Mikið er ég ánægð að loðnuveiðar eru hafnar á ný. Að sjómenn, landverkafólk og útgerðir fái þarna að veiða örlítið meir, þó ekki sé það mikið, en þá munar um hverja krónu fyrir fólkið sem hefur vinnu við þetta. Það er alveg nóg af loðnu í sjónum, það er bara spurning að þessi rannsóknarskip séu á miðunum þar sem loðnan er...ekki hinu megin á landinu, já eða þá í helgarfríi eða drífa sig í land, því það spáir brælu svona næstu daga... Halló, rannsóknarskip eiga að vera að mæla þar sem loðnu er að finna og vera út - ekki í einhverjum helgar eða brælufríum.
Þannig að nú hýrnar aftur yfir því fólki sem hefur vinnu af loðnunni og óska ég þeim innilega til hamingju með það - og kannski fer ég að finna góða lykt aftur en mér finnst lykt af nýrri loðnu alveg æðislega góð - og hef fundist það síðan ég vann í bræðslunni hérna í denn og jú, maður fór nú nokkra túra til að veiða þessi litli - en verðmætu kvikindi.
Myndir sem ég stal
af heimasíðu Aðalsteins Jónssonar SU 11, frá Esk...
Athugasemdir
Tek undir með þér. Kær kveðja til þín elskan mín
Ásdís Sigurðardóttir, 28.2.2008 kl. 19:30
já heyr heyr að veiðar eru byrjaðar á ný ! :)
þórey eskó (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 21:57
Um hádegi á morgun gýs upp loðnulykt á Eskifirði Badda mín þú mátt koma og taka nokkrar með þér heim og nusa af þeim allan morgundaginn.
Grétar Rögnvarsson, 29.2.2008 kl. 23:20
hehehe, aldrei að vita nema maður geri það. Er nú vön því að taka með með mér eina og eina loðnu heim, frá því að Halldór var lítill og heimsótti afa reglulega í frystihúsið. Þar var verið að frysta loðnu og hann fékk alltaf eina og eina nýja með sér heim, sem var svo sett í frystiskápinn heima í poka. Hann vildi nú frysta eins og afi...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 1.3.2008 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.