Já, þá er maður mættur í borg óttans og mættur í skólann. Dagurinn var langur í skulen í dag, var mætt kl. 8 í skólann og var til að verða 5 í dag.
Var gjörsamlega dauð þegar ég kom heim og sofnaði yfir fréttunum í kvöld.
Dagurinn á morgun verður ekki langur, bara tveir tímar eftir hádegi þannig að maður sefur bara út á morgun
Neyðist nú samt til að fara í Kringluna á morgun, þarf að finna eina fermingagjöf og ætla bara að drífa mig strax og inn í Kringluna er komið í eina búð, því ég veit hvar þetta fæst, og drífa mig svo út aftur, nenni ómöglega að vera of lengi þarna. Ætla svo aðeins að kíkja í IKEA á miðvikudagsmorgun, því ég byrja ekki fyrr en eftir hádegi þann daginn. Verð mætt á snerillinn kl. 11 þegar opnar og þá eru engir, maður kann orðið á þetta
Fékk einkun í dag fyrir verkefni í félagsfræði og ég fékk sjokk, hef ekki fengið svona lága einkunn síðan ég fékk 5 í dönsku í fyrsta áfanga fyrir 15 árum eða svo, en ég get huggað mig við það að ég náði og það er víst bara gott að ná...segja allir...
Sonurinn flaug á Vestfirðina í dag og verður þar um páskana, þannig að maður verður einn í fyrsta sinn á ævinni um þessa páska, ég veit ekki alveg hvernig það verður, að sjálfsögðu tómlegt en samt skrítið að hafa hann ekki heima á hátíðisdögum, því hann hefur bara aldrei á ævinni verið annars staðar en hjá mér á hátíðum, en alltaf er eitthvað nýtt, svo maður verður bara að hugsa þannig...
Ég er nú svona rétt að vona að ég komist heim á fimmtudag, en spáin er ekki glæsileg En hugga mig við það að ef ég kemst ekki, þá kemst heldur ekki hljómsveitin Á móti Sól, sem á að spila í Oddskarði á Skírdagskvöld og svo í Valhöll á Föstudaginn langa... en guð, ég vona ég komist heim á réttum tíma, nenni ekki að eyða fleiri dögum hérna en ég nauðsynlega þarf...
Nú ætla ég að leggjast á bæn og biðja Guð að koma mér heim á fimmtudag
Jæja, er hætt að bulla, CSI er að byrja, farinnnnnnnnnnnnnnnnnnnn
Athugasemdir
Innlitskvitt
Ómar Ingi, 17.3.2008 kl. 23:04
Þú kemst heim og í Austfirsku alpana! Gleðilega páska.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 18.3.2008 kl. 12:19
Ásdís Sigurðardóttir, 18.3.2008 kl. 21:39
Þú kemst örugglega heim Badda mín, og svo áfram Arsenal, og á ég að segja þér svolítið. Erna dóttir mín fékk einhverja miða til London og var svo almennileg að bjóða litla bróður með, og heppnin var með þeim Arsenalklúbburinn fékk 18 miða á leikinn Ars- Liv í meistaradeildinni og ég fékk 2 af þeim en þeir reiknuðu með 50 miðum. Var svo fljótur að panta um leið og dregið var sendi ég mail og var einn af fyrstum og fékk. Og ætla þau að far á leikinn og kaupa handa mér eina Arsenal könnu eða trefil
Grétar Rögnvarsson, 19.3.2008 kl. 16:27
Auðvitað komist þið, sko þú og Á móti sól ég ætla nefnilega að kíkja á ball, en þú?
Sóley Valdimarsdóttir, 19.3.2008 kl. 19:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.