... fram á sunnudagskvöld og þá fæ ég ekkert að sjá hann aftur fyrr en eftir rúma viku
Mjög góð vinkona mín á Akureyri fór og náði í soninn í dag ásamt syni sínum en þeir tveir eru jafnaldrar og mjög góðir vinir. Enívei, þau ætluðu að chilla með honum fram að leik í dag en svo hringdi hún bara og tjáði mér að hann Halldór kæmi ekkert heim fyrr en á sunnudagskvöld en þá var hún búin að redda honum fari austur, svo hvað gat ég sagt, neieneieienei, færð ekki að hafa son minn. Nei, eins og góðri móður sæmir leyfði ég syninum að chilla bara áfram á Akureyri með vini sínum. Nú, sú gamla er að fara suður seinni partinn á sunnudag og mun ég því ekki hitta hann aftur fyrr en á laugardagskvöld eftir VIKU og ég kann nú bara eiginlega ekki að vera án hans því hann hefur að jafnaði verið hjá þeirri gömlu 355-360 daga á ári í 14 ár og þetta er eitthvað sem ég kann bara ekki þó að vísu við höfum bæði gott af að hvíla okkur á hvort öðru Veit það alveg sko, mér hefur nú verið bent á það svona nokkrum sinnum
Góðu straumarnir hennar Ásdísar bloggvinkonu minnar dugðu því miður ekki í dag en dugðu vel í gær. Fjarðabyggð tapaði sem sagt fyrir Þór í dag eftir að hafa verið yfir í hálfleik en þá er bara meistaraflokks í Fjarðabyggð að taka Þór í nefið á morgun, Ásdís mín, ef þú lest þetta, þá er leikurinn á morgun kl. 4 Maður á alltaf að hefna... er það ekki annars, njé, ja, allt leyfilegt í boltanum
Sit hér og er að horfa á þessa frábæru tónleika í TVinu, hel... ljúft að vera bara upp í sófa, hlýtt inni hjá mér, popp og kók, hvað getur lífið verið betra... nei segi nú bara svona, lífið er bara ágætt, misköflótt en ágætt samt...
Athugasemdir
Æ, sorry að ég klikkað á leiknum örugglega flensunni að kenna, geri mitt besta á morgun. knús austur og njóttu fjarvista við prinsinn það gerir endurfundinn svo yndislegan.
Kristín Jóna Jónsdóttir, 17.8.2007 kl. 23:30
Ha, ha ha 700% stórir og hálfvitalegir hláturskallar í kasti, ég bloggaði frá innskráningu á síðu vinkonu minnar sem ég er að setja upp svo þetta er eiginlega frá mér tvæs, knús.
Ásdís Sigurðardóttir, 17.8.2007 kl. 23:34
hahahaha 669 eftir þá, var að pæla hver Kristín Jóna væri
Og já, fer að þínum ráðum, endurfundirnir verða þá svo góðir...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 18.8.2007 kl. 00:00
Hafðu það gott skvís og gaman í bænum. Góða nótt.
Bjarndís Helena Mitchell, 18.8.2007 kl. 00:34
það verða fagnaðarfundir hjá ykkur þegar þið hittist. Bara gott mál fyrir guttann að fá svona ævintýri
Guðrún Þorleifs, 18.8.2007 kl. 08:40
Ég á nú líka einn 14 ára en ólíkt þér þá er ég vön fjarveru hans. Hann er mikið hjá pabba sínum en þolir þó aldrei að vera meira en nokkra daga en þá kemur hann heim í öryggið sem hann ólst uppí.
Halla Rut , 18.8.2007 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.