Guð hvað ég verð fegin

þegar nýju göngin verða komin á milli Esk og Nsk.

Fór sem sagt á Neistaflugið í gær og þá var að sjálfsögðu smá trafík yfir á Nsk með tilheyrandi stuði í Oddskarðsgöngum.  Er nú mest svekkt út í mig að hafa ekki verið með nesti og kaffi með þvíDevil

Þurfti að bíða töluvert í göngunum í gær, eins og svo oft áður reyndar, og voru margir orðnir frekar pirr og pisst að þessari bið, hlaupandi um öll göng eins og hauslausar hænur en ástæða tafanna er bara sú að sumir þora alls ekki að bakka í göngunum og hvað þá að þurfa að bakka út ef viðkomandi er komin eitthvað áleiðis inn í göngin og svo eru stundum á ferð fólk sem fer þessi göng mjög sjaldan, kemur þarna á stóru fjallajeppunum sínum með hjólhýsin í eftirdragi og eru hreinlega lost ef þau þurfa að bakka eða hreyfa sig á eitthvern annan hátt en beint áframPinch

En verð sem sagt ferlega fegin þegar nýju göngin verða komin og má ætla að þegar haldið verður 20. Neistaflugið þá heyri þetta sögunni til að þurfa að vera vel nestaður á leið yfir skarðWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband