...með tilheyrandi. Allt á kafi í snjó, smá ófærð hér og þar innanbæjar, bílar fastir hér og þar...en bara gaman að torfærast aðeins í snjónum Hér hefur skóla ekkert verið aflýst, þó að það hafi verið pínu vont í morgun, þá komu sum börnin bara aðeins of seint, það þurfti jú að moka bílana út og sollissssssss, en það verður nú engum meint af því... allt í gúddí með það þó nokkur komi of seint vegna ófærðar, þau mæta þó.
Fínt að hafa nóg af snjónum, bara alveg elska það sko, EN það er kannski fullmikið frost með þessu, einhver 10-11 stiga frost hér og vindur og þá er frostið nú komið í hel... mikið... en, við búum jú á Íslandi er það ekki, og þá er nú bara að skella sér í kuldagallan, lopahúfuna, lopavettlingan og kuldaskóna og drífa sig út.
Sniðugt, ég var á fundi í kvöld og tók svo eftir því út um gluggan að það voru nokkrir krakkar að byggja stærðarinnar snjóhús og ég viðurkenni það alveg, ég datt aðeins út á fundinum, því mig langaði svo óskaplega út að leika með þeim og hjálpa við snjóhúsa bygginguna Maður var nú ekki búin að byggja ófá snjóhúsin hér í denn og göng á milli húsa og alles, svo sat maður með kerti, hafði með sér harðfisk sem pabbi bjó til á sjónum og djús og gat setið endalaust, þetta voru svo sannarlega ljúfir tímar í snjóhúsunum mínum
Það er sko aldrei að vita nema maður skelli sér á næstu dögum í byggingu, verð bara að finna einhvern krakkahóp sem nennir að hafa eina ,,gamla" með í byggingu.
En látum þetta gott heita og góða nótt allir og sweet dream......
Athugasemdir
Oh...Badda ég datt út við að lesa þessa snjóhúsafærslu þína, varð 10 ára um stund - man þetta eins og það hefði gerst í gær nesti og kertaljós í snjóhúsið
Það nenna sko allir krakkar að hafa eina "gamla" með held að vandamálið sé frekar á hinn veginn þ.e.a.s. erftitt að finna einhvern fullorðinn sem gefur sér tíma í svona. Mér finnst þetta æðislegt líka og gott ef ég dríf ekki bara orminn minn með út á eftir.
Annars lítur maður út eins og meðal Pólarbjörn þegar maður er kominn í óveðursgallann hrikalega flott
Í Skurðinum er allt komið á kaf og búið að opna skíðasvæðið þannig að nú fer maður að pakka niður í nestispokann þar sem næstu helgum verður vonadi eytt í Norðlensku ölpunum, skíðasvæðinu á Sigló.
Valan, 2.2.2008 kl. 12:05
Þoli ekki Snjó nei leið´rétting ég HATA Snjó , en hann má vera í Massavís uppí fjölum en alls ekki í borgum og bæ takk fyrir.
Ómar Ingi, 2.2.2008 kl. 20:27
Þú hefðir þá átt að skella þér til okkar... það var búið til eitt heljarinnar snjóhús hérna fyrir utan útidyrnar og svo komu allir inn í heitt kakó og nýbakaða kanilsnúða og ostahorn. Kerlingunni langaði út en skrokkurinn leyfði ekkert snjóbrölt í bili.
Huldabeib, 3.2.2008 kl. 01:11
Gat nú verið að Ómar væri búinn að troða inn sínum snjóhatursskoðunum, við verðum að stoppa drenginn !! ég elska snjó og ég er viss um að ég hef byggt fleiri þúsund snjóhúsa á fyrstu 10 árum ævi minnar. Hafðu það gott yndið mitt
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:03
Þú ýtir á takkann: "bernskuminningar frá Eskifirði, kafli 8: snjór & frost." Og það er fjarskalega gaman!
Fádæma góðar kveðjur í fjörðinn fagra.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.2.2008 kl. 21:30
Hæ, hæ Badda,
Ég bara vissi bara alls ekki að þú værir með blogg, ér er svo mikið eftir á stundum! En núna veit ég af þessu þannig að nú þarf ég að fara að fylgjast með!
Kveðja,
Lína
Lina Ara Marl (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.