... og er EKKI út á djamminu En það er nú í góðu. Maður fer bara á djammið later, þegar minna er að gera í skulen. Er sem sagt mætt í Staðlotu (innilotu) 2 á þessari önn.
Nema hvað, fór á æðislegan leik í gær, Fjarðabyggð vs Grindavík og ekki að spyrja að því, þessar elskur unnu Grindavík og mikil fagnaðarlæti brutust út Bæði hjá leikmönnum og áhorfendum. Það kom svo í ljós nokkrum mínútum eftir að flautað var til leiksloka að Grindavík hafði náð efsta sætinu og þá brutust út mikil fagnaðarlæti hjá þeim, við klöppuðum nú alveg fyrir þeim þegar þeir fengu dolluna sína Erum nú svo geggjað prúð og kunnum alveg að samfagna. Það var reyndar frekar erfitt að horfa á seinni hálfleik og síðustu 10-15 mín. sá maður nú ekki alveg hvað var að gerast á vellinum, leikurinn byrjaði sem sagt 17.15,eitthvað sem maður er ekki alveg að skilja því ég held nú alveg að KSÍ viti að við höfum EKKI flóðlýsta velli hér fyrir austan. Það var raunar frekar fyndið að fylgjast með svona myrkra bolta, Grindvíkingarnir sáust heldur betur í myrkrinu því þeir voru í gulum treyjum.
Svo eftir leik þá var mér boðið út að borða með þessum elskum, sko Fjarðabyggðarliðinu. En mér var nú ekki alveg boðið einni, heldur stjórnum Austra, Þróttar og Vals og að sjálfsögðu lét maður þetta nú ekki fram hjá sér fara þetta var bara mjög skemmtilegt kvöld, nokkur heimatilbúin skemmtiatriði hjá strákunum, verðlauna afhending þar sem Rajko markmaður var valinn bestur og hann átti það nú svo 1000000X skilið, þvílíkt góður sem hann er. Hann á nú mjög stóran þátt í því að vel gekk hjá okkur. Hann fékk ekki nema 17 mörk á sig í sumar í fyrstu deildinni og sá sem kom næstur fékk á sig 27 mörk, þannig að Rajko er bara GÓÐUR markamaður, og til hamingju með þennan titil... Stebbi Bjarna var að sjálfsögðu svo valinn besti vallarstjórinn og átti hann það nú líka þokkalega vel skilið og fékk flotta dollu
Ég kom svo heim kl. 23.55 i gærkvöldi og fór beint í að klára verkefni sem ég átti að skila 30 september, ætlaði að vera búin að skila öllu áður en ég færi suður og það tókst. Var að læra til 4 í nótt og sofnaði svo ekki fyrr en 5 í morgun. Vaknaði svo upp úr 9, lærði meir, skutlaði Halldóri í íþróttaskólann og kíkti svo þar við á miðju námskeiði. Lærði svo meir og sendi inn rest af verkefnum í dag Búin að skila öllu sem átti að skila fyrir þessa innilotu.
Morgundagurinn í borg óttans mun einkennast af meir lærdómi, því eitthvað á ég eftir að lesa og hlusta á fyrirlestur fyrir næstu viku. En sundferð er nú samt fyrirhuguð og mjög stutt ferð í Kringluna, þarf að fara fyrir einkasoninn í Apple búðina og kaupa heyrntól fyrir I-podin hans. Nenni nú ekki að druslast í Kringlunni, er ekki í neinu búðarrápsstuði
Ætli ég láti þetta ekki duga í bili,,,, verð hér í borginni fram á föstudag en það flýgur maður aftur i fjörðin fagra
Bæjó allir og ENDILEGA ÞIÐ SEM KÍKIÐ HÉR INN, ENDILEGA SKRIFA Í GESTABÓK EÐA KOMMENT, ÉG VEIT SKO UM HAUG AF FÓLKI SEM KÍKKAR HÉR INN þessi fylgist með...
kv. Badda
Athugasemdir
Velkomin í bæinn. Vonandi gengur allt vel í staðarlotunni. Gangi þér sem allra best.
Bjarndís Helena Mitchell, 30.9.2007 kl. 11:58
Þegar þú setur upp þennan svip er eins gott að hlíða. Gangi þér vel.
Sóley Valdimarsdóttir, 30.9.2007 kl. 12:31
Gangi þér vel í borg óttans.. Ég er allvega búinn að finna þig í bloggheiminum..
Sigga Magga (IP-tala skráð) 1.10.2007 kl. 23:50
Áfram Huginn
Einar Bragi Bragason., 2.10.2007 kl. 00:46
Hæ skvís. Kærar þakkir fyrir góðar kveðjur. Ég er nú hálfgerð drusla ennþá en þó farin að kíkja blogghringinn og það er hressandi. Kær kveðja austur.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.10.2007 kl. 21:24
uhhh,,, þori ekki öðru en að gera innilitskvitt skvís, gangi þér vel.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 4.10.2007 kl. 11:57
Mig langar að þú komir heim
Huldabeib, 4.10.2007 kl. 22:12
Sælar, veit að þetta er ekki í lagi hjá mér með linkana, á eftir að reyna að laga þetta ásamt öðru, var bara að byrja, gott að geta bloggað einhverja vitleysu, því að nú erum við að fá beintenginu um borð, þannig að þá getur maður bullað eitthvað utan af sjó kannski, ef þú lítur á J. K. SU-111, þá sérðu stóra kúlu sem var verið að setja í aftur mastrið það er kúla sem gefur okkur beintengingu við gervihnött sem er fyrir síma. Ætla nú líka að reyna að setja inn myndir bæði að sjó og landi ef ég get lært á þetta bloggsistem
Grétar Rögnvarsson, 8.11.2007 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.