...yfir gengi meistaraflokks Fjarðabyggðar,kk.
Búnir að spila 2 leiki en einungis komin með 2 stig - sem mér finnst nú bara alls ekki nógu gott sko . Tveir leikir sem hafa báðir farið 2-2 (vona nú innilega að svona endi ekki allir leikir í sumar - þá endum við nú ekki í 4 sæti eins og Fótbolti.net spáði
Fór á Nsk í dag á fyrsta heimaleikinn og mikil var gleðin þegar ,,við" vorum komin 2-0 yfir en svo bara jöfnuðu nýliðar Hauka og seinna markið kom á síðustu mínútunni...djö...var ég nú ekki kát, frekar er allir aðrir sem þarna voru mættir, sko fyrir utan Haukamenn
Er í fílu.................
Athugasemdir
Betra en ekkert stig ?
Ómar Ingi, 18.5.2008 kl. 19:55
Já ég frétti þetta. Samt var ég ekki á leiknum, iss ég er hætt að trúa að ég sé eitthvað ólukkudýr, hehehehehehe
Sóley Valdimarsdóttir, 18.5.2008 kl. 20:23
Jú rétt hjá þér Ómar að eitt stig er betra en ekkert en common - þessu liði var spáð 4 sæti - halló... og Sóley mín, bara endilega að drífa sig á næsta leik EN ef þeir tapa þá, þá verður þú bara heima í sumar ég sé þá bara um að selja kaffi fyrir þig ef þú verður að vera heima...
Bjarney Hallgrímsdóttir, 18.5.2008 kl. 21:21
Ég er heldur ekkert að kafna yfir gengi KS-Leiftur en okkur er nú spáð neðsta sætinu En það er gott við köfnum ekki enda örugglega fátt verra en "köfnunardauðdagi" og það vegna fótbolta
Valan, 18.5.2008 kl. 21:49
Fílan lagast, smá byrjunar örðugleikar.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.5.2008 kl. 17:35
Takk öll fyrir góð ,,tips"
En Vala mín, ef ég mætti velja mér dauðdaga væri ég alveg til í að það yrði bara á fótboltavellinum - þegar KFF verður Íslandsmeistari í úrvaldsdeildinni en er nú ekki kannski alveg á því að það verði í bráð, svona einhvern tíma þegar maður er orðin verulega old og komin tími á mann Örugglega skárra en að drepast t.d. úr leiðindum
Heilsa í Skurðinn og til ykkar hinna
Bjarney Hallgrímsdóttir, 20.5.2008 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.