... það er nú meira, eintóm gleði bara alltaf á þessu heimili, þarf nú ekki mikið til að gleðja mig en ég er mjög hamingjusöm með að Alfreð ætlar að halda áfram og ennþá glaðari verð ég seinna í dag ef einkasonurinn og hans lið ná að vinna sinn leik, en eru einmitt að spila við erkióvinina frá Egilsstöðum í dag, Hött Maður mætir að sjálfsögðu í skíðagallanum, með ógeðsdrykkin ( sem b.t.w. er bara að svínvirka á mann ) og með góða skapið og stemmarann í lagi, upphitun í dag fyrir leikinn á morgun hjá stóru strákunum í Fjarðabyggð.
Held samt sveim mér þá að ég verði ein á þeim leik mér finnst einfaldlega allir vera að fara á Dalvík á þessa fiskidaga EN ekki hún ég, ( megnið af minni fjölskyldu verður fyrir norðan um helgina ),maður sýður sér bara ýsu í kvöld, skötu í hádeginu á morgun, sigin fisk annaðkvöld, bútung með rúgbrauði á sunnudag og sunnudagskvöld, hummm, ætli maður hafi þá ekki bara gellur... Já bara fiskihelgi hjá mér en veit nú ekki hvort einkasonurinn verður eins ánægður af þessu, hann borðar nú ekki allt áðurnefnt og verður nákvæmlega svona ef hann þarf að setja niður skötu, hehehe, en hann borðar alltaf bara saltfisk þegar sú gamla slafrar í sig vel kæstri skötu...
Jæja, best að fara að græja mannskapinn fyrir leikinn.... see ya
Alfreð Gíslason: Spennandi verkefni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það væri náttl. út í Hróa að Höttur ynni. Óska góðs gengis. Hvað er í ógeðsdrykknum?? þú vaktir nú upp gamlar minningar frá æskuheimilinu þar sem fiskur var borðaðr 5 x í viku ammi nammi namm. Ég er líka rosalega ánægð með Alfreð. Knús og klemm austur til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 13:24
Já, gangi ykkur vel með leikinn í dag. Gott að ógeðsdrykkurinn er að virka. Bon appetit um helgina Knús
Bjarndís Helena Mitchell, 10.8.2007 kl. 13:39
Takk báðar:) og Ásdís, uppskriftin af ógeðsdrykknum er hér aðeins neðar á síðunni... og get svo svarið það að hann virkar á sáran háls...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 10.8.2007 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.