Já, þá er komið að því, maður er að leggja í hann suður og inn á Hælið (Reykjalund) á mán.morgun.
Búnir að vera frekar erfiðir dagar hingað til, hef kviðið alveg rosalega mikið fyrir að fara, átti eftir að gera svo hrikalega margt, allveg nóg að gera í fjárölfunni, halda utan um það allt og svo líka í knattspyrnuráðinu, en það hafðist að lokum að pakka í kvöld og ég ætla að leggja í hann á morgun um 8.
Er nú ekki að fara að nenna að keyra þetta allt ein, alla leið á einum degi, hef nú eiginlega enga heilsu í það, en maður lætur sig hafa það. Ákvað að taka leik á Norðfirði í dag, þar sem einkasonurinn var að keppa sinn fyrsta leik síðan í apríl, búin að vera frá allan þennan tíma vegna nárameiðsla, en vonandi fer þetta nú að koma, hann var allavega inná fram í miðjan seinni hálfleik og stóð sig bara nokkuð vel drengurinn, nánast ekkert æft síðan í apríl og fór svo á fyrstu æfingu s.l mánudag, þannig að hann var bara sáttur að fá loksins að spila.
Ég var nú alveg taugahrúga þegar ég var að horfa, því ég var svo hrædd um að hel... nárinn myndi klikka eina ferðina enn, og svo þegar hann bað um skiptingu í seinni hálfleik, fékk ég þokkalegan hnút - en hann er búin að jafna sig núna, gerði slatta af teygjuæfingum og svoleiðis.
Búin að koma honum fyrir hjá afa og leggja þeim báðum lífsreglurnar og ætlar hann bara að sofa hjá afa í nótt, nennir ekkert að vera að vakna kl. 7 á sunn.morgni...
Jæja, best að láta þetta gott heita og fara að koma sér í koju, svo maður vakni nú á skikkanlegum tíma...
Já, alveg rétt, litla frænka mín var skírð í dag og fékk hún það fallega nafn Victoría Líf, fallegt nafn á fallegri stelpu Til hamingju meðþað lilta skvísan mín og Sigrún og Danni líka, maður kíkir nú aðeins á þau þegar maður verður komin í bæinn, fá sér afganga og reykja svo nóg, hætti sem sagt á mánudag og er ég bara sátt við það.
Ætla svona að blogga aðeins um lífið á Hælinu og hvað maður gerir að sér fyrir sunnan, skrepp nú á nokkra fótboltaleiki, það er nú nokkuð ljóst, hjá mfl KFF og 3 fl.kk Fjarðabyggð/Leiknir/Huginn ( lið einkasonarins) þeir koma allir suður og maður eltir þá nú. Svo skellir maður sér á Skagann á einn IA leik og svo á leik með Fram, verð nú að kíkja á Dóra, hvernig hann stendur sig þar kallinn. og já, einhverja leiki hjá Val, en þar eru litlu frændur mínir, Daniel og Gabríel að spila í 7 flokk og það eru sko skemmtilegustu leikirnir svo ég mæti pottþétt að kíkja á þá...
En jæja, er farin í kojs
sæjú nara......................
Athugasemdir
Bíddu, bíddu ertu að fara á "hælið" eða er þetta fótboltareisa ? Nei bara spyr Hafðu það gott ég sé alltaf fyrir mér heilsubælið í Gervahverfi þegar ég heyri minnst á hæli. Vona að þú lendir ekki í Saxa lækni.
Valan, 22.6.2008 kl. 12:14
Gangi þér vel og hafðu það eins gott og huxast getur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.6.2008 kl. 21:46
Vonandi gengur vel á hælinu, það reyndist mér vel. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 12:09
Fallegt nafn.
Gangi þér vel í þessu öllu saman.
Halla Rut , 25.6.2008 kl. 20:27
Gangi þér vel Badda mín, og þú hvetur strákana okkar vel í boltanum um helgina.
Grétar Rögnvarsson, 26.6.2008 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.