Nenni ekki að blogga...

nóg að gera, svona stundum, stundum er letin af kaffæra mig, er eiginlega ennþá í páskafríi Devil Er í vettvangsnámi núna í Grunnskóla Eskifjarðar, búin að vera 3 daga, 2 eftir, bara fínt.

Stórfrétt frá Esk, af því ég get ekki sett neinar fréttir inn á austra.is (vegna uppfærslu hjá þeim) Við hér á Esk, reyndar í Fjarðabyggð og ég held á Austurlandinu líka, vorum að eignast okkar fyrsta Íslandsmeistara á skíðum, en hún Silja Hrönn Sigga Freys og Höllu Sissa varð Íslandsmeistari s.l. sunnudag á Ísafirði í samhliðasvigi en áður var hún búin að krækja sér í 3 silfur, stelpan, þetta gat hún Smile Búin að hringja nokkur símtöl, því þetta átti að sjálfsögðu að fara á síðuna okkar í Austra og vera að spyrjast fyrir hvort áður hefði ratað Íslandsmeistari á Austurlandið en eins og þeir segja, ,,eins og elstu menn muna" þá er hún sennilega fyrst til að koma þessum tilti á Austurlandið fallega.Til hamingju með þetta Silja mín InLove

Jæja, ætla að halda áfram að gera ekki neitt, eða kannski að læra, á eftir að ákveða mig...Tounge

Jú, eitt að lokum....ÁFRAM LIVERPOOL (bara fyrir GrétarDevil)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku Badda.  Getur verið að þú hafir verið að senda mér eitthvað?  Þú vissir væntanlega að þessi gögn sem ég sendi þér voru til eignar nema þú kærðir þig ekki um slíkt.  Pakkinn er á pósthúsinu og ef ég verð komin heim fyrir lokun á morgun þá skutlast ég eftir honum. 

Vonandi gekk allt vel hjá þér.

Eskifjarðarknús og til hamingju með Íslandsmeistarann.  Ekki lélegt það.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Eskifjarðarinnlitskvitt!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.3.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

FLott hjá Silju

Einar Bragi Bragason., 1.4.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Ómar Ingi

Áfram Liverpool

Ómar Ingi, 1.4.2008 kl. 08:49

5 Smámynd: Huldabeib

Gó Silja!!! Ohhh hvað ég hefði viljað vera þarna fyrir vestan!!!

Huldabeib, 3.4.2008 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband