Sigrún frænka og Danni og að sjálfsöðgu stóri bróðir, Tristan Snær, fengu litla (stóra) prinsessu 6 mai sl.
Ég er alveg að missa mig hérna, langar svo suður að skoða prinsessuna að ég er alveg að farast
Einkasonurinn er að fara í æskulýðsbúðir um næstu helgi og ég fór að skoða flug til RVK helgina 16-18 mai, ætlaði að nota tækifærið á meða guttinn væri að heiman og fara og skoða prinsessuna, en nei, gat fengið flug fyrir 19.000 kr, svo, ég fer ekkkkkkkert Ætlaði að ná í flug fram og til baka á 8.000 en það var ekki í boði, svo já, fer þ.a.l ekkert
En maður lætur sér þá nægja að skoða myndirnar 1000 sinnum á dag og vona bara að mannskapurinn láti sjá sig fljótlega
Já, er sem sagt komin til byggða eftir 6 daga í útlegð, í próflestri. Það var alveg frábært að vera útí í sveit að læra. Ég skrifaði niður á hverju degi hvað ég hefði lært mikið á hverjum degi og meðaltalið er 12.9 klst á dag, takk. Lesið, glósað, lesið og glósað meira. Gekk bara vel en á ennþá eftir að lesa slatta en hef alveg tíma fram á þriðjud.morgun að klára það.
Elsku Sigrun, Danni og Tristan Snær, innilega til hamingju með fallegu prinsessuna ykkur
Flokkur: Bloggar | 9.5.2008 | 07:03 (breytt kl. 07:19) | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með litlu snúlluna!! Og velkomin til byggða.... þú veist það kannski ekki en þín er saknað hérna á heimilinu (allavega af tveimur meðlimum)
Huldabeib, 9.5.2008 kl. 09:10
Innilega til hamingju með litlu prinsessuna. Hvenær eru prófin?? hafðu það gott um helgina elskan mín.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 13:12
Aldeilis flott nýja frænkan, hún er svo flott að hún verðskuldar vel nafnið Bjarney Vala
Gangi þér vel í próftörninni Badda mín.
Valan, 9.5.2008 kl. 14:46
Til hamingju með frænkuna. Takk fyrir stuðninginn
Sóley Valdimarsdóttir, 9.5.2008 kl. 20:58
Til hamingju
Ómar Ingi, 10.5.2008 kl. 16:35
Til lukku með litluna!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.5.2008 kl. 23:29
Til lukku með prinsessuna, alltaf gaman að fá svona lítil kríli í fjölskylduna. Gangi þér annars vel í prófunum snúlla.
Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.