Það er eitt sem við erum alveg pottþétt með í þessu lífi og það er að við deyjum.
Það kemur víst alltaf að því. Nú vill svo til, að á síðustu vikum hefur verið mikið um dauðsföll - fjórir eskfirðingar á mjög stuttum tíma, c.a 4 vikum eða svo. Ég er búin að fara í 2 jarðafarir á s.l 3 vikum, og það eru fleiri jarðafarir en ég hef farið í á mörgum árum.
S.l. laugardag fór ég í jarðaförina hans Alla, á sunnudeginum á eftir (11 mai) dó gamall en mér mjög kærkomin frændi, hann Gunnsi frændi á Hól og nú s.l. 13 ár hefur hann verið kallaður Gunnsi afi í fiskinum og kemur sú nafnbót frá syninum. En Gunnsi afi í fiskinum og pabbi, þeir unnu saman í frystihúsinu og vildi Halldór helst alltaf vera þar, annað hvort að heimsækja afa eða þá Gunnsa afa. (Gunnsi afi var bróðir Ara afa)
Í gær fór ég og kvaddi hann Gunnsa afa, fékk að fara í líkhúsið og kveðja hann, því hann verður jarðaður fyrir sunnan hjá Helgu konu sinni.
Ég var í svolítinn tíma að jafna mig eftir þetta - fannst erfitt en samt gott að fá að kveðja þennan gamla vin minn og frænda.
Nema hvað, áfram hélt þetta og ég komst loksins inn í skólabækurnar aftur, en hugurinn var ekki alveg að meðtaka þessi dauðsföll s.l. daga, búin að kveðja 2 gamla góða vini mína á aðeins 2 dögum og þar áður gamla góða vinkonu, hana Önnu á Mel.
Loksins lét nú þrjóskan undan og ég fór að meðtaka eitthvað af því sem ég átti að vera að læra, en nei, þá kom símtal frá Júllu systir og sagði hún mér að Frank, maður hennar Klöru frænku í USA væri dáinn - og þá fyrst lét allt undan - ég bara var ekki alveg að fatta þetta - fjögur mannslíf - fjórar manneskjur sem mér þótti vænt um og voru tengd mér á einn eða annan hátt, voru farin.
Auðvita er þetta gangur lífsins - það veit ég nú vel, en það er samt svo skrítið að svona margir nánir manni fari í einu.
Frank, maðurinn hennar Klöru verður jarðsunginn eða ég veit eiginlega ekki hvað þetta heitir úti, en allavega fer athöfnin fram á útfaraheimili og svo verður hann brendur og herinn mun svo dreifa ösku hann út á sjó, en hann er fyrrverandi kafbáta,,sjóari".
Var að tala við Klöru núna rétt í þessu og það er svo erfitt að vera svona langt í burtu og geta ekkert gert, nema að sjálfsögðu að senda henni góða og fallega strauma yfir hafið - lítið meir get ég víst ekki gert.
En já, svona er þetta víst þetta líf - það heldur áfram hvað sem tautar og raular og eina sem hægt er að gera er að halda áfram - það er víst ekkert annað í boði.
Vona bara að Klara frænka mín standi þetta - erfitt að vera svona langt frá öllu sínu fólki - en hún á nú samt 2 stráka úti, tengdadóttir og einn sonarson. Svo kom Lína frænka til hennar í dag frá Kananda, svo vonandi standa þau öll þétt saman.
Mínar innilegustu samúðarkveðjur og fullt af fallegum englum til ykkar allra
Blessuð sé minning þeirra Franks og Gunnsa afa
Athugasemdir
Valan, 14.5.2008 kl. 08:22
Elsku vina, þetta er stór biti á fáum dögum. Ég hugsa til þín og þinna og bið fyrir ykkur. Kær kveðja austur
Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 12:44
Ja þú segir fréttir Badda vissi nú ekki einu sinn að hann Gusi frændi þinn væri dáinn, og svo er verið að jarða einn góðan vin okkar í dag held ég hann Helga Hálfdánar, en svona er víst lífið, og ekki alltaf spurt að aldri, þegar ég sá að maðurinn hennar Klöru frænku þinnar hét Frank minnti það mig óþægilega á frétt sem frændi minn færði mér fyrir tæpu ári síðan en hann heitir einmitt Frank og við erum systkinabörn, þá hafi hann samband við mig og var að tilkynna fjölskyldunni iá Íslandi að Mark bróður hans væri dáinn, en við vorum jafngamlir fékk hjartaáfall og dó, en svo er lífið Badda mín. Fannst verst að geta ekki verið við jarðarförina, var á leið til Tenerife.
En annars, er byrjaður að selja svunturnar hér um borð.
Grétar Rögnvarsson, 14.5.2008 kl. 16:20
Alltaf er erfitt að missa. Mér finnst líka alltaf einhver biti vera af manni bitinn, við fráfall hvers einasta eskfirðings. Anna, Gunnsi, Alli og Helgi Hálfdánar, allt voru þetta manneskjur sem skiptu mann máli. Elsku Badda, hugsa til þín.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.5.2008 kl. 18:27
Elsku Badda mín. Já. Votta þér samúð mína. Satt með þessa einu vissu í lífinu, að dauðinn bíði allra. Mér verður hugsað til baka, til augnablika þar sem þessu fólki bregður fyrir í hugskoti mínu. Blessuð sé minning þeirra.
Njóttu sumarfrísins og til hamingju með prófið.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 20:24
Elsku Badda og Halldór votta ykkur samúð mína. Æ já það er svo erfit að missa einhvern en svona er víst gangur lífsins eins og þú segir en maður fer bara að hugsa svo mikið..
Velkominn í sumarfrí og til hamingju að vera búinn með prófinn.
Kveðja úr firðiðnum fagara
Sigga Magga og Guttar
Sigga Magga,Stebbi,Guðjón Berg og Hlynur Fannar (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.