Hvað gerðir þú í sumarfríinu þínu?

Ég skakklappaðist til Hafnafjarðar í sumarfríinu mínu og var í góðu yfirlæti hjá Sigrúnu frænku minni í rúman hálfan mánuð. Áttum góðan tíma saman við frænkurnar, einkasonurinn og litli frændi. 

Ég hef nú verið spurð af þó nokkrum hvað ég hafi nú gert skemmtilegt í fríinu mínu og ég svarað því til að ég hafi nú bara haft það gott hjá frænku og skroppið svo á 3. fótboltaleiki... hum, er það eitthver skemmtun spyrja sig margir og ég hef fengið þau viðbrögð frá nokkrum, þó nokkrir hafi nú kannski ekki beint sagt það en svipbrigði hjá sumum segja meir en mörg orðLoL

Kannski er maður orðin gamall að hafa ekki lengur gaman af því að skrölta í bæinn og láta bíta af sér eyrun eða eitthvað álíka gáfulegt og kýs frekar góða skemmtun á fótboltaleikjum, veit ekki en ég veit nú samt fátt skemmtilegra en að fara á leikiCool  Fór sem sagt á 2 leiki með liðinu okkar hérna, Fjarðabyggð og gerðu þeir eitt jafntefli en töpuðu því miður hinum 0-1Devil en það lagaðist allt þegar við einkasonurinn brunuðum upp á Skaga og sáum ÍA ( okkar lið ) rúlla yfir HK, það svona bjargðaði þessu

Nú, svo verður bara gaman um næstu helgi, maður fær alveg 2. leiki, einkasonurinn keppir á föstudag á Fáskrúðsfirði með sínu liði, Fjarðabyggð á móti Hetti og svo á laugardag verður leikur hér á Esk, Fjarðabyggð, meistaraflokkur, tekur á móti Reyni Sandgerði og vonar maður nú alveg innnnnnnst inni að Fjarðabyggð vinni báða leikina.  Er bara sátt við lífið ef ég fæ svona að jafnaði 1. leik á vikuTounge

 Annars hringdu þeir af Stöð 2 í mig um daginn og spurðu um fótboltaáhuga á heimilinu, nú ég var fljót að svara til að hann væri nú ansi mikill og þá hugsuðu þeir sér nú gott til glóðarinnar og ætluðu að bjóða mér svaðalegan fótboltapakka en áður en þeir náðu nú alveg að klára að bjóða mér pakkan bað ég þá bara að vel að lifa, ég sagðist nú ekki alveg hafa efni á að borga eitthvern 10.000 kr. á mán fyrir fótbolta, takk fyrir pentBandit þetta er nú bara rán þetta verð sem þeir setja á boltann, hel... hel... 

Fer bara til pabba að horfaCool hann hlýtur nú að taka boltan aftur í vetur...

 En speki dagsins... fótbolti er FRÁBÆRInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jamm, boltinn blívur, tými samt ekki að kaupa hann í vetur, fer bara í heimsókn eins og þú, mikið meira gaman að horfa á með fleirum. Vona að einkasyninum gangi vel í boltanum.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.8.2007 kl. 21:26

2 identicon

Þakka þér fyrir Ásdís, vondandi gegnur bara öllum fótboltamönnunum mínum í Fjarðabyggð vel á föst. og laugardag þó ég haldi að sjálfsögðu mest með einkasyninum

Badda (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband