Smá tuð...

Fór í rúmið rúmlega 10 í gærkvöldi og náði að sofna rétt fyrir hálf 12 og ætlaði að sofa til 8, en ég vinn frá 9-1.  Nema hvað, mín bara vöknuð hálf 6, arrg og gargPinch og gat engan veginn sofnað aftur.   Fór þá á fætur og hugs hugs, hvað gerir maður kl. 6 á morgnana, maður ryksugar ekki í fjölbýlishúsi og gerir yfirleitt ekkert, nema þá að blogga, því það heyrist nú lítið í tölvuskjátunni.

Var svo að pæla um hálf 7 að drífa mig bara í sund, sem ég geri nú stundum á þessum tíma, en æ, það er svo kalt úti og vindur og bara nennti því alls ekki, skelli mér bara í sturtu rétt bráðum, svona þegar fer að verða óhætt að láta eitthvað heyrast hér í húsinu.

Þooooollllllllliiiiiiiiiiiii ekki þegar ég er að vakna svona löngu fyrir áætlaðan vöknunartíma og geta ekki sofnað aftur, þetta þýðir þá bara fegurðarblundur kl. 1 þegar ég er búin að vinna, annars lifi ég nú daginn ekki af...

Góðan daginn annars allir þarna útiShocking


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn dúlla. Ég hef sem betur fer ekki lent oft í þessu sjálfur, en það kemur fyrir ... ég les þá bara eitthvað eða horfi á í tölvunni

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 08:42

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Góðan daginn! stundum vildi ég óska þess að ég lenti í svona því ég á frekar í erfiðleikum með að halda mér vakandi!!

Huld S. Ringsted, 14.8.2007 kl. 09:01

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Góðann daginn Vona að þú eigir frábæran dag í dag nýja  bloggvinkona

Guðrún Þorleifs, 14.8.2007 kl. 09:07

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góðan daginn, þetta kemur. Sennilega bara fylgifiskur breytinganna hjá þér í augnablikinu. Þegar rútínan riðlast til, þá skeður svona. Svo venst nýja rútínan aftur og allt fer að ganga smurt. Gangi þér vel í dag skvís

Bjarndís Helena Mitchell, 14.8.2007 kl. 09:33

5 identicon

Jeminn eini... ekki vissi ég að þú værir að blogga... Þú hefur örugglega aldrei sett slóðina þína hjá mér þegar þú hefur kommentað

En til að snúa mér að máli dagsins, þá skil ég þig svo vel... lendi reyndar ekki oft í þessu, þar sem ég get sofið hvar sem er og hvenær sem er... en þegar það gerist verður maður voða pirraður...

Sigga Rósa (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 11:28

6 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Þetta kemur af og til fyrir mig og ekkert frekar svona nýbyjuð að vinna aftur, að meðaltali 1-2 í mánuði en takk samt fyrir kveðjur:)

 Sigga mín, ekki svo langt síðan ég byrjaði að blogga og skellti þér bara hérna sem bloggvini án þess að spyrja þig held ég hafi skellti slóðinni inn síðast þegar ég kommentaði á þig, eða kannski ekki, man ekki, er enn hálfryðguð eftir bjútisleepinnn

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.8.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband