Home sweet home:)

Jæja, þá er maður komin heim í sveitina aftur og mikið er ég nú glöð yfir því Tounge.  Ég verð nú bara að vera hreinskilin, ég þoli ekki RVKCrying.  Púff, mér væri nú nokkuð sama þó ég færi aldrei til Rvk en maður verður nú víst að mæta í skulen, svo maður lætur sjá sig.  Skólinn gekk vel, æðislegt að hitta alla ,,krakkana" sem eru með manni í ,,bekk."  Við vorum svolítið mikið saman þarna í skólanum og fórum svo nokkrar ( fleiri sáu sér ekki fært að mæta) út að borða á Tapas barnum.  Það var alveg æðilsegt, maturinn góður og félagsskapurinn frábær.  Við sátum saman í 3 tíma, borðuðum og spjölluðum saman, æðislegt kvöld.  Við sem vorum mættar þarna ákváðum að þetta ætluðum við að gera í hverri staðlotu, fara saman að borða, það hristir okkur svo vel saman.  Annars erum við í D-hóp í skulen og það er bara eitt orð yfir þann hóp, dásamlegi hópurinnW00t  En já, borgin, ég ferðaðist um borgina í gulu stóru bílunum, s.s. strætó.  gott og vel með það, maður komst þó á leiðarenda mun fljótar en allir þeir bílar sem um höfuðborgina aka.  Þetta er að sjálfsögðu bara klikkun, bílalestirnar um kl. 8 á morgnana og svo aftur seinni partinn, þetta er nú ekki eðlilegt.  Ég gerði svona óvísindalega könnun meðan ég beið eftir strætó og hljóðar svarið við henni að nær undantekningalaust ferðast fólk eitt í bílunum, ekkert svona að taka með nágrannann eða samstarfsmanninn.  Ekki furða þó gatnakerfið sé að springa.  En eins og áður segir þá ferðaðist ég með þeim gulu og ekki var nú minni troðningurinn þarCrying og mjög svo geðillur gamall íslenskur kall að keyra alltaf þegar ég fór á morgnana.  Hann var nú extra grumpy alla daga en það er nú önnur saga.

Ég skutlaðist í Kringluna, svona c.a. hálftíma, í RL vöruhúsWhistling í c.a. 5 mín og á tvo aðra staði, svona c.a. 15 mín í þeim búðum.  Ég hefði ekki farið í neina af þessum verslunum nema ég þurti að útrétta fyrir kallana mína, þ.e. Halldór og pabba.  Fegin hefði ég nú bara verið ef maður hefði alveg getað sleppt búðum.

En skólinn gengur bara vel, alltaf nóg að gera.  Er núna að reyna að koma saman ritgerð með bekkjarsystur minni á Norðfirði, við skrifuðum smá saman fyrir sunnan, svo ætlum við að skrifa sitt í hvoru lagi í dag en reyna svo að hittast á morgun og koma henni saman.  Ég fór í framsagnatíma fyrir sunnan og guð minn góður hvað það var erfitt, að standa fyrir framan nokkra og flytja ljóð, svo næst að segja stutta sögu og í síðasta tímanum að segja frá fréttamanni.  Mér fannst nú erfiðast að lesa ljóðið, þurr í munninum og skjálftavaktin alveg á fullu en þetta hafðist nú allt og var í raun mjög gagnlegt.

Er búin að fá próftöfluna í hendur og já, fyrra prófið mitt er 7 des og það seinna 19 des.  Maður ætti því að hafa nógan tíma í lestur, óþarflega mikinn tíma kannski, hefði verið ljúft að vera bara búin 10-12 des en þessu ræð ég ekki svo maður bara tekur þessu með bros á vörWizard

 Jæja, best að fara á flug og koma eitthverju niður á blað varðandi ritgerðina okkar Klöru sem heitir því frábæra nafni Á hliðarlínunni og mun fjalla um æsta foreldra á hliðarlínunni, út af hverju láta þeir svona?  Okkar svar er það að þetta séu brostnar vonir og óheyrilegar kröfur. 

Bæjó....Police


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi þér allt í haginn með námið og til hamingju með að vera laus úr borginni, it´s scray.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.10.2007 kl. 17:20

2 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gangi þér vel

Spennandi verkefni hjá þér

Guðrún Þorleifs, 7.10.2007 kl. 20:19

3 Smámynd: Halla Rut

Voðalega talar þú illa um borgina okkar eins og við erum með traustan borgastjóra og samstíga borgarstjórn.

Halla Rut , 10.10.2007 kl. 19:14

4 Smámynd: Halla Rut

Bjarney, vegna þess sem þú skrifar á mitt blogg. Þetta hér að ofan er kaldhæðni og grín. Varð að skjóta þessu að með borgarstjórann að hann væri "traustur" þar sem hann er það greinilega ekki. Daginn sem ég skrifaði þetta var ég sérstaklega óánægð og í miklum vonbrigðum með það ég ásamt öðrum Reykvíkingum kusum yfir okkur.

Halla Rut , 14.10.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband