Hvað er það ekki sem TR rífur af öryrkjum aftur ef þeir reyna að draga björg í bú... Því miður hef ég ekki góða reynslu af TR og skerðingum og öllu þessu bulli í kringum það dæmi að vera öryrki.
Fyrir 9 árum keypti ég verðbréf fyrir lítinn pening, fyrir 2 árum þurfti ég að selja það til að eiga fyrir salti í grautinn og hvað gerist, jú, maður fékk rukkun frá TR upp á upphæðina sem var um 100.000, og dregið af manni aftur... og seint telst ég nú til moldríks öryrkja nema síður sé...
Fjármagnstekjur skerða tekjutryggingu öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jamm það er bara svona krónu fyrir krónu heimspeki í gangi hjá þeim ......
Það er búið að taka það 3 mánuði núna að leiðrétta greiðslur til mín á meðan fæ ég ekki neitt ekki krónu með gati............hjúk að ég er að vinna úti annars væri ég dauð .pirr pirr
Eva , 9.8.2007 kl. 20:29
Já maður getur sko orðið pirr og pisst
Bjarney Hallgrímsdóttir, 9.8.2007 kl. 20:37
Eins og fram kemur í útreikningum Tryggingastofnunar geta tekjuskerðingar vegna fjármagnstekna mest orðið 27%. Fyrir tveimur árum var þetta sennilega um 33%. Hafi endurkrafa í uppgjöri hjá þér verið sama upphæð og fjármagnstekjurnar er því ljóst að einhverjar aðrar tekjur hafa líka reynst hærri en tekjuáætlun gerði ráð fyrir.
Hvað varðar tekjuskerðingar þá er það ekki Tryggingastofnun ríkisins, sem ákveður hverjar þær eiga að vera hledur Alþingi. Það er því verið að skamma rangan aðila þegar Tryggingastofnun ríkisins er skömmuð fyrir það hversu háar skerðingarnar eru.
Sigurður M Grétarsson, 9.8.2007 kl. 21:02
Alþingi-TR, sama bullið. TR er fulltrúi Alþingis, það veit ég vel, hins vegar get ég margt sett úr á stofnunina TR, það er nú ekki liprasta fólk í heimi við vinnu þar og hefur sýnt manni ýmislegt sem ekki á að sjást í opinberri stofnun...
Ég hefði skilið þetta hjá TR ( Alþingi ) að rífa af mér haug af pening ef ég hefði verið að fá eitthverjar millur en svo var ekki...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 9.8.2007 kl. 22:30
Já, ég hef líka orðið fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að þurfa að greiða krónu fyrir krónu, til baka, afþví að ég var að reyna að vinna eins og manneskja. Verst fannst mér þó að allt sem mér var sagt þegar ég spurði stofnunina góðu, áður en ég byrjaði, stóðst ekki. Ég fékk að borga til baka, nákvæmlega upphæðina sem ég vann fyrir og var þá fékk ég líka að borga skattana af því einu sinni enn. Þegar uppi var staðið var ég í mínus fyrir það að hafa reynt að vinna, fékk bara skuld út úr því. Vonandi stendur þetta til bóta því ekki er hvetjandi fyrir öryrkja að reyna að bjarga sér, eins og kerfið er í dag og það er eins og glæpur sé framinn ef þetta fólk getur lifað sómasamlegu lífi. Það á helst að lepja dauðann úr skel frekar en að hafa það skítsæmilegt, þetta eru bara aumingjar og eiga ekkert gott skilið virðist vera almenn skoðun fólks, án þess að nokkur vilji viðurkenna það....
Bjarndís Helena Mitchell, 9.8.2007 kl. 23:14
jam Siggi ég veit að þeir er ekki með krónu fyrir krónu skerðingu á yfirborðinu en þegar þú tekur saman heildarmyndina þá er þetta ekkert annað....ég hef hitt margt ágætis fólk sem vinnur hjá tryggingarstofnun ef eitthvað er mætti það vera betur upplýst, en það er ekki því að kenna og Siggi ég er ekkert pirruð út í tr bara aðstæðurnar ,,, skil bara ekki alveg þennan seinagang og það er ekkert endilega starfsfólkinu að kenna,,,,,,, ég meina getur einhver venjuleg manneskja verið launalaus í 3 mánuði........
Eva , 10.8.2007 kl. 01:32
Held að fólk sem ekki hefur lent í þessu rugli hjá TR geti engan vegin sett sig í þessi spor, það er nú bara svo einfalt.
og Eva, það getur engin verið launalaus í 3 mán, svo einfalt er það en því miður eru þó nokkur dæmin um það hjá TR og eiga þeir skömm fyrir...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 10.8.2007 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.