Kleinur, nammi, svuntur, skeinó....

eldhúspappir, kaffi og fleira og fleira....

Já já, alltaf nóg að gera í boltanum Tounge Erum að undirbúa fjáraflanir fyrir 3 fl.kk Fjarðabyggð og hefur verið í nógu að snúast.

Nokkrir foreldrar bökuðum kleinur s.l helgi og átti nú bara að selja þær á leikjum hér í sumar en við erum nú eiginlega búin að selja allt - áður en nokkur leikur hefur verið spilaður á vellinum, en við bökum þá bara meira - flottur hópur sem mætir þegar maður kallar Smile

Fullt af nammi var pakkað í gærkvöldi, í sölupakkningar og verður svo byrjað að selja á miðvikudag og ætlum við að selja hérna á Esk og Nsk, nema Austra svunturnar verða ekki seldar á Nsk, held það vilji engin kaupa þær þar Wink Þeir vilja bara Þróttara svuntur...

Ekki ætlum við heldur að selja skeinóinn á Nsk því blakdeild Þróttar selur svoleiðis á Nsk og maður er ekkert að riðjast yfir á svið annarra - erum svo ótrúlega kurteis hérna

Já og ekki má gleyma fótboltamaraþoninu, eða hálfu maraþoni, en strákarnir í 3 fl. Fjarðabyggð ætla að halda maraþon og spila fótbolta í 12 tíma 8 júní n.k. Og þeir munu ganga í hús og halda áfram að betla Tounge biðja fólk að heita á sig... þetta verður bara stuð og allir, gestir og gangandi mega taka þátt í að spila við þá og meira að segja sú gamla ætlar að standa vörð í markinu - ekki alveg í 12 tíma, kannski svona nokkrar mínútur - ef ekki verður búið að skjóta mig niður Errm en common, allir að vera með og ekki ætla ég að koma mér undan því....

Við í Austra, knattspyrnuráði,  munum einnig sjá um diskó hérna á föstudag, fyrir og eftir kvöldmat, fyrir yngri grísina fyrir kvöldmat og þau eldri eftir kvöldmat - og þarf að snúast aðeins í kringum það - koma upp ljósum, græjum og eitthvað fleira stúss, en bara gaman af því...

Sjómannadagurinn bara um næstu helgi og svoleiðis bara allt brjálað, hellings flott dagskrá, alveg frá föstudegi til sunnudags - sjaldan séð svona flotta og langa dagskrá og vonandi getur maður tekið þátt í eitthverju - er eitthvað að detta í pest held ég, búin að vera mjög slöpp í gær og vaknaði kl. 5 í morgun geltandi eins riðuveik rolla og get ekki sofið Angry Illt í hausnum, hálsinum, mallanum og bara alls staðar. Svo verður guttinn minn að spila á Nsk á laugardag kl. 4 og að sjálfsögðu ætla ég að mæta, svo framarlega sem ég verð ekki fárveik og flöt heima - fyrsti leikurinn þeirra á þessu Íslandsmóti og verður það gaman.

Jæja, ætla að fara að skrifa fundagerð - var líka á fundi í gær með stjórnum knattspyrnuráðanna hér í Fjarðabyggð og þarf að punkta eitthvað niður...

Og já, önnur einkunn datt inn í gær , 8.5 takk þar í Inngangi að samfélagsgreinum Wizard gleði gleði. Á þá bara eftir að fá eina einkunn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Það er ekkert annað, bara brjálað að gera hjá minni, þannig á það að vera.

Valan, 27.5.2008 kl. 08:31

2 Smámynd: Ómar Ingi

Kvitt

Ómar Ingi, 27.5.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Flott hjá þér ...

ég er að fara í síðasta kúrsinn minn um næstu helgi, stjórnun friðlýstra svæða. Þarf ekki að taka það er komin með mínar 30 einingar, en fannst við hæfi að hafa þetta með..... maður veit svo sem ekki hvað maður ætlar að gera eftir útskrift í október og því gott að halda öllum möguleikum opnum. Allar einkunnir komnar hjá mér og náðist takmarkið sem ég setti mér í upphafi......fyrsta einkunn .

Herdís Sigurjónsdóttir, 27.5.2008 kl. 14:38

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju með þessar flottu einkunnir, flotta kona. Eskfirskar kleinur eru bestar í heimi, og líka pönnsurnar sem mútta bakaði alltaf og ég fékk líka hjá Hrefnu á Hól og Guðbjörgu mömmu hennar Unnar vinkonu. Ég yrði fljlótlega 100 kg ef ég byggi á Eskfirði.

Gangi ykkur vel! Og njótiði góða veðursins .... (öfund, öfund)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband