Já já, það kom að því, rokið er búið, í bili að minnsta kosti og hér hefur verið sumarblíða s.l. daga. Ekki amalegt að sitja í stuttbuxum úti að læra alla daga, or not, kannski ekki alveg stuttbuxur EN allt að því
Alltaf nóg að gera hjá kjéllu, það vantar nú ekki. ´Síðasta vika einkenndist svona mest megnis af lærdómi og meiri lærdómi ásamt því að passa litla gullmolann minn, Tristan Snæ, en hann var veikur og múttan hans þurti í sinn skóla á Nesk svo þeirri gömlu munaði nú ekkert um að hlaupa í skarðið og passa gaurinn. Hann var hinn prúðasti meðan frænka sat og lærði. Stundum lærði hann bara með mér, fékk blað og penna og krotaði og krotaði, bara æðislegur þessi moli
Í gærkvöldi héldum við svo fótboltaslútt fyrir flokk einkasonarins, hins gullmolans míns, og tókst það ferlega vel. Við vorum tvær mútturnar sem mættum með þeim ásamt þjálfara liðsins. Við sáum svo um að fóðra mannskapinn af mat og leik og ekki þótti þeim það nú leiðinlegt Svo kl. 9 var partýinu slúttað því gaurarnir þurftu að drifa sig á ball, Fjarðaballið en þá koma allir grunnskólar á Austurlandi saman og tjútta fram á nótt.
Í dag var það svo myndataka í íþróttaskólanum og svo heim að læra, bæta aðeins inn á Austrasíðuna okkar, en mo sér um hana. Þannig að maður bloggar víða, engin fær frið fyrir mér
Nenni ekki að tala um landsmálin,það geta allir séð það í sjónvarpi og lesið á netinu eða blöðum, þetta var svona síðbúin fréttafluttningur af kjéllunni á Costa del Eskó, þar sem lognið hlær svo dátt (þangað til norðanáttin fer að blása ) Já, og ekki nenni ég nú að tala um landsleikinn í dag, læt einn fylgja með sem segir allt sem segja þarf
Er orðin nokkuð þreytt núna og er að hugsa um að skella mér fljótlega í kojs
Bið að heilsa öllum, nær og fjær
kv. Badda
Flokkur: Bloggar | 14.10.2007 | 02:43 (breytt kl. 02:46) | Facebook
Athugasemdir
Kveðja til þín á Costa Del Eskó
Huld S. Ringsted, 14.10.2007 kl. 10:20
Lærdómskveðja úr Mosfellsbænum ...
Herdís Sigurjónsdóttir, 14.10.2007 kl. 10:29
Costa del Eskó
Jóna Á. Gísladóttir, 14.10.2007 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.