í dag var dagur vináttu í Grunnskóla Eskifjarðar og kíkti ég aðeins út í skóla og var alveg æðislegt að sjá hvað krakkarnir voru að gera. Margt var gert og mikil vinna lá að baki því sem krakkarnir voru að gera. Þetta er hluti af Olweusar áætlun sem skólinn er að innleiða hjá sér, en það er eineltis prógramm sem byrjað var með í haust og verður unnið áfram með.
Nokkrir krakkar héldu úti bloggi og er linkurinn inn á það hér: http://dagurvinattu.blog.is/blog/dagurvinattu/
Viðtöl, myndir og fleira skemmtilegt.
Sonurinn var mjög ánægður með þennan dag og þeir krakkar sem ég hitti í skólanum, þannig, fleiri svona daga takk
Nú er svo verið að setja í lokagírinn í skólanum, verkefnaskil á tveimur verkefnum nú á næstu dögum og svo próf í mai. Ég er reyndar alveg lost, er búin að vera að lesa 70 bls. á ensku í félagsfræði og ég skil ekki rassgat það sem ég er að lesa, eða jú, skil þetta en á svo erfitt með að ,,transleita" þetta í kollinum á mér, og það er víst út af lesblindunni sem þetta gengur svona illa, en maður les þetta allt bara aftur og aftur þangað til maður fær einhver botn í þetta, þýðir ekkert að gefast upp, þó að maður sé nú frekar daufur stundum að skilja þetta ekki, en, já, svona er þetta bara, ég kaus að fara í háskólanám með tilheyrandi ensku, þannig að það þýðir ekkert væl, heldur bara að bíta á stálið og halda áfram
Alltaf nóg að gera í boltanum, fjáraflanir framundan og bara haugur að gera þar, en bara gaman að því Reyndar ætla ég að setja á smá hold svona næstu 2 -3 vikurnar, og svo verður allt sett á fullt eftir 13 mai, og þá verður gaman
farin í kojs..........................
Athugasemdir
Mér þykir þú alvega mega dugleg dúllan mín. Eigðu ljúfa daga.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 23:22
Þú reddar þessum prófum eins og öðru sem þú tekur þér fyrir hendur Badda mín.
Valan, 23.4.2008 kl. 08:16
Fékk vinaband hjá Daníel í gær, var búinn að kommenta á minni síðu nenni ekki aftur hér. Gangi þér vel í prófunum.
Grétar Rögnvarsson, 23.4.2008 kl. 16:16
Kvitt
Ómar Ingi, 23.4.2008 kl. 18:18
Gleðilegt sumar, Badda mín, takk fyrir bloggvináttuna í vetur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 24.4.2008 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.