Þoka, þoka, þoka
Sit hér kl. 2 að nóttu, komin svarta þoka úti og í hausnum á mér líka, eða þannig.
Er búin að vera frekar slöpp í dag, með hausverk, magaverk og að drepast í hálsinum og er nú ekkert voða sátt við það sko, maður á nú ekki að vera að fá haust pestina um hásumar
Búin að gera EKKI neitt í dag nema að liggja i koju og skutlast reyndar aðeins á Reyðarfjörð að sækja guttana á æfingu, já og þar sem maður er búin að vera að dorma eitthvað aðeins í dag þá sefur maður nú ekki mikið, hel..., æ, þoli bara ekki þegar ég get ekki sofnað þó ég sé nú með hausverk, hálsbólgu og magakveisu, sem sagt þoka í hausnum á manni og svarta þoka úti.
Get þó verið ánægð, það er svartari þoka úti en í hausnum á mér
Alltaf að líta á björtu hliðarnar á lífinu, það er sjaldnast svo svart að maður sjái ekki út úr þokunni...
Athugasemdir
Vonandi batnar þér fljótt og þokan lyftist.
Bjarndís Helena Mitchell, 8.8.2007 kl. 11:37
Fjandans flensa í gangi núna, finnst hún eigi nú ekki að koma strax, en vonandi hressistu fljótt. Batakveðjur austur.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2007 kl. 12:17
Þokan farin úti og líka hjá mér þó að flensuskíturinn sé nú enn að stríða mér þá fer hún nú eitthvern tíma...
Badda (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.