Komin heim:)

Já já, það hafðist í dag að komast heim, þó seint væri. Var mætt á völlinn kl. 10:30 í morgun en fór svo ekki í loftið fyrr en að verða 16:00. Alltaf athugun eftir hálftíma til klukkutíma svo maður sat bara slakur á vellinum, las öll blöð sem ég komst yfir en endaði svo bara á því að læra, svo það er ekki eftirTounge

Lenti svo um fimmleytið á Egilsstöðum, hljóp í Bónus og verslaði smá, því hér á bæ var allt tómt, tók svo bensín í Orkunni og brunaði svo heim, því heima biðu mín 2 fermingaveislur og ekki ætlaði ég nú að missa af þeim Devil mætti bara klukkutíma of seint í báðar, en það hafðist það sem ég hafði ætlað mér...nefnilega að éta á mig gat. Núna 4 tímum seinna er ég enn svo södd að ég hugsa ég þurfi ekkert að borða fyrr en á páskadag, enda ein heima og nenni ekkert að vera að elda.

Á morgun er það Oddsskarð og skíði, annað kvöld ball með ,,Á móti Sól" , laugardagur smá þynnka og svo Oddskarð á laugardagskvöld en þá verður opið til 23:00 og tírólatónlist, bara stuð á því. Sunnudagur svo áætlaður líka í Oddsskarði...lögheimili mitt verður sem sagt í Oddsskarði og Valhöll þessa páskana W00t

Leiðinlegt samt að flottasta dagskráin, sem átti að vera í kvöld, skírdag, féll niður en þá áttu þeir í ,,Á móti Sól" að spila uppi í Skarði og svaðalegt brettakvöld var einnig fyrirhugað, þó svo að sú gamla hefði nú ekki ætlað á bretti, þá geta svona öldungar rent sér á skíðum svona með, annars er það nú að verða svo ,,old" að vera á skíðum að maður fer að fjárfesta sér í bretti, með stuðningsköntum og stöngum á allar hliðar Grin

En læt þetta gott heita, farin í koju, svo maður komist á fætur í fyrró á skíði....

Gleðilega páska allir...................páskaun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Komdu bara hingað við ætlum að hafa kerlingadag í fjallinu sem felst í því að fjallið verður lokað fyrir öllum nema kerlingum á brettum  þrátt fyrir aldurinn þá langar mig alveg hrikaleg að prófa.

Gleðilega páska njóttu þín í botn í fjallinu og Valhöll.

Valan, 21.3.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Ómar Ingi

Gleðilega Páska

Ómar Ingi, 21.3.2008 kl. 19:31

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Home sweet home, njóttu páskanna elskan mín  Child Basket Child BasketChild Basket

Ásdís Sigurðardóttir, 21.3.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Vó.... þú ert svo dugleg kjarnorkukona að ég í minni fjallaslökun á Sigló verð bara þreytt við það eitt að lesa . Góða skemmtun um helgina.

Herdís Sigurjónsdóttir, 22.3.2008 kl. 00:24

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Gleðilega páska

SigrúnSveitó, 23.3.2008 kl. 09:19

6 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Takk síðast, bæði í fjallinu og á balli. Það var bara gaman

Sóley Valdimarsdóttir, 23.3.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband