hehehe, nei, sko ekki venjulegt djamm, það væri nú betur að það væri almennilegt djamm á manni en djammið sem ég lentí í dag var sko ekki gott
Ég skar mig í hendina um daginn, braut vatnsglas og var að þurrka upp og var svo að skola skúringatuskuna og í algjörum asnaskap, fór ég að vinda tuskuna og skar mig, á vondum stað. Á milli þumalfingurs og vísifingurs, þarna á milli sko. Nema hvað, svo bara blæðir og blæðir og ég bara skellti plástri á þetta.
Svo fer þetta að gróa en ég finn alltaf fyrir einhverju þarna, svo einni og hálfri viku seinna ákvað ég að heiðra doksann hérna með nærveru minni og biðja hann að tékka hvort eitthvað væri þarna.
Jú jú, mér fylgt inn í herbergi, doksinn sækir skæri og töng (ógó beitta) og fer bara að pota, klippa smá og gramsa í sárinu - og ég ódeyfð Hélt ég myndi láta lífið en hann hélt þessu áfram í 5 mín og þá var nú að líða yfir mig og þá ákvað doksinn loksins að deyfa - húrra - svona rétt áður en leið yfir mig. Nema hvað, hann gramsar og gramsar í hendinni og sagðist nú hafa séð glerbrotið - en var bara ekki viss hvort hann hefði náð því - skellti bara plástri á stærðarinnar gat í hendinni á mér og bað mig að láta vita ef ég hefði tilfinningu fyrir að glerbrotið væri enn þarna - halló - ég finn svo til í holunni/gatinu sem hann bjó til ( á stærð við eldgýg ) að ég get með engu móti sagt hvort það gæti verið glerbrot þarna eða bara verkur í sárinu - og já, var líka beðin að fylgjast með sárinu - það gæti farið að grafa í því - já, það var nefnilega það.
Var nefnilega svona að komast á fætur og var farin að huga að smá þrifum á heimilinu, þurrka aðeins af og skúra - en það get ég nú ekki, því ég get ekki undið tuskur - og eiginlega ekki haldið á neinu með vinstri hendinni - svo rykið verður þá bara að hlífa húsgögnunum aðeins lengur - og gólfinu líka...
Það er því að verða 2 vikur síðan ég lagðist fyrst í rúmið - óvirk vegna bakverkja - og fékk svo flensu - og nú þetta en er ekki sagt - allt er þegar þrennt er -og því hlýtur þetta að vera komið í bili
Athugasemdir
Jú jú, allt er þegar þrennt er, virkar allavega svoleiðis hjá mér. Ææ, elsku kerlingin, þetta er ekki gott. Vonandi grær þetta vandkvæðalaust og að þú náir heilsu á ný, allavega áður en þú þarft að koma suður í skólann. Gangi þér allt í haginn skvís, knús frá mér
Bjarndís Helena Mitchell, 12.3.2008 kl. 02:48
Þú munt seint teljast heppin Badda mín, en líttu á björtu hliðarnar - sleppur við húsverk Nei nei vona nú að seinheppnin rjátlist af þér með aldrinum, þú ert nú bara unglingur ennþá.
Kveðja úr Skurðinum.
Valan, 12.3.2008 kl. 08:20
Takk báðar en Vala mín, ég slepp ekkert við húsverkin Gelgjan mín er búin að þjást af mikilli sjálfhverfu síðan kjéllan lagðist í rúmið fyrir hálfum mán en hins vegar leyfi ég rykinu og skítnum að hlýfa húsgögnum og öðru áfram
Bjarney Hallgrímsdóttir, 12.3.2008 kl. 16:13
Innlittskvitt kvitt kvitt
Ómar Ingi, 12.3.2008 kl. 20:37
hahahahahah ég get séð þig og xxxxxx fyrir mér. Sorry, ég hef svo ömurlegan húmor.
Sóley Valdimarsdóttir, 12.3.2008 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.