...alveg galin Nei eða kannski ekki alveg galin en smá mikið að hugsa og gera núna. Er búin að sitja nær í allan dag og læra á þetta fjarnámsdót, WebCt, UGLA og hvað þetta heitir nú allt saman...
Fór til Ástu systur í morgun og prentaði eitthvað út hjá henni því prentarinn minn er gjörsamlega dauður og nýji minn kemur ekki fyrr en á morgun. Fullt að lesa og reyna við þetta tölvuumhverfi en svo bara virkar WebCt ekki hjá mér. Eitthvað smá vesen með Office pakkan hjá mér og svo þarf eitthvað nýtt annað forrit sem fer ekki inn í tölvuna fyrr en Office dæmið er komið inn. Svo að nú býð ég eftir tölvugúrúinum mínum en þangað til stelst ég bara í tölvur hjá ættingjum og vinum
Annars var alveg yndislegt að koma heim í fjörðin fagra, mikið var ég hamingjusöm að sjá hann, fjöllin og allt bara og að sjálfsögðu var nú æðislegast af öllu að hitta einkasoninn eftir 10 daga. Og að sjálfsögðu yndislegt að lúlla í kojunni sinni í nótt
Var á svona smá þvælingi í borginni. Sigrún og co fóru norður í sumarbústað á föstudagsmorgun og ekki nennti ég nú að vera ein úti í rassgati bíllaus svo ég hringdi í eina góða konu sem ég þekki í Kópavogi og baðst griðar sem hún að sjáfsögðu veitti mér, erfitt að neita svona miklum ljúflingi eins og mér
En skólavikan fór vel af stað og hlakka ég voða mikið til, maður verður sjálfsagt þokkalega á kafi næstu daga að koma sér inn í allt hér á netinu og svo að sjálfsögðu að lesa heima í bókunum fyrir fyrirlestra vikunnar...
Góða nótt pepole og take care...
Flokkur: Bloggar | 26.8.2007 | 21:44 (breytt kl. 21:46) | Facebook
Athugasemdir
Gott að þú ert komin heim í heilu lagi og allt í gúddí. Þú verður svo dugleg að læra stelpa, alltaf gott að standa sig. Kær kveðja og eigðu góða viku framundan.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2007 kl. 21:47
Velkomin heim skvís. Það er alltaf gott að fara aðeins í burtu, og finna svo hversu gott það er að koma heim og vera heima. Góða nótt og gangi þér vel í öllu þessu námi!
Bjarndís Helena Mitchell, 26.8.2007 kl. 22:14
Velkomin heim aftur. Heima er alltaf best
Það eru nú líka svo falleg fjöllin þarna fyrir austan!
Huld S. Ringsted, 26.8.2007 kl. 22:48
Velkomin heim til þín Heima er best
Guðrún Þorleifs, 27.8.2007 kl. 11:22
Home sweet home,,,, hvergi betra að vera.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 20:19
Gaman að sjá síðuna þína, ég er líka á fullu að reyna að átta mig á öllu í tölvunni. Sjáumst
Erna á Hornafirði (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 23:48
Ég var að skila inn verkefninu í þroskasálfræðinni, ég er að springa, ég er svo montin, en ég ákvað að vera ekki fyrst að skila, Sonja var á undan. Það er allt búið að vera á fullu, ég að læra að læra og meiri háttar flutningar í gangi í húsinu, flestallir komnir með nýtt herbergi og ég komin með herbergi til að læra í. Bjartur er frá og með deginum í gær gestur á þessu heimili þegar hann kemur í skólafrí. En svona er gangur lífsins, Börnin eiga víst ekki alltaf sitt eigið herbergi í húsinu, alla vega ekki það stæðsta þegar þau eru að heiman í 10 mánuði á ári. Við þurfum að fara að heyrast vegna ritgerðarinnar. Ég sé ekki alveg hvenær við þurfum að skila henni. Heyrumst Klara.
Klara (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 07:05
Gangi þér vel með ritgerðina
Eva , 31.8.2007 kl. 01:28
Hallgrímur Óli Helgason, 31.8.2007 kl. 17:01
Öst, vest, hjemme er bedst, segir Danskurinn. Velkomin heim - kysstu Hólmatind og Hólmaborg frá mér og renndu hýru auga yfir Oddskarð og Svörtufjöll...... Gangi þér allt í hag og á besta veg!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 1.9.2007 kl. 01:12
Guðný mín, geri þetta með glöðu geði fyrir þig, elska þessi fjöll og allt hér í kring
Bjarney Hallgrímsdóttir, 2.9.2007 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.