er búin að vera að drepast í bakinu, byrjaði að versna í gær og svo versnaði það bara í dag og núna er ég lögst en má bara ekkert vera að því...þarf með einkasoninn í Héraðið á morgun til tannsa og fund seinni partinn hjá KSÍ, svo, ég hef engan tíma í að liggja í hel...bælinu
Var annars með smá partý í dag, þó ekki heima hjá mér heldur í Austra húsinu okkar hér. Íslenska Gámafélagið var að borga íþróttafélögunum í Fjarðabyggð út þann pening sem þau unnu fyrir með sölu á Grænu tunnunni s.l. haust. Ég bauð þeim að hafa þetta hér á Esk, svo maður þurfti að ,,baka" (Sparkaup) kleinur, kanilsnúða og svo fékk mannskapurinn að drekka með þessu. Strákarnir okkar hérna í 3 fl. kk Austra seldu áskriftina hérna í haust og fengu því peningaupphæð í dag sem fer í ReyCup ´sjóðinn þeirra.
En jæja, best að taka eina sterka svo maður geti sofið fyrir hel... verkjum. Er nú að verða svolítið pirruð á hve stutt er orðið á milli þess að ég leggst óvíg i koju út af þessu hel... baki...
Æj, má nú ekki bölva svona mikið...það er ljótt
Einkasonurinn á afmælisdaginn, 15 ára gaurinn Fullt af kökum og afmælisblys á eina kökuna, verður að hafa þetta alvöru þó menn séu orðnir pínu fullorðnir
Flokkur: Bloggar | 15.4.2008 | 22:25 (breytt kl. 22:46) | Facebook
Athugasemdir
Þú hefur semsé staðið fyrir veislu á gamla æskuheimili mínu, æðislegt! Vona að það hafi verið góður andi í veislunni ....
Sætur er sonurinn og sætar eru kökurnar. Mig dauðlangar svo í svona ekta íslenska (austfirska) hnallþóru núna, að ég get varla farið að sofa ....
Góðan bata í bakinu, kæra kona.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 15.4.2008 kl. 23:43
Innlitskvitt
Ómar Ingi, 16.4.2008 kl. 08:48
Leitt með bakið elskan mín, en þú ert nú alltaf jafn dugleg. Flott mynd af syninum, fallegur strákur. VOna að þér líði eitthvað betur í dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 16.4.2008 kl. 14:25
Ég er svo huguð að ég ákað að koma hér inn og svara spurningu þinni Það má segja að ég hafi Eskfirsk gen, hef búið þar (á Hóli) rétt við barnaskólann sem krakki. Guðjón var umsjónarkennari minn en varðandi ættir þá er ég víst skyld í Sjólistarættina!
Til hamingju með drenginn þinn!
www.zordis.com, 16.4.2008 kl. 15:43
Sá þig læðast með bakkelsið inn á gamla heimlið hennar Guðnýjar, var að hjálpa Dengsa með trommudraslið, úr gömlu búðinni sem pabbi hennar stjórnaði til margra ára, og kallast nú Ungmennahúsið.
Grétar Rögnvarsson, 16.4.2008 kl. 15:46
Eru allar kökurnar búnar?
Sóley Valdimarsdóttir, 19.4.2008 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.