Einstaklingsmiðað nám, hugsmíðahyggja, fjölgreindakenningin...

...samvinnunám, þemanám,útikennsla,atferlisstefnan  og ...., guð, það eru til svo margar kenningar um nám að ég er nokkurn veginn alveg að tapa mér í þessu.  Hver skyldi nú vera besta námsaðferðin?  Þær eru til svo margar sem eru svo "smart" LoL og þá langar mig nú helst að taka það "smartasta" úr hverri kenningu og smíða mína eigin.  Opin skóli, opið rými, opnar stofur.  Opin skóli, opið rými, það hljómar nú spennó, finnst ykkur ekki?  Allavega mér.  Eins og þetta var þegar ég var í skóla, þá voru kennararnir í hlutverki drottnarans og nemendurnir hljóðir þolendur.  Þessi kennsla fór að sjálfsögðu fram í lokaðri stofu og máttum við varla ræskja okkur, þá var manni hent út og beinustu leið til skólastjórans sem messaði yfir manni að vera ekki að trufla kennsluna með "óþarfa" masi Undecided já já, svona var þetta nú bara.  En í opnum skólum er lögð áhersla á að nemendur og kennarar vinni saman að áhugavekjandi, verðugum og heildstæðum viðfangsefnum.  Að nemendur séu virkir en hlutverk kennarans væri fyrst og fremst að hvetja nemendurna til dáða og vekja áhuga þeirra.  Einnig þarf að ganga út frá því að hvert barn sé einstakt ( nokkurn veginn stolið úr grein eftir kennarann minn Ingvar, en honum er örugglega sama, vill nú örugglega að allir viti hvað þetta er "smart"Devil )  Nú svo kenningarnar allar, nokkrar þeirra vinna saman í t.d. einstaklingsmiðuðu námi hér á Íslandi, eins og hugsmíðahyggjan, fjölgreindakenningin, fjölmenningakennsla, skóli fyrir alla og fleira.  Þetta allt býður svo upp á:  Fjölbreytt umhverfi, ábyrgð nemenda á eigin námi, skapandi starf af ýmsum toga, val og frumkvæði nemenda og fleira og fleira.  Mér persónulega finnst þetta alveg frábært og vildi ég nú svo óska að þetta gæti komist á sem víðast því gamli góði "páfagaukslærdómurinn" (atferlisstefnan) er löngu dautt fyrirbæri sem þó viðgengst alltof víða, því miður.  Svo er annað ferlega fyndið, mikið af þessu efni er að sjálfsögðu á ensku og þar eru notuð fræðiorð og sum orðin hafa hafa svo margar meiningar.  Individualization, individualized learning, individualized instruction o.s.frv.. þýða t.d einstaklingsmiðun, einstaklingsnám, einstaklingsmiðað nám... o.s.frv.  Er gjörsamlega lost í þessum ensku orðum en sem betur fer fáum við nú glósur um hvað helstu kenningarnar þýða.  Sem sagt voða spennó í skulen.  Tala svo frekar um ritun fræðitexta, samskipti og upplýsingalæsi síðar....

 Já, annars bara svona þokkó að fréttaSleeping  maður er að vísu orðin eins og svefnengill, lært alla daga þegar maður er ekki í vinnu og langt fram á kvöld.  Ætlaði að skutlast norður á Akureyri á morgun með einkasoninn á fótboltamót, allt ready hér á heimilinu og hjá guttunum hér á Esk, en nei, þá komu þau boð að allt í einu náðist varla í lið ( 11 stk. strákar)  af um 20 manna æfingahóp þá virtust bara eskfirðingarnir vera með það á hreinu að það væri sem sagt mót þessa helgiPinch  En svona er þetta þá bara, verð nú samt að segja að maður var nú ekkert voða hress og ég tala nú ekki um einkasoninn þegar við fengum að vita í gær að við færum ekki.  Ég var farin að hlakka svo til að fara loksins á mót en það verður víst að bíða betri tíma.

Ísland vann N-Íra í gær og það var nú bara töffInLove  Hamingja á heimilinu.  Svo næst síðasti heimaleikur  hjá Fjarðabyggð á laugardag og að sjálfsögðu mætir maður þar, ferskur eftir tveggja tíma íþróttanámskeið sem við í Austra (íþróttafélagið okkar hér á Esk) höldum fyrir 3-6 ára.  Erum búin að vera að koma því af stað síðustu daga og munum við einkasonurinn mæta kl. 10 á laug.morgun og aðstoða.  Guttinn minn verður að aðstoða íþróttakennarann á þessum námskeiðum ásamt annari stelpu.  Ég verð svo sérstakur ritari og gjaldkeri þvi þetta er fyrsti tími á laugardag og það þarf að skrá grísina litlu og láta mömmu og pabba borgaDevil  Þetta verður bara gaman.

 Og já, ég er víst að fara að blogga annars staðar, að skipan KHÍ, eigum að halda einskonar blogg á eitthverju sem heiti Elgg og mun ég setja link inn á hana hér á þessari síðu.

Fór á geggjað skemmtilegt leikrit s.l. laug.kvöld á Norðfirði, "Pabbinn" get nú svo svarið það að ég er ennþá með harðsperrur í mallanum, hló, eða réttara sagt grenjaði af hlátir í tæpa 2 tímaGrin Maður kannast við svo margt í þessu leikriti og því verður allt miklu fyndnara.

 Jæja, best að hætta þessu bulli og lesa meira um einstaklingsmiðað nám, opin skóla og það allt og svo að hlusta á fyrirlestur eftir það...

Góða nótt allir og góðan daginn allir hinirTounge og hafið það öll alveg ferlega gott krúttin mín þarna úti sem lesið þetta blogg...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Já, það er spennandi að spá í allar þessar kenningar. Ég get svosem sagt frá því að minn yngsti er í nýbyggðum skóla, Akurskóla, þar sem stofurnar eru opin rými, tveir árgangar saman um stórt rými og kennt er eftir "könnunaraðferðinni". Þá eru gefnir valkostir um námið, krakkarnir spyrja sjálfir spurningar og fá aðstoð í að leita eftir svörunum. Læra að læra, læra að skoða námsefnið út fyrir rammann ef svo má að orði komast. Að sjálfsögðu þurfa börnin líka að klára sig í þessu hefðbundna, en aðferðirnar eru skemmtilegar. Útbúnir eru alls konar leikir til að hjálpa þeim að njóta námsins t.d. 

Ég verð greinilega að sjá Pabbann, taka frá tíma í það. Góða nótt skvís og gangi þér vel í öllu þessu sem þú ert að gera.

Bjarndís Helena Mitchell, 13.9.2007 kl. 22:25

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já þetta er heldur betur spennandi allt saman. Ég hlakka til að sýna þér (þegar búið verður að velja) tillögur um Krikaskólann, nýja skólann okkar hér í Mosó, fyrir börn frá 1-9 ára. Þar er allt þetta inni og miklu meira .

kveðja úr Mosó

Herdís Sigurjónsdóttir, 14.9.2007 kl. 15:41

3 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Þetta hljómar vel hjá þér Herdís, þessi nýji skóli ykkar:)  og verður að segja mér frá honum þegar þar að kemur... og Bjarndís, þetta hljómar líka ferlega spennó hjá ykkur... er svo skotin í svona óhefðbundnu, vonandi bráðum bara hefðbundnu

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.9.2007 kl. 20:40

4 Smámynd: Huldabeib

Ég ekki skilja þú segja... skóli. Svona eins og ég senda barnin mín í til að passa fyrir mér??

Huldabeib, 14.9.2007 kl. 22:26

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér fannst nú reyndar ekkert að því að vera í barnaskóla 1963 og uppúr, kunni vel við agann og reglurnar, fengum líka að ólátast þegar það átti við.Mér finnst agaleysi í skólum til stórra vandræða og kenni að hluta foreldrum um, það þarf að aga barn frá fæðingu.  Vel agað barn sem veit hvað það má, er hamingjusamt.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 21:06

6 identicon

Hey, Badda bjúti....hvernig finnur þú tíma til að blogga....

 Annars, skemmtilegt að lesa þig..ha ha lesa þig, fyndið:)

Hlakka til að hitta þig eftir tvær vikur:)

Kveðja, Íris Árný

Hunangsbýflugan (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband