Húsfundur...

Já, í dag fórum við þrjár héðan úr Dalbarðinu á Nsk saman á húsfund, sem forstöðumaður félagsþjónustunnar boðaði til og áttu nú allir íbúar eldri en 16 ára að mæta og reyna að slíðra sverðin...en þeir sem þurftu nú eiginlega að mæta...þau mættu að sjálfsögðu ekki. Ætluðu að mæta ef þau kæmust...en sennilega hafa þau ekki ratað yfir Skarð á Nsk. Fólkið var allavega farið á sínum bíl þegar við þrjár fórum, en ekkert bólaði á þeim á Nsk. Þegar við komum svo heim, var fólkið komið heim...eitthvað villst eða eitthvað

Áttum samt góðan fund með forstöðumanni félagsþjónustunnar í Fjarðabyggð og vonandi að það fari að komast niðurstaða í þetta bull hérna...það er ekki hægt að búa við svona ástand eins og er hérna...þannig að nú bara krossleggur maður fingur (alla) og vonar að ástandið fari að skána, hvaða leið sem verður farin...

Er öll að skríða saman, bakið orðið skárra og flensan á undanhaldi, þannig að vonandi verður maður orðin hress þegar ég fer suður 16 mars í skólann...

Góða nótt...InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau hafa eitthvað að fela eða vita upp á sig sökina, það er greinilega ef þau geta ekki drullast til að mæta á fund v/þessar mála. Nattí natt honí

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Valan

Segðu þeim þú eigir vinkonu sem heitir Vala með horn og hala

Á mín ekki afmæli um þetta leiti annars ?

Valan, 6.3.2008 kl. 08:32

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he he

Einar Bragi Bragason., 6.3.2008 kl. 16:08

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Vonandi fer allt að komast í lag. Gangi þér vel í skólanum seinna í mánuðinum.

Bjarndís Helena Mitchell, 8.3.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband