Já, fékk í hús 1 apríl s.l. greiðsluseðil frá TR sem segir að ég hækki um heilar 4.000 kr. á mánuði frá 1 apríl (og þetta var og er ekki aprílgabb)
Var búin að heyra í fréttum að eldri borgarar og öryrkjar væru að mótmæla þessum brjálæðislegu hækkunum en þá kom Jóga (minn tími mun koma) og segir allt bull og vitleysa sem þessir einstaklingar væru að ,,bulla um í TV. Hún Jóga sagði m.a. í fréttinni að þeir sem fengju strípaðar örorkubætur, þ.e. fengju engar lífeyrissjóðsgreiðslur, fengju 25.000 kr. auka á mánuði, en ég er ein af þeim sem fæ ekki krónu í lífeyrissj. greiðslum og var því voða kát þegar Jóka sagði þetta. En hvað svo, jú, ég fékk seðilinn sem sagt 1 apríl en fékk ég einhverja hækkun, fyrir utan 4.000 kr. ??? Ó nei, og fæ engar. Fór til fulltrúa TR hér í dag og nei, þetta eru frítekjumörk fyrir þá sem fá greiðslur úr lífeyrissjóðum
Jóga kom með þessar ,,frábæru" fréttir þegar ellilífeyrisþegar og öryrkjar vildu fá 18.000kr. hækkun á mánuði eins og lægst launaða fólkið í landinu fékk en hún Jóga sagði sko að við fengjum klikkaða hækkun 1 apríl......je right
Annað, 67 ára og eldri mega núna, frá 1 apríl, vinna fyrir 100.000 þús á mán áður en greiðslurnar breytast í 90.000 kr. hjá þeim öryrkjum SEM GETA unnið úti, en það er nú langt frá því að öryrkjar geta unnið út, sumir geta unnið smávegis, aðrir ekkert
Ég var svo hissa þegar ég skoðaði þennan miða að ég eiginlega átti ekki orð. Allt þetta blaður í fólkinu sem ræður í þessu landi að við séum að fá gríðarlega hækkun, öryrkjar....já, hummmmmmm, hvað get ég gert fyrir 4.000 kr. á mán....jú örugglega alveg heilmikið....
Æ, er svo fúl og pirruð út í þetta hel.....pakk. Jú, alveg rétt, öryrkjar fengu heilmikla kjarabót - tegjutenging maka var afnumin - og til lukku allir þeir sem þá leiðréttingu fengu en það eru bara ekki allir með maka, sumir eru einstæðir, eins og ég og fleiri og 4.000 kr. takk. Að vísu var þessi tekjutenging við maka þvílík hel....vitleysa að annað eins hefur maður nú eiginlega ekki heyrt, en jú, allt er til á Íslandi... svo mikið er víst.
Það væri eitthvað sagt ef t.d. Jóga fengi bara 100.000 þús á mánuði því maki hennar er með svo háar tekjur... fáránlegt já, og tekjutengingin hjá öryrkjum líka...en sem betur fer er það liðin tíð, í bili að minnsta kosti.
SSSSSSseeeeeeeeeeeeyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyyouuuuuuuuuuuuuuu, er farin erlendis, ætla að njóta lífsins þar fyrir hækkunina.............kem heim þegar ég er búin með 4.000 kallinn............
Hvað, ætli ég komist til Akureyrar fyrir þennan pening??? Kannski en skyldi ég þá eiga fyrir flugi út???
Flokkur: Bloggar | 4.4.2008 | 19:54 (breytt kl. 22:17) | Facebook
Athugasemdir
Hækkuðu ekki tekjumörkin upp í 90.000 á mánuði, misskildi ég það??
Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 20:06
Ekki samkvæmt mínu blaði og því sem launafulltrúi TR sagði mér
Bjarney Hallgrímsdóttir, 4.4.2008 kl. 20:39
Fyrir 4000 kall er hægt að fara á skíði... eða fara öryrkjar ekki á skíði annars??? Badda mín, stundum verður maður bara að hlæja að vitleysunni í þessu kerfi!!!
Huldabeib, 4.4.2008 kl. 22:05
Eitt af því fyrsta sem ég varð að hætta voru skíðaferðir því miður, eins og það er gaman á skíðum. Ég ætla að kíkja betur á þessa nýju samninga eftir helgi. Ekki verðum við feitar af nýjustu uppbótinni það er pottþétt.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 23:20
Innlitskvitt
Ómar Ingi, 5.4.2008 kl. 12:09
Þetta er alltof flókið fyrir mig
Sóley Valdimarsdóttir, 5.4.2008 kl. 13:36
Ekki svo flókið sóley mín, 4.000 kr. fæ ég sem launahækkun, meðan þeir lægstlaunuðu í landinu fá 18.000 kr. hækkun á mánuði.
Ef öryrkjar og ellilífeyrisþegar eru ekki þeir lægstlaunuðustu í landinu, ja, þá veit ég ekki
Bjarney Hallgrímsdóttir, 5.4.2008 kl. 19:16
Hæ Badda mín hvað segir þú ertu ekki ánægð með að fá meiri peninga.Er þetta ekki bara sangjarnt þú kannt kvorter ekkert að farð með peninga er það ekki rett hjá mér. Fyrir 4000krónur færð þú nú kannski ekki svo mikið en líttu á björtu hliðarnar ef þú fengir hann ekki þá gæti verið að þig vanntaði hann .Þú getur t.d ekki farið til útlanda firir hann en þú getur farið út að borða með strákinn þinn firir hann ef þú ferð bara ekki á njög dýran stað, þetta er jákvætt finnst þér ekki.p.s ég held að þú sért orðin svo von að lifa af litlu að þú kunnir alveg að nota hann eða bara að halda áfram að lifa á littlu okey kveðja þín jákvæða og góða vinnkona til margra ára Sigurros
Sigurros (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 23:48
Þið eigið alla mína samúð
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.