Frábær laugardagur

Á laugardagsmorgun þá var ég leiðbeinandi í leikjanámskeiði hjá Austra, í íþróttahúsinu og það var alveg ferlega gaman, langt síðan ég hef leikið mér svona mikið í 2 klukkutíma í einu, og í allavega leikjum. Í allavega tækjum, nokkrir leikir voru  og fótbolti, alveg frábært bara, með unga á aldrinum 3-6 áraSmile Sonurinn og stelpa úr 10 bekk voru með mér og voru þau ferlega dugleg líka í allavega leikjum, og í öllu sem við gerðum þarna. Það var reyndar svo gaman hjá litlu ormunum að það þurfti að bera 2 litla 4 ára gaura út, þeir ríghéldu sér í eitt markið og ætluðu sko ekki heim Grin Yndislegir bara.

Svo á laugardagskvöldinu var ég með um 30 unglinga úr félagsmiðstöðinni, en ég var að leysa frænku mína af, þannig að ég og önnur stelpa hér í bæ tókum að okkur að fara með krakkana yfir á Nsk á söngvakeppni SamAusT, en félagsmiðstöðvar hér á Austurlandi taka þátt í henni og svo fara sigurverarar, 1,2 og 3 sæti suður á Samfés. Nema hvað, að þetta var bara æðislegt. Ég spurði reyndar einkasoninn áður en ég svaraði frænku hvort ég gæti leyst hana af, hvort honum væri sama að ég yrði þarna, og að sjálfsögðu var honum nett sama.Cool Það eru ekki nema 4 ár síðan ég var sjálf forstöðumaður, þannig að þetta rifjaðist fljótlega allt upp og var alveg ferlega gaman. Hormónaflæðið að sjálfsögðu alltaf á fullu á þessum árum en það er bara gaman af því, öll voru krakkarnir til fyrirmyndar og æðisleg. Eftir söngvakeppnina var svo ball og skemmtu krakkarnir sér frábærlega til klukkan rúmlega 12 en þá kláraðist ballið. Vorum svo komin heim um 1 leytið.

Annað fyndið, frænka mín sem er með félagsmiðstöðina, hún var að halda upp á tvítugsafmælið sitt í gær og var búin að segja mér að koma við þegar við kæmum frá Nsk. Nú, ég var að sjálfsögðu ferlega svöng eftir 6 tíma, svo ég kom við og fékk þvílíkt gott að borða og drakk bara appelsín með. Þarna hitti ég haug af ,,krökkum" sem ég var sjálf með í félagsmiðstöðinni og var verið að rifja upp ýmislegt sem við brölluðum saman, mikið hlegið og gaman. Guð, það er svo gaman að því þegar maður hittir fyrrum skjólstæðinga sína, að finna það að þau eru enn svona miklir vinir mínir, það er alveg yndislegt baraInLove

Sem sagt frábær laugardagur, ja, nema eitt, en það þurfti að sauma soninn 3 spor í puttann eftir leikjanámskeiðið, en hann klemmdi sig svolítið illa og það sprakk fyrir á einum putta hjá honum þegar verið var brasa við körfuspjöld í íþróttahúsinu, alltaf eitthvað smá djamm með hann þessa elskuDevil heldur þeirri gömlu alveg við, að fá svona nett sjokk annað slagið, en pumpan virkar allavega vel í manniTounge 

En nú tekur við leiðinlegur sunnudagur, á eftir að læra slatta í hljóðfræði og er að fara að hljóðrita haug af orðum, verð sennilega í því í dag og tek svo heimapróf no 2 á morgun, þannig að sunnudagurinn toppar ekki laugardaginn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Greinilega gaman hjá þér í gær. Vonandi verður samt sunnudagurinn ágætur líka.

Kær kveðja Sóley 

Sóley Valdimarsdóttir, 17.2.2008 kl. 15:29

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alveg snilld. Viss um að sunnudagurinn er líka góður.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2008 kl. 16:23

3 Smámynd: Ómar Ingi

Nice

Kvitt

Ómar Ingi, 17.2.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband