Já já, alveg nóg að gera hjá manni þessa dagana.
Í gær átti maður birthday og mættu nokkrir að fengu köku, vöfflur og osta og með því. Ég hef það nú aldrei fyrir sið að bjóða í afmælin mín, ekki svona ómerkileg en maður á samt allt eitthvað smá ef vinir og ættingjar rekast inn, og nokkrir rákust inn í gær. Annars er ég svo happý með eina afmælis gjöf sem ég fékk, en ég fékk litla stelpu, lítinn og sætan eskfirðing í afmælisgjöf og það fannst mér nú aldeilis frábært - Elsku Mekkín og barnsfaðir - innilega til lukku með prinsessuna og takk fyrir að gefa mér svona flotta gjöf
Svo í hádeginu í dag þá var ég með strákana í 3 fl.kk. á kökubasar en strákarnir 9 mættu með 18 stertur og gúmmilaði og seldist þetta allt upp hjá þeim. Þeir voru reyndar svo ferlega duglegir að selja, þeir bjuggu til nokkur spjöld, stór, KÖKUR TIL SÖLU og stóðu með þetta fyrir utan Kauffffélagið. það var nú reyndar skrifað á magan á einum, kökur, og stóð hann úti í norðangarranum og auglýsti Svo var hlaupið í fyrirtæki þarna í kring og boðnar tertur til sölu og það komu nokkrir og keyptu. Þannig að við seldum 18 tertur á klukkutíma - og geri aðrir betur Hef sjaldan haft svona öfluga sölumenn með mér áður og ef haldin verður kökubasar í framtíðinni - þá fær maður þessar elskur til að selja. En þeim gengur sem sagt vel að safna á ReyCup og svo er ein fjáröflun eftir, en þá ætla strákarnir að halda fótboltamaraþon - þeir á móti úrvali Eskifjarðar en þá verða allir gamlir sem´nýjir fótboltamenn og konur fengnir til að spila við þá í 12 tíma, sem sagt hálft maraþon Þeim finnst þetta frábær hugmynd og verður hún því framkvæmd í vor/sumar.
Í fyrramálið er það svo leikjanámskeiðið, svo heim að halda áfram að undirbúa sig fyrir suðurferð og skólann, er að verða búin að gera allt sem þarf áður en lagt er í hann. Á eftir að fínpússa eitthverkefni á morgun og þá allt readdy. Tók t.d. eitt heimapróf í dag og gekk bara vel að ég held.
Já, má ekki gleyma einu í gær, en ég fór á vorskemmtun hjá Grunnskólanum, þar sem allir bekkir voru með atriði og fannst mér þetta alveg fínasta skemmtun. Dans, leikrit, ljóðalestur og fleira. Mjög fín skemmtun og alltaf gaman að mæta á þær.
Svo annað kvöld er loksins djamm (en án alkahólks) en maður getur nú farið út á djamm án þess að þurfa að sötra það. Annað kvöld er styrktarkvöld KFF (Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar mf.) haldið á Norðfirði og þangað ætlum við úr stjórn Austra að mæta, ja, allir nema einn því hann er að þvælast á Akureyri á fótboltamóti. En við hinar gellurnar í knattspyrnuráði Austra mætum þarna galvösk. Það verður ferlega flottur matur á boðstólnum, Logi Bergmann og Helgi Seljan (Reyðfirðing) verða þarna ásamt Valtý Birni (eskfirðing) og verður örugglega gaman. Svo verður uppboð á treyjum og fleiru. Þetta verður örugglega æðislega skemmtilegt, hef farið undanfarin ár, en þá hefur bakkus verið með en af því ég er að fara suður kl. 2 á sunnudag, í skólann, þá ætla ég að láta alkóhól vera að þessu sinni.
Maður fær sér einn eða tvö, eða fleiri um páskana, er að hugsa um að skella ´mér í Valhöll á dansiball með ,,Á móti Sól" og svo eitthvað fleira skemmtilegt.
En já, sem sagt búið að vera nóg að gera og verður áfram og það er bara fínt, manni leiðist þá ekkert á meðan. Jú, ekki má nú gleyma því að það er leikur í Höllinni á morgun, KFF vs Keflavík. Það verður spennandi leikur þar sem einn af okkar bestu mönnum,´Jón Gunnar Eysteinsson er komin yfir til Keflavíkur og verður hann nú örugglega látin finna til tevatnsins
En jæja, best að hætta í bullinu og fara að koma sér í koju... nótt, nótt...
Athugasemdir
Hjartanlega til hamingju með daginn um daginn ;o)
Sé að það er nóg um að ske á austurlandinu... Gaman að því!!!
Bið bara voða vel að heilsa í "Fjörðinn fagra"
Sigga Rósa (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 12:38
Til hamingju með daginní fyrradag, hvað heldur Sigga Rósa að við búum í einhverri sveit.
Grétar Rögnvarsson, 15.3.2008 kl. 13:47
Frábærir strákar sem stóðu sig eins og hetjur á kökubasarnum. Ég er viss um að þetta er flottasti 3.fl.kk. þó víða væri leytað.
Sóley Valdimarsdóttir, 15.3.2008 kl. 14:40
Sko
Ómar Ingi, 15.3.2008 kl. 20:33
hahahahah..............sat í mestu makindum yfir laugardags pizzunni minni og hlustaði á Valtý Björn í útvarpinu..............heyri kunnuglega rödd.......hahahahaha..........til hamingju með eggið
Er annars búin á því eftir frábærasta dag frá upphafi í fjallinu, spáir sömu bongó blíðunni á morgun....geturðu ekki komið við og tekið skíðin með mig bráðvantar félagskap þar sem kallinn er á goðamóti með guttann
Góða skemmtun í kvöld og gott gengi í Óttaborginni.
Valan, 15.3.2008 kl. 20:45
Til hamingju Bjarney
Hallgrímur Óli Helgason, 15.3.2008 kl. 21:39
Takk takk allir fyrir kveðjurnar
ekki málið Vala mín, ég læt henda mér út fyrir ofan Ak, þu kannski skutlast eftir mér þangað.
Og hjartanlega er ég sammála Sóley, þetta eru flottir strákar hérna sem við eigum í Austra 3 fl.kk = 2/3 af Fjarðabyggðarliðinu og þeir voru alveg hreint frábærir þessar elskur, ekki í vændræðum með að selja nokkrar kökur. Góð auglýsingaherferð hjá þeim og þá var þetta nú ekki lengi að seljast
Já og svo vann ég páskaegg á Bygjunni í dag, sjúkket, þá sleppur maður við að versla eitt handa einkasyninum
Bjarney Hallgrímsdóttir, 16.3.2008 kl. 02:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.