Bloggpása fyrirhuguð...

...þar sem maður er að skella sér í borg óttans og hef nú sennilega engan tíma í blogg og kannski verður lítið um bloggrúnt hjá manni líka því þann tíma sem ég verð ekki í skólanum, en held ég verði til um 4 alla daga, næstu viku,  þá ætla ég að njóta samvista við litla gullið mitt, Tristan Snæ, eins og hálfs árs moli,  en ég er ömmusystir hans og verð ég hjá honum og hans frábæru foreldrum í Hafnafirðinum...InLove

Andinn kom svo heldur betur yfir mig í dag, búin að afreka meir í dag en guð má vita síðan hvenær, bæði í þrifum og svo hellingur annað sem maður var að brasa, m.a. aftekaði ég LOKSINS að skrifa allar myndirnar mínar á diska en ég er búin að lenda í því 2x á 2 árum að tölvurnar mínar skemmist og því ávalt mikill hjartsláttur hvort myndirnar hafi nú sloppið, þetta er verk sem ég er búin að ætla að gera í c.a. 2 ár eða svoBlush

Fór svo í morgun á Austfjarðavíkingin eða tröllið eða eitthvað sollis , en ein grein var haldin hér á Esk og mætti maður að sjálfsögðu, eitthverjar aðrar greinar í hinum kjörnum Fjarðabyggðar en nennti ekki út fyrir bæjarmörkin því nóg að gera hér heima og ég er svo happy að vera búin að þrífa svona vel, kem þá heim í tandurhreint húsJoyful

Tók svo til í skrifborðinu mínu, fjarlægði allt föndurdótFrownþví skólinn kemur til með að sitja fyrir og geymir maður þá að sjálfsögðu skóladótið sitt þar en föndurdótið í kössum´... í geymslunni takk fyrir.

Heyrði í guttanum mínum í dag, hann hefur það ógisslega fínt á Ak en var, eins og múttan, mjög óhress með leik okkar manna í dag en þeir ( meistarafl. Fjarðabyggðar) töpuðu fyrir Þór og er það nú bara SKANDALL, við erum miklu ofar en þeir en samt tóku Þórsarar okkur í bakaríðið og menn að sjálfsögðu ekkert voða sáttir með það, en svona er þessi fótbolti, maður veit aldrei hvernig þetta endar.

Búin að fara bloggrúntinn í kvöld, ætla samt að chilla aðeins áfram í the computer og fara svo og skella á rúmið og kojs, svo það SKEMMTILEGA  djop í fyrramálið að pakka niður, oj, það er svo leiðinlegt...

En esskurnar mínar, hafið það ferlega gott öll og sí jú oll leiterWhistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband