Já já, tíminn líður og í dag á Ásta sys 45 ára afmæli Engin smá afmælisveisla sem hún fékk stelpan...eða stærðarinnar partý í Egilshöllinni. En sennilega var Landsbankinn nú ekki bara að slá upp veislu í tilefni að þvi að Ásta er 45 heldur var þetta frekar svona árshátíð...sú gamla er því sem sagt að heiman...og fær því ENGAN pakka frá mér... Þeir sem geta ekki verið heima hjá sér á afmælisdaginn sinn og gefið mér kökur, fá sko ekkert frá mér... or not, kannski gaukar maður eitthvað að þeirri gömlu þegar hún kemur heim. Ari bróðir verður einmitt fimmtugur í sumar og ekki ætlar hann heldur að vera heima,...ég veit ekki hvað er að þessu liði, fara að heiman þegar það á að halda stór partý'
Annars merkilegt hvað þetta lið systkini mín eru orðin gömul 45, 48 og 50 og ég svona ung, að verða 32 eftir nokkra daga (hóst hóst)...já, það er svona að vera litla systir og lannnnnnnnnnnnggggg yngst
En elsku Ásta mín, innilega til lukku með daginn og hafðu það gott með familíunni í Rvk...
Hérna er gömlu systkinin mín, ásamt mér unglambinu og pabba síunga
Flokkur: Bloggar | 9.3.2008 | 02:40 (breytt kl. 12:37) | Facebook
Athugasemdir
Já til hamingju með afmælið Ásta frænka! Svo fer alveg að koma að þér líka Badda mín...ég veit ekki alveg með þetta 32 samt... :)
Knús frá Kanada,
Lína
Lína Marl (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 03:31
Til lukku
Ómar Ingi, 9.3.2008 kl. 12:16
Hrikalega er ég heppin að við séum bekkjarsystur og jafnöldrur Badda mín, og vera þar af leiðandi bara 32.
Svei mér þá fyrst þú færð engar veislur hjá þessu liði þínu ættum við nú bara að halda upp á afmælin okkar saman og fagna þessum 32. árum..
Valan, 9.3.2008 kl. 12:21
TIL hamingju
Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 15:24
sorry smá flipp. Til hamingju með systir þína, þið eruð öll voða ungleg og sæt, enda öll yngri en ég, nema pabbi þinn
Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 15:27
jæja ef þið vala eru 32 þa er eg 28 gömlu hrukkudyr hvað er svo að fretta gamla min
þorunn (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 20:01
Hey!! Þú ert eldri en ég og ég er að verða 32 sem þýðir að þú ert að verða 33 ára Ég og Litli-Karl ætluðum að kíkja á kellinguna í dag en hún ekki heima við!! Hvaða helv**** útistand var á þér??
Huldabeib, 10.3.2008 kl. 20:28
Vá, hvað ég þekki "svipina" á ykkur! Til hamingju með Ástu, - hún heitir auðvitað eftir Ástu, ömmu þinni á Eyri. Það var meiri gæðakonan.
Góðar kveðjur í fjörðinn.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.3.2008 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.