Lengi getur maður á sig blómum bætt...

... Var sem sagt í kennslustund hjá einni ágætri stúlku hér í bæ og gekk kennslan út á það að taka við heimasíðu Austra, (sem er liðið okkar hérna á Esk,), ég sem sagt lenti inn í stjórn foreldrafélags Austra í fótbolta nú í vor og þessi ágæta stúlka var þar.  Það var ákveðið í sumar að stofna loksins heimasíður fyrir félagið og setja reglulega inn fréttir og myndir en vegna anna hjá þessari stúlku hefur síðan nú ekki verið mjög virk og svo er þessi ágæta stúlka að flytja suður ,( snögtFrown því hún var alveg frábær í stjórninni) og hún bað mig sem sagt að taka við af sér með heimasíðuna og var ég því í læri að setja inn fréttir, myndir og fleira, uppæra ýmislegt og svo önnur síða á vegum KSÍ og ÍSÍ þar sem þarf að uppfæra, breyta og bæta reglulega, þar eru skráðir allir iðkendur sem stunda fótbolta.  Þannig að mín bíður bara spennandi verkefni að fara að gera þettaW00t

 Svo var fyrsti vinnudagurinn í dag og ég bað nú systur mína í gær að hringja í mig til öryggis í morgun en hún hélt nú ekki, ég myndi nú örugglega vakna og það var sko rétt, um 5 leytið vaknaði ég og var svo hálfdormandi til átta þegar ég dreif mig á fætur.  Ég er alltaf svona þegar ég er að byrja aftur að vinna eftir frí, held alltaf að ég sé að sofa yfir mig og því vaknandi alla nóttina.

En vinnudagurinn var fínn og gaman að vera komin aftur þó ég verði nú stutt, verð þessa viku, fer svo suður og verð næstu viku í skólanum (KHI) og svo heim aftur og vinn í 5 vikur og þá er ég hætt á leikskólanumFrown  Langar það nú ekkert voða mikið en ég ræð bara ekki við bæði í einu, að vera í skóla og vinna, þó svo ég vinni bara hálfan daginn, þá er ég víst öryrki og það er greinilega út af því að ég get bara ekki ALLT, eins og ég held nú reyndar stundumUndecided

Hef þetta gott núna, ætla að skella inn nokkrum sem ég las í gömlu blöðunum um daginn, þegar ég gat ekki sofiðCrying

 

* Ég verð að setjast niður og finna út hvar ég stend.

*Ef ég spara tíma, hvenær fæ ég hann þá aftur?

*Ég er laus við alla FORDÓMA.  Ég fyrirlít alla jafnt!

*Taktu við ráðleggingum mínum.  Ég nota þær hvort eð er ekki.

 LoL

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hef tekið eftir því með mörg okkar sem erum öryrkjar að við höldum oft að við séum super human og ætlum til ALLS af okkur. Reynum að slaka á, tökum höndum saman um að vera góð við okkur sjálf.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.8.2007 kl. 21:50

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

kannast við þetta með að hafa varann á ef maður þarf að vakna eftir frí, stundum þarf ég ekki vekjaraklukku

Huld S. Ringsted, 13.8.2007 kl. 21:54

3 identicon

Farðu vel með þig, dúlla, og mundu bara að gera það sem þú getur - og ekki reyna neitt meira. Það er enginn tilgangur með því.

Kærar kveðjur og knús frá Akureyri!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 00:49

4 Smámynd: Halla Rut

Frasarnir neðst, góðir...

Halla Rut , 14.8.2007 kl. 00:55

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

já svo sannarlega er þetta spennandi og skemmtilegt verkefni sem þú hefur tekið að þér. og alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.

Jóna Á. Gísladóttir, 14.8.2007 kl. 01:28

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, gott að það gekk vel í dag, og gaman að nýjum verkefnum. En samt, vinna hálfan daginn, vera í skóla, og öryrki og svo ný verkefni....hmmm, jú, þetta er syndromið sem ég kannast við, að slepptum skólanum...LOL. Nei, farðu vel með þig skvís og mundu, þú færð ekki þann "eftirsóknaverða" titil, að vera öryrki, nema að hafa rækilega og vandlega rétt á því. Þessvegna er allt í lagi að geta ekki allt, það er bara erfiðara að sætta sig við það. Gangi þér vel og góða nótt...

Bjarndís Helena Mitchell, 14.8.2007 kl. 01:33

7 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Takk allir fyrir falleg orð til mín og maður reynir eftir fremsta megni að fara eftir ykkar góðu ráðum...

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.8.2007 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband