Já já, alveg nóg að gera þessa dagana að læra á allt þetta læri dót og tala nú ekki um tölvuumhverfið WebCt Það get ég nú svarið að það er MJÖG flókið að læra á allt þetta og tala nú ekki um að hafa rétta draslið í tölvunni. Þurfa að vera rétt og BARA RÉTT forrit í tölvunni svo maður geti notað það, ekki nóg að hafa Java, nei, verður að vera rétta javað og því þurfti að henda út nýjustu útgáfunni af Java hjá mér og taka inn gamal Java sem stiður WebCT en held þetta sé nú allt að fæðast hjá manni.
Svo eru t.d. mörg mörg námsefni í einum fagi þannig að maður er út um allt WebCt að leita og svo að sjálfsögðu fullt af kennurum sem kenna hin og þessi námskeiðin í einu fagi... en well, þetta hlýtur allt að fara að koma hjá manni GET ALLT, VEIT ALLT, bara að hugsa svona uppbyggilega og þá kemur þetta hjá manni
Annars einkennast þessir dagarnir af skóla og miklum lærdómi. Ekki mikill tími til annars, jú, maður fer í vinnu, hendir sér í búð, eldar og þvær en guttinn minn er duglegur að hjálpa, hann hengdi út nokkrar vélar í dag þessi elska og tók úr uppþvottavélinni. Menn verða að vera duglegir að vinna saman þegar múttan er upptekin við annað Ef hann hefði ekki hengt út þá ´ætti hann engin hrein föt, svo þetta er allra hagur
Annars er ég í smá fílu sko, fór á leik með liðinu mínu, Fjarðabyggð,í gærkvöldi og þeir TÖPUÐU á heimavelli var svo svekkt að ég var að tapa mér en svo er nú líka töluverð gleði á heimilinu í dag, Liverpool vann stórsigur í dag þannig að gleði okkar tók nú kipp Maður er nú orðin fullorðin og á að vita að allt getur gerst í boltanum en það geta nú komið tímar sem maður verður pínu pisst en svo er það búið. Næsti leikur bara á dagskrá...
Ætla að skella mér norður á Akureyri helgina 14-16 sept. á fótboltamót með guttanum og hlakka ég ferlega til þess. Þetta verður samt pínu læriferð í leiðinni. Ég og önnur gella eigum að skrifa saman rannsóknarritgerð og erum við búnar að ákveða efnið en við ætlum að skrifa um hegðun foreldra í íþróttum barna sinna. Ritgerðin á að heita ,, Á hliðarlínunni". Erum búin að fá grænt ljós á þetta efni og verður mitt hlutverk ( ásamt auðvitað að skrifa svo ritgerðina með Klöru ) að spæja á línunni hvað þessir ,,blessuðu" foreldrar sem eru svona æstir segja, þannig að ég verð á öllum leikjum og punkta hjá mér, það verður örugglega fróðlegt. Hef að sjálfsögðu milljón sinnum orðið vitni af svona hegðun hjá foreldrum og alltaf blöskrar manni jafn mikið en í þetta sinn ætla ég að skrá það niður.
En, annars bara gott að frétta, sit í þessum töluðu(skrifuðu) orðum hjá Huldu vinkonu minni og hef smá yfirumsjón með börnunum hennar meðan hún þurfti að skreppa aðeins, búin að klára að skoða allt sem þarf að skoða í kvöld á WebCt þannig að ég ákvað að láta vita aðeins af mér Verð nú að viðurkenna það hér með allir bloggvinir mínir, ég hef nú ekki haft nokkurn tíma til að fara bloggrúnta hjá ykkur öllum en það kemur af því elskurnar. Bið bara æðislega vel að heilsa ykkur öllum bloggvinir mínir og verum ferlega góð við hvort annað, annars væri nú lítið gaman af þessu...
Síjú oll later enskan enn æðislega flott hjá mér eða hvað finnst ykkur...?
Flokkur: Bloggar | 1.9.2007 | 21:03 (breytt kl. 21:13) | Facebook
Athugasemdir
Takk Kristjana, er sammála þér, Webct-ið er ekki svo flókið, hef unnið smá á því áður en það eru bara svo margir kennarar með hin og þessi verkefnin inn á þessu, þannig að það fer töluverður tími í leit en það er búið að benda þeim á þetta og þeir eru í því núna að reyna að samræma þetta betur... og takk fyrir hughreystinguna...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 1.9.2007 kl. 21:15
Þetta virðist allt vera svaka spennandi bara, nóg að gera líka. Gangi þér vel í þessu öllu skvís og ekki gleyma að hvíla þig inn á milli...
Bjarndís Helena Mitchell, 1.9.2007 kl. 22:17
Gangi þér vel með námið skotta mín. Knús til þín og þinna.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2007 kl. 21:40
Jú, enska túngan þín er allnokkuð hipp og kúl. Good luck!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:09
lifi Apple
Einar Bragi Bragason., 6.9.2007 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.