Blessuð sé minning Moggans !!!

Mogginn sker niður á Austurlandi

Steinunn Ásmundsdóttir hefur að mínu viti staðið sig vel sem blaðamaður á Austurlandi en nú ætlar Morgunblaðið að skera niður. Austurland er ekki nógu merkilegt lengur til þess að hafa þar blaðamann. Þá er það bara RÚV sem er með starfandi blaðamenn/fréttamenn á Austurlandi. Stöð 2 var áður með starfsmenn hér en þeirra hausar þurftu að fjúka og nú fer Mogginn sömu leið. Synd og skömm!

MBL logo     Kross

 

Eftirfarandi tilkynningu fékk ég í tölvupósti í dag:

Vegna breytinga á rekstrarumhverfi og vegna skipulagsbreytinga hjá fyrirtækjum Árvakurs hf., er félagið að fækka störfum og breyta áherslum.

 

Nýr ritstjóri Morgunblaðsins, Ólafur Stephensen, hefur tilkynnt að ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins á Austurlandi verði lokað 1. júní.

Jafnframt mun sérstök Austurlandssíða í Morgunblaðinu leggjast af.

Framvegis tekur því ritstjórn í Reykjavík við efni til birtingar.

 Ég legg til að við mótmælum þessu. Ég skora á góða og gilda Sjálfstæðismenn að láta ekki þessa niðurlægingu yfir okkur ganga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Hummm

Ómar Ingi, 2.6.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Valan

já hvar er liðið sem hlekkjaði sig við allt sem á vegi þess varð hérna fyrir nokkru á austurlandinu, er ekki hægt að draga það upp aftur.

Ætla rétt að vona að austfirðingar hafi vit á að að segja upp mogganum allir sem einn.

Valan, 2.6.2008 kl. 08:08

3 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Allir að segja mogganum upp á austurlandi

Grétar Rögnvarsson, 2.6.2008 kl. 11:29

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Heyr, heyr

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband