is). 

Það er okkar kenning að þessi þróun á fyrirbærinu „fótboltaforeldri“ sé tilkomin vegna þess hvernig þjóðfélagið hefur þróast; foreldrar vinna mikið og eru sífellt með samviskubit yfir því. Þeir vilja börnunum allt það besta og vilja styðja þau með ráðum og dáð í því sem börnin taka sér fyrir hendur. Jafnframt vilja þessir foreldrar vernda börnin fyrir því að verða undir í samkeppninni. Hin ríka þörf mæðra að vernda börnin sín virðist oft brjótast út á hliðarlínunni þar sem þær vernda afkvæmin með kjafti og klóm.


Mikil hamingja á heimilinu:)

Já gott fólk, þetta var vægast sagt geðveikur leikurWizard , HALLÓ, 8-0 fyrir Liverpool. Heimilismeðlimir eru svo hátt uppi eftir þennan leik að ég efast að ég og einkasonurinn sofnum alveg á næstunni...

Á þennan leik var unun á að horfaInLove og Leddsarinn Harry Kewel stóð sig eins og hetja, verð nú aðeins að hrósa uppeldinu hjá honumSmile

Ætla nú samt að reyna að róa mig aðeins niður og ganga til náða...Grin


mbl.is Benítez: Vann síðast 8:0 sem skólastrákur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá um mig:)

 Stal þessu af bloggi hjá Siggu Rósu, Eskfirðing með meiru sem stal þessu svo annars staðarDevil

Allir að gera svona með nafnið sitt, bara sniðugt

B:magnaður kyssari

J: er mjög kósý

A: heitur/heit

R: er með flottan rass 

N:auðvelt að verða ástfangin af 

E: GETUR LAMIÐ ÞIG Í KLESSU 

Y: hefur fallegar hendur                                                                                      

A: Heitur/Heit
Á: góð/ur í rúminu
B: Magnaður kyssari
C: ágætur kyssari
D: skemmtilegur deitari
Ð: er nörd á góðan hátt
E: getur lamið þig í klessu
É: með flott brjóst/sixpack
F: brjálað fólk elskar þig
G: elskar að brosa og hlæja
H: fáránlega heitur/heit
I: elskar að gilla
Í: er húmoristi
J: er mjög kósý
K: æðisgengin/nn
L: mjög góður kyssari
M: hefur fallegustu augun
N: auðvelt að verða ástfangin af
O: hefur einn fallegasta persónuleika sem til er
Ó: er kaldhæðin/nn
P: vinsæl/ll hjá allskonar fólki
Q: dýravinur

R: er með flottan rass
S: fær fólk til að hlægja
T: bros sem að bræðir mann
U: er mjög kynþokkafull/ur
Ú: er hnakki/hnakkamella
V : er ekki fordómafull/ur
Y: hefur fallegar hendur
Þ: er ástríðufull/ur
Æ: finnst aldur afstæður
Ö: er hræðilegur bílstjóri
 


Stöndum saman eða er þér sama???

Skoðið þettta gott fólk og skrifið svo undir, nema ykkur sé sama...

Bréf Ásdísar bloggvinkonu minnar, sem er fjölyrki eins og ég... og pælið aðeins í þessu..., bið ekki um annað...

http://www.sud.is/jo/index.php?option=com_content&task=view&id=144&Itemid=9 

Undirskriftarlistinn

http://www.petitiononline.com/lidsauki/

Kveðja

Badda


Sól, sumar, stuttbuxur og nice

Maður er bara búin að taka lit, orðin kolsvört eftir blíðu síðustu daga, snjóbuxurnar sem ég notaði í síðustu viku hafa vikið fyrir stuttbuxum sem hafa verið í fullri notkun síðustu dagaGrin OG ÉG ER EKKI AÐ DJÓKA, 15-18°c hiti síðustu 2-3 daga.

Búin að vera frábær dagur, dagur 1 í lærdómsleysi síðan ég byrjaði í KHÍ, að vísu svona hálftími í dag en svo búið, bara úti að dúllast í góða veðrinu og huggó.

Fór svo á fótboltamót á Reyðó í dag þar sem einkasonurinn var að keppa, stóðu sig eins og hetjur þessar elskur, svo duglegir gaurar. Kvöldið hefur svo einkennst af göngutúr hér í dalnum, léttklædd, og heimsótt nokkra vini, var búin að ákveða lærdómslaust kvöld og ef ég hefði verið heima hefði ég sennilega ÓVART dottið inn á síðu KHÍ og farið að hlusta á fyrirlestur eða lesa eitthvað, svo maður demdi sér bara í kvöldgöngu og heimsóknir í dalnum, mjög niceCool

Ástandið í ,,Írak" svona lala, en viðunandi, spurning hvenær næsta bomba fellur, never nowPolice Maður á svo sem von á ölluDevil

Jæja, best að koma sér úr stuttbuxunum og fara að skríða í kojs, læridagur á morgun, en maður situr að sjálfsögðu bara á svölunum með skólabækurnar og kannski bara 1 öllara, heheWhistling

 


Fínt að frétta frá ,,Írak

Já já, bara þokkalegt að frétta frá ,,Írak".  Grin Engin keppni í hjólakasti hefur átt sér stað síðan um helgina, nema eini keppandinn sem tók þátt í síðustu keppni, ákvað að týna saman ,,keppnisáhöldin", kannski eftir tiltal frá Félagsmálafulltrúa Fjarðabyggðar, veit ekki hvað kom manninum til að týna þetta saman, nema kannski að félagsmálafulltrúinn hafi gert honum það ljóst, á íslensku, að svona gerum við ekki á Íslandi, það gilda kannski önnur lög um ,,hjólakast" og almennar reglur í fjölbýlishúsum í hans heimalandi, don´t no. 

Er það svo bara spurningin um að fyrirgefa svona framkomu?Devil

B.t.w. það eru ættingjar og vinir sem kalla heimili mitt ,,Írak", ég skil það nú ekkiWink

kv. Badda


,,Hjólakast

Já gott fólk, ef ykkur langar til að koma og ,,keppa" í hjólakasti, þá er Dalbarð 6, Eskifirði staðurinnCrying

Svo ég útskýri nú hvernig þessi ,,keppnisgrein" kom til, ætla ég að rekja forsögu málsins.

Í hádeginu í gær þegar ég var að fara út á snúrur, og út að neðanverðunni, blöstu við mér öll hjólin á Dalbarðinu í einni hrúgu, 7 stk. takk, en ég hugsaði nú með mér; hvaða krakkavit... hafa nú verið að leika sér með að henda sjö hjólum í eina hrúgu, nema hvað, ég tók hjólin bara í sundur og reisti okkar hjól við, en við Halldór eigum þarna nýleg ágætishjól.  Ekki eru nú meiri eftirmálar með það þann daginn, EÐA HVAÐ?

Þegar ég vakna svo í morgun spyr einkasonurinn mig hvort ég sé búin að kíkja út og sjá hjólin en það hafði ég nú ekki gert, varla búin að ná stýrunum úr augum mér en kíki út og hvað haldið þið? JÚ 7 HJÓL OG 2 SLÁTTURVÉLAR SEM HÉR EIGA HEIMA, VORU ÚT UM ALLT Á TÚNINU HÉR FYRIR NEÐAN.  Ég alveg, what, hvað skeði og þá tjáði sonurinn mér það að eini karlkyns ábúandinn hér í Dalbarði, yfir 50 sko, gerði sér lítið fyrir og hennti öllum hjólum og slátturvélum um allt í gærkvöldi og varð sonurinn vitni af því.  Mín að sjálfsögðu ekki ánægð því ég er lítið gefinn fyrir það að fara illa með hlutina, þrusaði til þessa ábúenda hér í Dalbarðinu og fékk gudmorning fyrirlestur um það að sonur minn geymdi hljólið alltaf upp við húsvegginn og þá var ekki hægt að mála gluggann!!! Halló, var verið að mála kl hálf ellefu í gærkvöldi?  Efast um það...

Anyway, mín var nú ekki sátt, bað fólkið um að týna upp hjólin en fékk þvert NEI svo mín fór bara á efri hæðin og hringdi á policePolice og takk fyrir gudmorgning, ætla að kæra þau.  Ég meina, er ekki í lagi með fólk, hjólin um allt tún og niður í brekkur og slátturvélin sem býr hér líka, hún nú bara rúllaði yfir götuna og yfir í innkeyrslu í næsta húsi fyrir neðan...

Þannig að, hér eru nú stundaðar íþróttir af ýmsum toga og

ef dót nágranna þíns er fyrir þér, þá bara hendir þú/þið/ég því út á túnWhistling

En þetta var sagan af hjólakastinu mikla.  Þeir sem eru á Esk eða nærsveitungar, endilega komið og skoðið, hjólin verða til sýnis næstu dagaWink  Áhugasamir geta einnig skoðað myndir frá þessu ,,íþróttamóti" með að fara í albúm og velja möppu ,,Hjólakast"

NjótiðCool


Bara blíðan og bæirnir allt um kring:)

Já já, það kom að því, rokið er búið, í bili að minnsta kostiCool og hér hefur verið sumarblíða s.l. daga. Ekki amalegt að sitja í stuttbuxum úti að læra alla daga, or not, kannski ekki alveg stuttbuxur EN allt að þvíWhistling

Alltaf nóg að gera hjá kjéllu, það vantar nú ekki. ´Síðasta vika einkenndist svona mest megnis af lærdómi og meiri lærdómi ásamt því að passa litla gullmolann minn, Tristan Snæ, en hann var veikur og múttan hans þurti í sinn skóla á Nesk svo þeirri gömlu munaði nú ekkert um að hlaupa í skarðið og passa gaurinn.  Hann var hinn prúðasti meðan frænka sat og lærði.  Stundum lærði hann bara með mér, fékk blað og penna og krotaði og krotaði, bara æðislegur þessi moliInLove

Í gærkvöldi héldum við svo fótboltaslútt fyrir flokk einkasonarins, hins gullmolans mínsInLove, og tókst það ferlega vel.  Við vorum tvær mútturnar sem mættum með þeim ásamt þjálfara liðsins.  Við sáum svo um að fóðra mannskapinn af mat og leik og ekki þótti þeim það nú leiðinlegtDevil  Svo kl. 9 var partýinu slúttað því gaurarnir þurftu að drifa sig á ball, Fjarðaballið en þá koma allir grunnskólar á Austurlandi saman og tjútta fram á nótt.

Í dag var það svo myndataka í íþróttaskólanum og svo heim að læra, bæta aðeins inn á Austrasíðuna okkar, en mo sér um hana.  Þannig að maður bloggar víða, engin fær frið fyrir mérDevil

Nenni ekki að tala um landsmálin,það geta allir séð það í sjónvarpi og lesið á netinu eða blöðum, þetta var svona síðbúin fréttafluttningur af kjéllunni á Costa del Eskó, þar sem lognið hlær svo dátt (þangað til norðanáttin fer að blásaSideways ) Já, og ekki nenni ég nú að tala um landsleikinn í dag, læt einn fylgja með sem segir allt sem segja þarfCrying

Er orðin nokkuð þreytt núna og er að hugsa um að skella mér fljótlega í kojs

Bið að heilsa öllum, nær og fjær

kv. Badda


Home sweet home:)

Jæja, þá er maður komin heim í sveitina aftur og mikið er ég nú glöð yfir því Tounge.  Ég verð nú bara að vera hreinskilin, ég þoli ekki RVKCrying.  Púff, mér væri nú nokkuð sama þó ég færi aldrei til Rvk en maður verður nú víst að mæta í skulen, svo maður lætur sjá sig.  Skólinn gekk vel, æðislegt að hitta alla ,,krakkana" sem eru með manni í ,,bekk."  Við vorum svolítið mikið saman þarna í skólanum og fórum svo nokkrar ( fleiri sáu sér ekki fært að mæta) út að borða á Tapas barnum.  Það var alveg æðilsegt, maturinn góður og félagsskapurinn frábær.  Við sátum saman í 3 tíma, borðuðum og spjölluðum saman, æðislegt kvöld.  Við sem vorum mættar þarna ákváðum að þetta ætluðum við að gera í hverri staðlotu, fara saman að borða, það hristir okkur svo vel saman.  Annars erum við í D-hóp í skulen og það er bara eitt orð yfir þann hóp, dásamlegi hópurinnW00t  En já, borgin, ég ferðaðist um borgina í gulu stóru bílunum, s.s. strætó.  gott og vel með það, maður komst þó á leiðarenda mun fljótar en allir þeir bílar sem um höfuðborgina aka.  Þetta er að sjálfsögðu bara klikkun, bílalestirnar um kl. 8 á morgnana og svo aftur seinni partinn, þetta er nú ekki eðlilegt.  Ég gerði svona óvísindalega könnun meðan ég beið eftir strætó og hljóðar svarið við henni að nær undantekningalaust ferðast fólk eitt í bílunum, ekkert svona að taka með nágrannann eða samstarfsmanninn.  Ekki furða þó gatnakerfið sé að springa.  En eins og áður segir þá ferðaðist ég með þeim gulu og ekki var nú minni troðningurinn þarCrying og mjög svo geðillur gamall íslenskur kall að keyra alltaf þegar ég fór á morgnana.  Hann var nú extra grumpy alla daga en það er nú önnur saga.

Ég skutlaðist í Kringluna, svona c.a. hálftíma, í RL vöruhúsWhistling í c.a. 5 mín og á tvo aðra staði, svona c.a. 15 mín í þeim búðum.  Ég hefði ekki farið í neina af þessum verslunum nema ég þurti að útrétta fyrir kallana mína, þ.e. Halldór og pabba.  Fegin hefði ég nú bara verið ef maður hefði alveg getað sleppt búðum.

En skólinn gengur bara vel, alltaf nóg að gera.  Er núna að reyna að koma saman ritgerð með bekkjarsystur minni á Norðfirði, við skrifuðum smá saman fyrir sunnan, svo ætlum við að skrifa sitt í hvoru lagi í dag en reyna svo að hittast á morgun og koma henni saman.  Ég fór í framsagnatíma fyrir sunnan og guð minn góður hvað það var erfitt, að standa fyrir framan nokkra og flytja ljóð, svo næst að segja stutta sögu og í síðasta tímanum að segja frá fréttamanni.  Mér fannst nú erfiðast að lesa ljóðið, þurr í munninum og skjálftavaktin alveg á fullu en þetta hafðist nú allt og var í raun mjög gagnlegt.

Er búin að fá próftöfluna í hendur og já, fyrra prófið mitt er 7 des og það seinna 19 des.  Maður ætti því að hafa nógan tíma í lestur, óþarflega mikinn tíma kannski, hefði verið ljúft að vera bara búin 10-12 des en þessu ræð ég ekki svo maður bara tekur þessu með bros á vörWizard

 Jæja, best að fara á flug og koma eitthverju niður á blað varðandi ritgerðina okkar Klöru sem heitir því frábæra nafni Á hliðarlínunni og mun fjalla um æsta foreldra á hliðarlínunni, út af hverju láta þeir svona?  Okkar svar er það að þetta séu brostnar vonir og óheyrilegar kröfur. 

Bæjó....Police


Komin í borg óttans...

... og er EKKI  út á djamminuSideways  En það er nú í góðu.  Maður fer bara á djammið later, þegar minna er að gera í skulen.  Er sem sagt mætt í Staðlotu (innilotu) 2 á þessari önn.

Nema hvað, fór á æðislegan leik í gær, Fjarðabyggð vs Grindavík og ekki að spyrja að því, þessar elskur unnu Grindavík og mikil fagnaðarlæti brutust útGrin  Bæði hjá leikmönnum og áhorfendum.  Það kom svo í ljós nokkrum mínútum eftir að flautað var til leiksloka að Grindavík hafði náð efsta sætinu og þá brutust út mikil fagnaðarlæti hjá þeim, við klöppuðum nú alveg fyrir þeim þegar þeir fengu dolluna sínaCool  Erum nú svo geggjað prúð og kunnum alveg að samfagna.  Það var reyndar frekar erfitt að horfa á seinni hálfleik og síðustu 10-15 mín. sá maður nú ekki alveg hvað var að gerast á vellinum, leikurinn byrjaði sem sagt 17.15,eitthvað sem maður er ekki alveg að skilja því ég held nú alveg að KSÍ viti að við höfum EKKI flóðlýsta velli hér fyrir austan.  Það var raunar frekar fyndið að fylgjast með svona myrkra bolta, Grindvíkingarnir sáust heldur betur í myrkrinu því þeir voru í gulum treyjum.Devil

Svo eftir leik þá var mér boðið út að borða með þessum elskum, sko Fjarðabyggðarliðinu. En mér var nú ekki alveg boðið einni, heldur stjórnum Austra, Þróttar og Vals og að sjálfsögðu lét maður þetta nú ekki fram hjá sér faraDevil  þetta var bara mjög skemmtilegt kvöld, nokkur heimatilbúin skemmtiatriði hjá strákunum, verðlauna afhending þar sem Rajko markmaður var valinn bestur og hann átti það nú svo 1000000X skilið, þvílíkt góður sem hann er.  Hann á nú mjög stóran þátt í því að vel gekk hjá okkur.  Hann fékk ekki nema 17 mörk á sig í sumar í fyrstu deildinni og sá sem kom næstur fékk á sig 27 mörk, þannig að Rajko er bara GÓÐUR  markamaður, og til hamingju með þennan titil...  Stebbi Bjarna var að sjálfsögðu svo valinn besti vallarstjórinn og átti hann það nú líka þokkalega vel skilið og fékk flotta dollu Smile

Ég kom svo heim kl. 23.55 i gærkvöldi og fór beint í að klára verkefni sem ég átti að skila 30 september, ætlaði að vera búin að skila öllu áður en ég færi suður og það tókst.  Var að læra til 4 í nótt og sofnaði svo ekki fyrr en 5 í morgun.  Vaknaði svo upp úr 9, lærði meir, skutlaði Halldóri í íþróttaskólann og kíkti svo þar við á miðju námskeiði.  Lærði svo meir og sendi inn rest af verkefnum í dagShocking  Búin að skila öllu sem átti að skila fyrir þessa innilotu. Tounge 

Morgundagurinn í borg óttans mun einkennast af meir lærdómi, því eitthvað á ég eftir að lesa og hlusta á fyrirlestur fyrir næstu viku.  En sundferð er nú samt fyrirhuguð og mjög stutt ferð í Kringluna, þarf að fara fyrir einkasoninn í Apple búðina og kaupa heyrntól fyrir I-podin hans.  Nenni nú ekki að druslast í Kringlunni, er ekki í neinu búðarrápsstuðiDevil

Ætli ég láti þetta ekki duga í bili,,,, verð hér í borginni fram á föstudag en það flýgur maður aftur i fjörðin fagraInLove

Bæjó allir og ENDILEGA ÞIÐ SEM KÍKIÐ HÉR INN, ENDILEGA SKRIFA Í GESTABÓK EÐA KOMMENT, ÉG VEIT SKO UM HAUG AF FÓLKI SEM KÍKKAR HÉR INNDevil  þessi fylgist með...

 kv. Badda


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband