Þetta er nú búin að vera meiri dagurinn, náði loks að sofna rétt fyrir sex í morgun, vaknaði svo um hádegi og leið eins og ég væri drulluþunn Þá byrjaði síminn og á línunni var frænka mín í USA og blöðruðum við í klukkutíma eða svo Svona í leiðinni meðan við bulluðum þá horfði ég á fótboltaleik út um eldhúsgluggan hjá mér með tilheyrandi ´æjum og óum og gleði þegar okkar menn unnu en 3. fl. kk Fjarðabyggðar voru að spila.
Svo hættum við nú að bulla og ég dreif mig á leikinn svona life og voða stemmari og ekki að því að spyrja, mínir menn unnu 4-1
Dreif mig svo heim og ætlaði að fara að brjóta saman 15 peysur, 15 stuttbuxur og 30 sokka þegar heimasíminn hringdi og í þetta sinn var þetta góð vinkona mín sem býr fyrir sunnan og get svo svarið það, gleymdum okkur aðeins í blaðri og þegar við loksins hættum, ég orðin rauð og drútin á eyrunum þá steinláu 2 klukkutímar takk fyrir í blaður og 3 tímar samtals sem símtólið var á eyrum mér í dag og ef eitthver ætlar að hringja í mig í kvöld þá er ég bara ekki viðlátin
Systir mín hringdi nú samt aðeins áðan en við töluðum samt sem betur fer frekar stutt saman´núna, hitti hana bara á morgun en hún og familý heiðruðu norðurlandið með nærveru sinni um þessa helgi eins og flest allir aðrir úr minni familý
Læt hérna fljúka smá sniðugt sem ég las í einum af gömlu blöðunum í nótt
Eins og allir vita þá eru á sígarettupökkum aðvaranir um skaðsemi tóbaks og nú stendur víst til að ATVR ætlar að setja svipaða miða á áfenga drykki... og hljóma þeir svona...
* Neysla áfengis getur fengið þig til að halda að þú talir ekki í lágum hljóðum þegar svo er EKKI
* Neysla áfengis er helsta ástæða þess að tólk dansar eins og gíraffi með hita!
* Neysla áfengis getur fengið þig til að tjá vinum þínum síendurtekið að þú elskir þá!
* Neysla áfengis fær þig stundum til að trúa að þú getir sungið! ( hummmm og hóst hóst)
* Neysla áfengis getur fengið þig til að halda að fyrrverandi unnusti/unnusta óski þess sérlega að þú hringir í sig um miðja nótt!
* Neysla áfengis getur leitt til þeirrar sjálfsblekkingar að þú sért almennt greindari, sterkari og fallegri einstklingur en allir hinir í kring um þig!
* Neysla áfengis getur fengið þig til að halda að fólk sé að hlæja með þér en ekki að þér!
Jæja, ætla að horfa á Örlagadaginn, Monk og svo í koju, fyrsti vinnudagurinn á morgun eftir sumarfrí, spurning hvort maður vaknar á réttum tíma, þ.e.a.s. ef ég verð þá sofnuð fyrir 8
Athugasemdir
Bjarndís Helena Mitchell, 12.8.2007 kl. 20:20
hahaha ég var með svipaða speki um drykkju núna um daginn, aldrei leiðinlegt að lesa svona.
Huld S. Ringsted, 12.8.2007 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.