Nóg að gera í dag...

Þá er það Þorrablót Eskfirðinga í kvöld og ætlar ,,stelpan" að skella sér á djammið, borða nógu mikið af súrum og úldnum mat og sérstaklega mikið af hákarli og rúgbrauði Cool ummmmm. Kannski að maður skelli svona eins og einum bjór eða svo (hummmmm) í andlitið á sér Wink

Nú, svo er stórleikur í Höllinni okkar í dag, strákarnir okkar, hér í Fjarðabyggð sko, mfl. kk í fótbolta ætlar að taka á móti KR-ingum í dag, í stórleik, og ætla okkar menn að kenna þessum slubbertum úr  vesturbænum fótbolta Tounge Þannig að maður skellir sér að sjálfsögðu þangað líka... gaman gaman. Má bara ekkert vera að því að vera í skóla, allavega ekki í dag...er að vísu búin að vera að læra í morgun og maður lærir fram að leik, en svo verður tölvu-og bókum lokað.

Búið er að skipa í nýjar nefndir hér í Fjarðabyggð og hélt sú gamla sínu sæti í nýju stóru nefndinni, menningar-íþrótta-og ferðamálanefnd, og verður bara spennandi að takast á við það. Er nú nokkuð viss um það samt að þetta eigi eftir að verða langir fundir, þar sem við vorum yfirleitt um 2 tíma í gömlu íþrótta-og tómstundanefndinni, en þarna bætast alveg við ferða-og menningarmálin, en það er bara í lagi,  er mjög ánægð með að ég sit áfram í þessari nefnd.

Já, handboltinn, þarf nú ekki að fara morgum orðum um hann en ég stend samt sem áður að fullu með strákunum okkar, það er bara vandamál með okkur íslendinga, við gerum svo brjálaðar kröfur alltaf til alls, ætlum að massa stórþjóðirnar bæði í fót-og handbolta, og að sjálfsögðu erum við í líka alltaf að fara að vinna júróvision, áður en haldið er af stað út í júró, þá er strax verið að pæla hvar við getum haldið keppnina að ári, því jú, við erum að fara að vinna... svona bara erum við, brjáluð stemmingsþjóð - og það er kannski bara ekkert að þvíWizard einhvern veginn verðum við að lifa af þessa vist hérna á klakanum og það er bara ekkert betra en að fara í brjálað stuð og styðja sitt fólk - með tilheyrandi væntingum - en þetta kemur allt. Áfram ÍslandInLove

Að lokum - sonurinn kominn á hækjur - svona eru nú íþróttirnar - var tæklaður 2x á sama ökklann á innan við hálfum sólahring, þannig að hann er illa tognaður og getur því ekki keppt á næsta móti um næstu helgi og óvíst með mót á Akureyri eftir 3 vikur... mjög leiðinlegt að hann skuli vera dottinn út út af svona hel.... vitleysuPinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða skemmtun elskið mitt, ég er líka að fara í skemmdan mat í kvöld :):) kallinn minn segir það allavegana, en það er nógu mikið af góðum mat með nú til dags svo hann fær magafylli.

 Dance 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.1.2008 kl. 16:26

2 Smámynd: Ómar Ingi

Eskifirði bið að heilsa Trausta Reykdal

Ómar Ingi, 26.1.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband