,,Hjólakast

Já gott fólk, ef ykkur langar til að koma og ,,keppa" í hjólakasti, þá er Dalbarð 6, Eskifirði staðurinnCrying

Svo ég útskýri nú hvernig þessi ,,keppnisgrein" kom til, ætla ég að rekja forsögu málsins.

Í hádeginu í gær þegar ég var að fara út á snúrur, og út að neðanverðunni, blöstu við mér öll hjólin á Dalbarðinu í einni hrúgu, 7 stk. takk, en ég hugsaði nú með mér; hvaða krakkavit... hafa nú verið að leika sér með að henda sjö hjólum í eina hrúgu, nema hvað, ég tók hjólin bara í sundur og reisti okkar hjól við, en við Halldór eigum þarna nýleg ágætishjól.  Ekki eru nú meiri eftirmálar með það þann daginn, EÐA HVAÐ?

Þegar ég vakna svo í morgun spyr einkasonurinn mig hvort ég sé búin að kíkja út og sjá hjólin en það hafði ég nú ekki gert, varla búin að ná stýrunum úr augum mér en kíki út og hvað haldið þið? JÚ 7 HJÓL OG 2 SLÁTTURVÉLAR SEM HÉR EIGA HEIMA, VORU ÚT UM ALLT Á TÚNINU HÉR FYRIR NEÐAN.  Ég alveg, what, hvað skeði og þá tjáði sonurinn mér það að eini karlkyns ábúandinn hér í Dalbarði, yfir 50 sko, gerði sér lítið fyrir og hennti öllum hjólum og slátturvélum um allt í gærkvöldi og varð sonurinn vitni af því.  Mín að sjálfsögðu ekki ánægð því ég er lítið gefinn fyrir það að fara illa með hlutina, þrusaði til þessa ábúenda hér í Dalbarðinu og fékk gudmorning fyrirlestur um það að sonur minn geymdi hljólið alltaf upp við húsvegginn og þá var ekki hægt að mála gluggann!!! Halló, var verið að mála kl hálf ellefu í gærkvöldi?  Efast um það...

Anyway, mín var nú ekki sátt, bað fólkið um að týna upp hjólin en fékk þvert NEI svo mín fór bara á efri hæðin og hringdi á policePolice og takk fyrir gudmorgning, ætla að kæra þau.  Ég meina, er ekki í lagi með fólk, hjólin um allt tún og niður í brekkur og slátturvélin sem býr hér líka, hún nú bara rúllaði yfir götuna og yfir í innkeyrslu í næsta húsi fyrir neðan...

Þannig að, hér eru nú stundaðar íþróttir af ýmsum toga og

ef dót nágranna þíns er fyrir þér, þá bara hendir þú/þið/ég því út á túnWhistling

En þetta var sagan af hjólakastinu mikla.  Þeir sem eru á Esk eða nærsveitungar, endilega komið og skoðið, hjólin verða til sýnis næstu dagaWink  Áhugasamir geta einnig skoðað myndir frá þessu ,,íþróttamóti" með að fara í albúm og velja möppu ,,Hjólakast"

NjótiðCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huldabeib

Ok....

 Gæti verið að hann sé bara svona listhneigður greyið og hafi stillt þeim hljóðlega upp í þennan listgjörning?? Ekki getur það verið að maðurinn sé svona sterkur??

Huldabeib, 14.10.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Bjarney Hallgrímsdóttir

Já það er ALLTAF fjör í Dalbarðinu allavega og KANNSKI var hann bara að gera gjörning, hvað veit maður, ekki skildi ég hann þegar ég reyndi að tala við hann í morgun

Bjarney Hallgrímsdóttir, 14.10.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Skemmtilegur nágranni sem þú átt

Huld S. Ringsted, 14.10.2007 kl. 22:19

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Lífið er greinilega skrítið í Fjarðabygggggggggð

Einar Bragi Bragason., 15.10.2007 kl. 00:13

5 identicon

Ég er fullviss um að þetta hafi átt að vera gjörningur þegar ég sá myndirnar,
sérstaklega þessi með umkomulausu sláttuvélinni í innkeyrslunni hjá nágrannanum. 

Klara (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 15:48

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Úffí púff, erfiðir svona grannar. Alltaf vont að búa nálægt pirruðu fólki. Vona að þetta lagist.  Hafðu það gott dúllan mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.10.2007 kl. 00:44

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Greinilegt á þessu að það er mismunadi hvernig fólk leysir málin og tjáir sig.

Slæmt þegar fólk getur ekki tjáð sig með orðum... 

Vona að þér líði vel

Guðrún Þorleifs, 16.10.2007 kl. 06:50

8 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Ég veit ekki en allt í einu fór ég að raula lagið úr Nágrönnum

Sóley Valdimarsdóttir, 22.10.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband