Jæja, er ekki komin tími á að við hér á Eskifirði stofnum íbúasamtök-hagsmunasamtök fyrir Eskifjörð. Mikið hefur verið rætt og spjallað hér á síðunni hjá Kristjönu bloggvinkonu minni http://kristjanag.blog.is/blog/kristjanag/ . (Fjarðabyggð...hvað er eiginlega málið...)
Endilega lesið þetta og commentin líka.
Á öðrum stað í bloggheimum má svo líka lesa þetta:
http://gretarro.blog.is/blog/gretarro/ og skoða commentin líka...
Ákveðin maður hamrar á því á báðum stöðum að ég sé í íþrótta-og tómstundaráði og er það bara alveg rétt hjá honum... EN opnunartími sundlaugarinnar var ekki ákveðin af okkur og veit ég bara ekki hver ákvað þetta... Hef ekki fengið svör frekar en fólk sem sendir inn fyrirspurnir á vef Fjarðabyggðar
Menn eru ekki á eitt sáttir hérna á Eskifirði og því er kannski komin tími á að stofna hagsmunasamtök hérna á Eskifirði.
Spurnig hvað verður gott fólk... auglýsi hér með eftir fólki sem hefur áhuga á þessu...
kv. Badda
Flokkur: Bloggar | 10.11.2007 | 13:25 (breytt kl. 13:33) | Facebook
Athugasemdir
Inn á vef Fjarðabyggðar eru svör við öllum fyrirspurnum, þú ýtir á + og þá birtast svörin. Ég styð íbúasamtök á Esk.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 11.11.2007 kl. 12:07
Veit það alveg Gummi minn, það er hins vegar spurning hvenær þær fyrirspurnir komi þar inn sem fólk hefur verið að senda inn upp á síðkastið er varðar opnunartíma sundlaugarinnar..., ekkert komið ennþá allavega
Bjarney Hallgrímsdóttir, 11.11.2007 kl. 16:50
Ég styð það að hagsmuna- og íbúasamtök mættu alveg líta dagsins ljós hérna á milli fjallanna líka.
Huldabeib, 11.11.2007 kl. 20:53
OK Badda, ég hélt að þetta birtist jafn óðum, ég skal athuga það.
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 11.11.2007 kl. 20:55
Gangi þér vel með þetta. Knús
Bjarndís Helena Mitchell, 11.11.2007 kl. 23:46
Sæl elsku kerlingin mín, mér leiddist og vinur minn google benti mér á þig Ég sé það er bara hasar á heimavelli.
Kveðja úr Fjallabyggðinni fjögru.
Vala.
Valan, 19.11.2007 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.