Ekkert hús en kannski hundakofi...

Já já, nú er maður búin að vera að skoða í kring um sig, íbúðir og lítil hús að kaupa, búin að skoða 2 íbúðir og 3 lítil og sæt hús. Mér leist nú svona ágætlega á eitthvað af þessu og eftir mínum útreikningum, þá átti ég alveg að ráða við að kaupa mér en eftir að vera búin að fara í gegnum greiðslumat hjá Íbúðalánasjóði,  þá er niðurstaðan sú að ég gæti keypt mér hundakofa, svona 10 fermetra eða svo. Er að hugsa um að kaupa bara einn svoleiðis, það komast 2 rúm, klósett og kannski lítill vaskur og eldhúshella. Allavega miðað við greiðslumatið sem ég fór í gegnum, þá er það ekki mikið meir en hundakofi. Gæti kannski fengið að setja kofann á sólpallinn hjá pabba og Ingu, þá væri maður nú með flotta verönd, nú eða kannski í garðinn hjá Ástu sys, ´hann hýsir alveg 10-20 fm2 kofa

En samt skrítið með að fylla svona út á netinu, það er bara gefnar upp staðlaðar tölur og maður notar þær... og allt í lagi með það, nema að ég get t.d. hvergi sett inn það sem ég er að borga í leigu og svoleiðis núna og mínusa það þá frá áætlunnini, ekkert svoleiðis í boði.

Ég reyndar fyllti allt mjög samviskusamlega út í gær, taldi til allar krónur sem mögulega var að finna, smá aukalán í banka og sendi. Nokkrum klukkutímum eftir að ég sendi fæ ég svar,,þú hefur staðist lánshæfi,"  og vá, það var mikil hamingja á heimilinu, í smá stund eða eins og yfir eina nótt eða svo. Sem betur fer bað ég einn ágætan mann hér í bæ fara yfir þetta allt fyrir mig, og viti menn, ég stóðst engan vegin greiðslumat, eða jú, það kom fram þarna aftast að ég gæti keypt fyrir x upphæð...og samkv. mínum útreikningi gæti það verið 10-20 fm2 hundakofi /kofi. Þannig að, hér verð ég um aldur og ævi, svo það er spurning hvenær ég verð send í svona stórt hús, yfirleitt hvít og fæ svona hvíta treyju sem er hægt að binda hendurnar fyrir aftan bakCrying

Ekki er um aðrar íbúðir til leigu á Eskifirði í félagslega kerfinu og það er ekki alveg fyrir hvítan mann (alls ekki kynþáttafordómar, segi nú bara svona) að leigja á því verði sem sett er á almennan markað hér... þannig, er reyndar mjög niðurdreginn núna, eiginlega bara ofsalega og í nærri fyrsta skipti á ævinni finn ég fyrir miklum vanmætti að vera öryrki og geta enga björg mér veitt, bara upp á félagskerfið og leigu áfram, spennandi eða hitt þó heldur. En það þýðir víst ekki að hugsa svona, ég verð bara að reyna eins og ég get að jafna mig á þessum vanmætti og halda áfram...það hafa svo sem dunið yfir mig áður ýmis áföll og nokkur mikið verri og ég hef alltaf staðið keik eftir það, þannig, nú fer maður bara að reyna að komast á réttu brautina aftur...

Get allt, veit allt (ekki samt alveg allt) geri allt miklu betra en fúll á móti (sumt allavega)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ en hvað mér þykir leiðinlegt að heyra þetta. Það er notla ekkert eðlilegt verð á íbúðum þarna heima í augnablikinu...það er aldrei að vita nema það breytist í nánustu framtíð...bannað að gefast upp...þú ert svo sterk og dugleg!

Knús frá Texas,
Lína

Lína Marl (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 03:46

2 Smámynd: Valan

Mundu samt þú getur allt og hefur svo sannarlega sannað það fyrir sjálfri þér og öðrum Badda mín, það kemur örugglega sá tími að þér verður gert kleift að kaupa þér þína eigin íbúð jafnvel stærri en hundarnir lúlla í.

Valan, 22.2.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Ekki gefast upp, ég var í nákvæmlega sömu sporum og þú, en þegar bankarnir fóru að lána, og ég skellti mér í greiðslumat, gat ég allt í einu keypt íbúð, í ódýrari kantinum, ég ein og sjálf á örorku! Komst inn á markaðinn, í gamalt timburhús á nokkrum hæðum (íbúðin efri hæð og ris), en það var mitt. Núna er ég komin í einbýlishús, keypti á hárréttum tíma og náði að fá verulega sanngjarnt verð.

Vertu bara með augun opin, á markaðnum. Þetta getur alveg breyst, íbúðarlánasjóður gæti breytt reglunum og tölunum þér í hag, það er aldrei að vita.

Knús frá mér, þú ert svo sterk og dugleg. Það hlýtur að opnast fær leið fyrir rest, ekki trúa neinu öðru

Bjarndís Helena Mitchell, 22.2.2008 kl. 08:56

4 identicon

Líkt og Bjarndís segir, ekki gefast upp, þinn tími mun koma. Ég var ein fyrir 7 árum síðan, tókst að gera mig skuldlausa, átti engar eignir en keypti íbúð eingöngu fyrir lánsfé. Núna á ég 15 milljónir í eigninni minni sem er metin á rúmar 30 í dag. Ekki verða þunglynd yfir þessu, tímar geta breyst og þá grípur þú tækifærið. Knús á þig ljúfust

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 09:43

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er viss um að það rætist úr þessu hjá þér, bíddu bara róleg, þó það sé líka erfitt, þetta kemur allt. Þín býður lítil draumahöll.  House 

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 14:58

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þú ert Leedsari ....og gefst aldrei upp.......sendi baráttukveðjur...svo ertu velkomin hingað

Einar Bragi Bragason., 22.2.2008 kl. 17:18

7 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Vona að það komist lausn á húsnæðismálinn fyrir ykkur.  Bara að trúa því Þá gengur þetta upp hjá ykkur.

Kær kveðja frá DK 

Guðrún Þorleifs, 22.2.2008 kl. 18:57

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gangi þér vel, kæri sveitungi, - kannski fer íbúðaverð að lækka á austurlandinu fagra??? Vonandi. Helgarkveðjur til þín.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 23.2.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband