Færsluflokkur: Bloggar
Ég er nákvæmlega eins og ein af þessum skrúfum núna, komin með þvílíkan skrúfganginn á mig eftir allt broltið í kojunni. Búin að vera að veltast í rúminu í 2 og 1/2 tíma og ekki tekist að sofna Búin að lesa nokkra kafla í glæpósögunni minni, eitt gamalt Séð og Heyrt blað, eina gamla Viku og eitt gamalt Hús&Hýbýli, slökkva svo ljósið aftur og bylta mér, fram að pissa og ein sígó svona í leiðinni, inn aftur, nokkrar bls í bókinni, slökkva ljósin og hvað, nei, hérna er ég sem sagt að röfla því ég get ekki sofnað.
Búin að telja kindur og taldi svo lengi að þær eru allar komnar í sláturhús og búið að búa til kæfu úr þeim
Ansk.... bara, best að drífa sig bara á fætur og fara í berjamó hérna rétt fyrir ofan hús eða eitthvað, kannski út að hjóla, hummm nei, sennilega stoppar pólísin þá mig og heldur að ég sé drukkin, kannski út að slá garðin.,,.... eða nei, þá verða nágrannarnir vitlausir, svo það er sennilega ekkert annað í stöðunni en að fara bloggrúnt og röfla aðeins
Vona að aðrir bloggvinir hafi sofnað á sómasamlegum tíma...
Bloggar | 12.8.2007 | 04:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Egypsk stúlka lést af völdum kynfæraskurðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.8.2007 | 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggar | 11.8.2007 | 20:39 (breytt kl. 20:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Best fyrir Eið að yfirgefa Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 11.8.2007 | 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
...hvar er eiginlega vonda veðrirð sem átti að vera hér í dag... rok og rigning.... bara spyr. Get nú stundum bara alveg dáið úr hlátri þegar maður vaknar að morgni og lítur út, hey, bara sól og blíða en það ÁTTI AÐ VERA ROK OG RIGNING
Annas ætla ég sko ekki að kvarta yfir þurrkinum, er að þvo ekki nema 15 peysur, 15 stuttbuxur og 30 sokka svo maður er feginn Stend sem sagt í stórþvotti, við foreldrar fótboltabarnanna höfum alltaf skipst á að þvo af leikmönnum eftir leiki og fékk ég hroll í gærkvöldi þegar ég sá veðurfréttirnar og allt útlit fyrir ENGAN þurrk næstu vikur og erfitt að þvo allan þennan haug og þurrka inni, þar fyrir utan geymir maður EKKI búninga af sveittum strákum í töskunni og bíður eftir þurrki, það er sko morgunljóst. Opnaði töskuna svona c.a. klukkutíma eftir leik í gærkvöldi og guð, stibban maður, var nú alveg bara svona Byrjaði sem sagt að þvo í gærkvöldi og reyndar bað ég guð um þurrk í dag og hann hefur greinilega hlustað á mig...
Svo er það bara að skella sér á völlin í dag, verð í því hlutverki að hella upp á NOKKRAR könnur af kaffi handa kaffiþyrstum áhorfendum. Við foreldrar barnanna skiptumst líka á að selja kaffi og kruðerí á leikjum stóru strákanna í Fjarðabyggð, svo gasalega duglegt fólk hérna... og gaman af þessu öllu bara.
Og svo er það bara, verður áframhaldandi hamingja á heimilinu eftir leik, bið guð líka núna um hagstæð úrslit, hann hlýtur að láta það eftir mér eins og hann færði mér þurrkin...
Bloggar | 11.8.2007 | 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
...í 4.flokki kk Fjarðabyggð voru að vinna stórsigur á erkifjendunum í Hött/Huginn, 9-1, og get nú svo svarið það að nú er sko aldeilis mikil gleði, alltaf mesta gleðin þegar einkasonurinn og hans lið vinnur, svo einfalt er það nú, maður er að sjálfsögðu bara að rifna úr stolti núna...
Svo krossleggur maður bara fingur fyrir leikinn á morgun hjá M.fl.kk Fjarðabyggð, brjálað að gera í boltanum...
Bloggar | 10.8.2007 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
... það er nú meira, eintóm gleði bara alltaf á þessu heimili, þarf nú ekki mikið til að gleðja mig en ég er mjög hamingjusöm með að Alfreð ætlar að halda áfram og ennþá glaðari verð ég seinna í dag ef einkasonurinn og hans lið ná að vinna sinn leik, en eru einmitt að spila við erkióvinina frá Egilsstöðum í dag, Hött Maður mætir að sjálfsögðu í skíðagallanum, með ógeðsdrykkin ( sem b.t.w. er bara að svínvirka á mann ) og með góða skapið og stemmarann í lagi, upphitun í dag fyrir leikinn á morgun hjá stóru strákunum í Fjarðabyggð.
Held samt sveim mér þá að ég verði ein á þeim leik mér finnst einfaldlega allir vera að fara á Dalvík á þessa fiskidaga EN ekki hún ég, ( megnið af minni fjölskyldu verður fyrir norðan um helgina ),maður sýður sér bara ýsu í kvöld, skötu í hádeginu á morgun, sigin fisk annaðkvöld, bútung með rúgbrauði á sunnudag og sunnudagskvöld, hummm, ætli maður hafi þá ekki bara gellur... Já bara fiskihelgi hjá mér en veit nú ekki hvort einkasonurinn verður eins ánægður af þessu, hann borðar nú ekki allt áðurnefnt og verður nákvæmlega svona ef hann þarf að setja niður skötu, hehehe, en hann borðar alltaf bara saltfisk þegar sú gamla slafrar í sig vel kæstri skötu...
Jæja, best að fara að græja mannskapinn fyrir leikinn.... see ya
Alfreð Gíslason: Spennandi verkefni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 10.8.2007 | 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
hamingja á heimilinu Mínir menn unnu...
Þessi strákur, Þórður Guðjóns skorar bara frábær mörk...
Skagamenn, Blikar og Fylkismenn sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 9.8.2007 | 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)