Barnapíustörf - íþróttaskóli - og ligg í bælinu

 

Litli gullmolinn, Tristan Snær, kom austur s.l þriðjudagskvöld með Halldóri frænda sínum. Voða spennó hjá þeim frændum að fara saman í flugvél. Ég hef svo verið að passa svona aðeins á meðan amma og afi eru í vinnu og höfum við farið tvisvar sinnum í heimsókn á gamla leikskólann hans, Dalborg. Við fórum einmitt á söngstund s.l föstudag og var voða gaman. Hann er að vísu pínu feiminn ennþá við gömlu leikfélagana og kennaranna en allt að koma. Svo seinna um morgunin fékk ég svo hrikalegt skot í bakið að ég gat eiginlega ekki labbað svo við fórum bara til Langa og ömmu og vorum þar þangað til Nikka kom og náði í molann.

 100_2829 Við Tristan í söngstund í Dalborg

 Komst nú á fætur í morgun og fórum við Halldór út í íþróttahús, því leikjanámskeiðið var í morgun. Stefanía mætti að sjálfsögðu líka og voru þau ferlega dugleg, unglingarnir, þvi ég gat nú mest lítið gert, eða þannig. Myndin hér að neðan er einmitt tekinn í morgun þegar Halldór og Stefanía voru að kenna krökkunum dans, hey Magarena...eða hvað það nú heitir... set þessa mynd inn sérstaklega fyrir StefaníuDevil Hún var einmitt svo æst í að ég tæki myndir af henni...or notTounge Fór svo bara aftur í koju þegar ég kom heim og er þar ennþá, en er öll að skána, bryð einmitt verkjatöflur eins og smarties en þetta kemur allt. Ég held reyndar að þetta hafi nú bara komið því ég ætlaði á skíði í dag, en það verður víst einhver frestun á skíðaferðum en vonandi kemst maður um páskana.

 

100_2845Halldór og Stefanía flott í dansinumDevil

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Elsku kellan ekki gott að heyra, þú verður að hrissta þetta af þér svo þú komist á skíði, vorum að koma úr fjallinu núna búið að slétta allar bungur úr brekkunum hérna síðan þú komst síðast,(ekki svo að skilja að bungurnar hafi verið þér að kenna)  þannig að nú eru allar brekkurnar sléttar og fínar komnir ljósastaurar og alles, kanski náum við að skella okkur saman einhverntíman aftur, hver veit. Ég hugsa allavega oft til þín þegar ég er þarna uppi.

Láttu þér batna mín kæra.

Valan, 2.3.2008 kl. 15:48

2 Smámynd: Ómar Ingi

Sko Kellu

Innlittskvitt

Get well

Ómar Ingi, 3.3.2008 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband