og það var æðislegt. Ákvað í gærkvöldi að fara með börnin ,,mín" sem eru á leikjanámskeiðinu hjá mér út á Mjóeyri og eiga saman góðan dag. Hringdi í alla foreldra í gærkvöldi og bað um að börnin mættu í gúmmístigvélum og með góða skapið.
Við byrjuðum á að vaða út í sjó og henda steinum í sjóinn, svo löbbuðum við að vitanum og ég leyfði þeim að kíkja inn í hann sem þeim fannst nú alveg frábært þangað til þau föttuðu að enginn kóngur bjó í þessum kastala en vitinn er í laginu eins og lítill kastali. Svo var ég með poka og allir söfnuðu skeljum og steinum og allavega dóti úr fjörunni, fjör hjá foreldrunum að þvo þetta allt og koma þessu fyrir, en það var ætlunin hjá flestum börnunum. Svo fórum við í sjóferð, að vísu á þurru landi, EN, við fórum víða. Fyrsta óskin var að sigla til útlanda, næsta ósk að sigla til New York og að sjálfsögðu fórum við þangað Svo var bara haldið áfram að vaða í smá tíma í viðbót þangað til allir fóru RENNANDI BLAUTIR heim, en flestir afrekuðu það að vaða það langt úti sjó að þeir urðu blautir í fæturna, og meira að segja einkasonurinn líka.
Ætla að setja link inn á myndaalbúmið hjá Austra, en þar eru nokkrar myndir sem ég tók í dag. http://www.austri.is/
Alveg yndislegur dagur hjá okkur og gaman að breyta aðeins til...
Athugasemdir
Frábær hugmynd.
Sóley Valdimarsdóttir, 20.4.2008 kl. 00:38
Þetta hefur verið yndislegur dagur. Eigðu ljúfan sunnudag mín kæra.
Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 11:11
Flottar myndir af flottum degi
Ómar Ingi, 20.4.2008 kl. 13:38
Ohhhhhhhhh, æðislegar myndir, takk Badda!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.4.2008 kl. 22:22
Ef þetta var ekki dagur til fjöruferðar hvaða dagur er það þá? Flottar myndir.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.4.2008 kl. 11:56
Það er nú meiri blíðan alltaf hjá ykkur þarna í landi, jæja svo sem ágætt hér á sjónum núna. Fínar myndir og falleg umhverfi.
Grétar Rögnvarsson, 21.4.2008 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.