Maður er bara búin að taka lit, orðin kolsvört eftir blíðu síðustu daga, snjóbuxurnar sem ég notaði í síðustu viku hafa vikið fyrir stuttbuxum sem hafa verið í fullri notkun síðustu daga OG ÉG ER EKKI AÐ DJÓKA, 15-18°c hiti síðustu 2-3 daga.
Búin að vera frábær dagur, dagur 1 í lærdómsleysi síðan ég byrjaði í KHÍ, að vísu svona hálftími í dag en svo búið, bara úti að dúllast í góða veðrinu og huggó.
Fór svo á fótboltamót á Reyðó í dag þar sem einkasonurinn var að keppa, stóðu sig eins og hetjur þessar elskur, svo duglegir gaurar. Kvöldið hefur svo einkennst af göngutúr hér í dalnum, léttklædd, og heimsótt nokkra vini, var búin að ákveða lærdómslaust kvöld og ef ég hefði verið heima hefði ég sennilega ÓVART dottið inn á síðu KHÍ og farið að hlusta á fyrirlestur eða lesa eitthvað, svo maður demdi sér bara í kvöldgöngu og heimsóknir í dalnum, mjög nice
Ástandið í ,,Írak" svona lala, en viðunandi, spurning hvenær næsta bomba fellur, never now Maður á svo sem von á öllu
Jæja, best að koma sér úr stuttbuxunum og fara að skríða í kojs, læridagur á morgun, en maður situr að sjálfsögðu bara á svölunum með skólabækurnar og kannski bara 1 öllara, hehe
Flokkur: Bloggar | 21.10.2007 | 00:03 (breytt kl. 00:05) | Facebook
Athugasemdir
Er þorandi að vera í stuttbuxum í Írak, er ekki vissara að vera í skotheldu??? kær kveðja til þín og vertu dugleg að læra stelpa.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 22:51
Er sko líka í skotheldu og takk fyrir góðar kveðjur, er alltaf að læra
Bjarney Hallgrímsdóttir, 23.10.2007 kl. 09:23
He he það er gott að búa í Fjarðabyggð..Írak
Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.