Allt komið á fullt í skólanum...

Nóg að gera í skólanum og voða gaman að hitta alla ,,krakkana" aftur. Ný og spennandi námskeið framundan, Inngangur að samfélagsgreinum og Félagsfræði og skólasaga, þessi námskeið líst mér voða vel á en svo er eitt námskeið í viðbót, Talað mál, og það finnst mér nú ekki eins spennandi...hljóðfræði og svoleiðis...er lítið spennt fyrir þessu námskeiði en maður verður nú víst að taka það og þá bara gegnir maður þvíWink Er búin að vera í framsögu tímum núna í vikunni, fyrst að lesa kafla upp úr bók, næst að segja þjóðsögu, svo að búa til ræðu og flytja hana og svo í dag þá á ég að fara með ljóð. Mér hefur gengið svona þokkalega í þessum flutningi nema ég gleymi víst alltaf einu... og það er að anda, hummmm, eins og ég andi nú ekki Shocking Jú jú, ég anda nú alveg þegar ég flyt þetta en ég gleymi víst alltaf djúpöndunni en það er nú sennilega stressið sem er að fara með mann þar, ég var aðeins skárri í gær með það heldur en daginn áður svo þetta kemur allt.

Er flutt í þriðja skiptið síðan ég kom í bæinn þann 26 des. s.l. Er nú komin í Hafnafjörðinn til Sigrúnar og Tristans og það er mjög fínt að vera hérna, líður vel hérna á Völlunum, það er eins og maður sé komin út í sveit, lítil umferð sem maður verður var við. Að vísu er hel... langt að keyra í skólann en maður bara tekur því... það er ekki á allt kosið hér í borginniCool Annars er alveg á sama tíma hvenær maður er á ferðinni, það er alltaf traffík dauðans hér í borg og maður er nú pínu skelkaður bara að keyra... en þetta venst.

Er búin að fara í nokkrar verslanir hér í bæ síðustu daga og þá hefur maður skutlað sér á morgnana þegar mjög fáir eru á ferð í þessum búðum og það er ljúft, fínt að fara þegar fáir eru...

Stefnan tekin á Akureyri á laugardag og heim á sunnudag, djö... verður það ljúft að komast heim í sveitina, í fjörðinn fagraWizard

Það var skrifað inn á comment ´hjá mér í síðustu færslu að Reykjavík væri nú líka falleg, ég mætti ekki gleyma því... en sorry bara, ég hef nú litið séð af fegurðinni í bílaumferð dauðans, skítugar götur, mannlífið svona upp og ofan í miðbænum og það finnst mér nú ekkert sérstaklega flott. Er búin að fara víða um borgina s.l. hálfan mánuð og hef ekki séð margt sem mér finnst fallegt hér, jú, Hallgrímskirkja er mjög falleg, var þar í mjög fallegu brúðkaupi 29. des en þá held ég að það sé upptalið sem mér finnst fallegt hérna. Brjálað rok og rigning í marga daga þannig að ekki sást út úr augum. Fór upp í Öskjuhlíð á gamlársdagskvöld og ætlaði að njóta útsýnis þaðan um áramótin en það var svo brjálað veður að það var nú ekkert mjög frábært, að vísu sá maður í allar áttir þaðan flugeldana en ég fór þangað aðallega með útlendingana mína tvo sem ég var með, ásamt einkasyninum auðvitað... en það var sama sagan þar og annars staðar, maður ætlaði aldrei að komast þaðan burt aftur. Ég verð líka að bæta svona við í restina að mér finnst flestir reykvíkingar ferlegir dónar í umferðinni og fæstir vita hvað það er að gefa fólki ,,séns,,. Ég geri þetta alltaf en hvað fær maður, maður ætlar að hleypa einum fram fyrir sig en hvað gerist... jú, lágmark þrír bílar troða sér með... og maður verður svo gapandi hissa að maður kemst varla af stað aftur.

En jæja, ætla að láta þessu morgunbloggi lokið, maður alltaf samur við sig, vaknaði kl. 6 í morgun... og svo er maður eins og ungabörnin, sofnaður kl. 10 á kvöldinTounge

Seeeeeeeeeeeee youuuuuuuuuu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Hahaha.........ég vil fá þig á þing Badda mín, auðvitað er Reykjavík líka falleg ef..............................................maður hefur ekki komið neitt annað.

Gangi þér vel í skólanum.

Kveðja úr Skurðinum fagra.

Valan, 10.1.2008 kl. 08:39

2 Smámynd: SigrúnSveitó

Fjörðurinn FAGRI, þú veist að það er Norðfjörður!!!  hehe María sys. skilur ekki að ég vilji ekki búa í 740 Paradís...

SigrúnSveitó, 10.1.2008 kl. 09:33

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ skvís.  Ég á bæði systir og dóttir á Völlunum, dóttirin er alsæl og er með tvö börn í skóla þarna sex og átta ára, en systir mín sem er sextug og búin að búa þarna í eitt ár er að bilast.  Er búin að seta á sölu og er á leið í Kópavoginn, hún segir að það nenni enginn suðureftir, var búin að segja henni þetta, en hún trúði mér ekki.  Góða ferð og farðu varlega.

p.s. Reykjavík er stundum falleg, en hún er að verða eins og monster umferðalega séð og svo er fólk orðið svo egosentrískt í umferð og samskiptum t.d. í verslunum og þess háttar, þoli það ekki.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 20:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband