og takk fyrir það gamla
Sit hér alveg að niðurlotum komin, fyrsti skóladagurinn í dag og var skólinn AÐEINS frá 8.30-16.30, það er alveg ágætt sko miðað við að maður hefur sofið svona þokkalega hálfan sólahringinn eða svo síðan síðasta próf kláraðist 19 des s.l. Eða allavega var maður búin að snúa honum vel við sólahringnum... svo var maður svo ægilega spenntur að byrja í skulen að ég var vöknuð fyrir 6 í morgun...oj, það á að banna svona langan skóladag eftir jólin
Á miðvikudaginn næsta er ég búin að vera í hálfan mánuð í bænum og ég get svo svarið það að ég er komin með gubbuna upp í háls á bara voðalega erfitt með að vera hérna svona lengi en ég kemst heim um næstu helgi ætla að keyra á Akureyri á laugardeginum, þó svo það snjói eldi og brennisteinum og svo heim á sunnudag, heim ætla ég um helgina góðir hálsar
Útsölur bæjarins hafa svona nokkurn veginn bara farið fram hjá mér og er mér bara þokkalega sama, fór að vísu með einkasyninum í Smáralind á laugardag og var með honum í 2 tíma og var ég alveg þokkalega búin að fá gubbu á þessu öllu. Ætla að skreppa í Ikea í fyrramálið kl. 10, hef þá staðföstu trú að það verði ekki margir þá... þarf að kaupa tvo hluti...
En jæja, best að læra aðeins í félags-og skólasögu og læra betur eina þjóðsögu eða svo....
See yoooooooooooouuuuuuuuuu
Athugasemdir
Sæl og velkominn á bloggið aftur. Gleðillegt ár dúllan mín. Mikið skil ég að þú sért komin með upp í kok af borginni, ég þoli varla við einn dag, jú einn dag í einu, helst með viku millibili, færi ekki nema einu sinni í mán. ef pabbi væri ekki einn. Gangi þér vel austur og farðu varlega skottið mitt.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.1.2008 kl. 21:33
Hafðu það gott það sem eftir er vikunnar, gangi þér vel í skólanum og já, Ikea er að öllum líkindum nánast mannlaus á þessum tíma. Góða ferð heim um helgina
Bjarndís Helena Mitchell, 8.1.2008 kl. 10:37
Gleðilegt ár og gangi þér vel í náminu. Reykjavík er líka yndisleg borg, ekki gleyma að horfa á það sem er fallegt og gott, þá missir þú af því
Ha ha... IKEA kl 10 ? Er virkileg búið að opna búðina þá
Gangi þér vel heim
Guðrún Þorleifs, 8.1.2008 kl. 13:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.