EinkaSonurinn viðbeinsbrotinn:/

Já, það er alltaf eitthvað, en sl. fimmtudag hringdi pabbi í mig og tilkynnti mér að Halldór hefði dottið af hjólinu á leið í vinnu og viðbeinsbrotanð, og nokkrar skrámur og sár um allan líkama. Maður fór nú í nett sjokk og ég bara hálf dofnaði við þessar fréttir - það á ekki af blessuðum stráknum mínum að ganga. Tognaði illa og var frá í 4-5 vikur í jan-feb, gat æft í mars og spilað í nokkrar mínútur í apríl í leik og fór þá í náranum og hefur verið það, nema hann spilaði c.a. 60 mín í leik um síðustu helgi og mikil var nú gleðin á heimilinu að vera loksins komin aftur af stað - en sú sæla stóð í 5 daga alveg. Hann átti að spila hérna fyrir sunnan með liðinu sínu, á föst.kvöld og á sunnudag en hann gerir það að sjálfsögðu ekki og ekkert næstu vikurnar. Hann kom hins vegar með strákunum suður, því hann verður hjá pabba sínum næsta hálfan mánuðinn því pabbi minn og Inga eru að fara burtu og það þarf hreinlega að hugsa um hann eins og ungabarn, þannig að pabbi hans tekur hann. Við fórum samt að sjálfsögðu að horfa á strákana keppa á föst.kvöld, hann hitti þá svo í dag og fór út að borða með þeim og kíkti svo með þeim á tónleikana í Laugardalnum. Ég fór nú reyndar líka en bara sorry, mér bara fellur engan vegin við þessa tónlist, svo ég rölti bara þarna um og náði svo bara í bílinn, því ég lagði lá við upp í Breiðholti og færi mig svo nær. Við ætlum svo að fara í Njarðvík á morgun að horfa á strákana í flokknum hans spila og svo ætlar hann/við að borða með strákunum áður en þeir fara austur annað kvöld. Gott að hann hefur þó getað eytt smá tíma með þeim hérna.

Hann er búin að vera hrikalega kvalin og er bara dópaður vel upp, það þýðir víst ekkert annað. Hann getur ekkert notað vinstri hendina þannig að ég þarf að aðstoða við allt, nema ég skeini ekki Sick. Hann er náttúrulega drullusvekktur að mega ekkert spila í eitthvað 5-7 vikur eða jafnvel meir, það verður bara að koma í ljós hvernig þetta grær. Fótboltamótið ReyCup, sem er búið að vera að stefna að í næstum heilt ár, er því kannski flogið út í veður og vind hjá honum en það eru 4 vikur í það, svo sennilgast getur hann ekki verið með þar, en ég var nú búin að kaupa flugið, þannig að hann getur þá komið suður og bara verið liðstjóri, vatnsbrúsapassari eða eitthvað, maður finnur eitthvað djobb handa honum ef hann getur ekki spilað...  EN, eitt erum við bæði voðalega sátt með, og það er það að hausinn og bakið slapp og hann er á lífi og fyrir það er ég sko þakklát, eitt hel.... bein grær og þó ekki verði hægt að spila fótbolta í eitthverjar vikur, þá það...

 Af Reykjalundinum er svona la la að frétta, alltaf erfiðar fyrstu vikurnar og þessi fyrsta var engin undantekning. Þurfti að skipta um herbergi núna á föstudaginn því ladyin sem ég var með í herbergi (c.a.75 ára) hraut svo gífurlega mikið að ég svaf ekkert fyrstu 2 næturnar og var því látin sofa í öðru herbergi næstu 2 nætur á eftir en er núna flutt alveg frá þeirri gömlu. Eitt sinn var ég sofnuð fyrir 11 um kvöldið, kemur sú gamla ekki inn um hálf 12 og vakti mig með því að reka göngugrindina sína hressilega utan í allt og kórónaði svo allt um miðnætti með því að vera að stilla vekjarann sinn og var svona að prufa hringingarnar í leiðinni - á báðum gemsunum, þannig að mín var að sjálfsögu bara kát með það, or not... Angry

Svo er hel... tölvuvandamál, ég kom með fartölvuna mína suður því það á að vera hægt að tengjast þráðlausu neti þarna, nema hvað, allar tölvur aðrar en mín tengist við þetta net... og margir búnir að reyna - svo ég fæ að stelast í tölvu hjá iðjuþjálfurum og kíkja á póstinn minn, meira geri ég ekki í tölvumálum þarna. En ætla að reyna að fá einhvern tölvusérfræðing eða eitthvað á næstu dögum til að reyna að hjálpa mér með þetta drasl.......

Núna eru komnir 6 dagar í reykleysi og get nú ekki sagt að það gangi glimrandi, þó ég sé hætt, langar svo ógó oft í sígó og var stutt í að ég færi í næstu sjoppu og keypti mér pakka þegar Halldór brotnaði, því ég var sjálf alveg að brotna saman eftir þessar fréttir, en sem betur fer freistaðist ég ekki. Svo er búin að vera brjálæðisleg löngun í dag/kvöld og sérstaklega á tónleikunum, það eitthvað vantaði svo að reykja, en sem betur fer stóðst ég þá freistingu og ég segi nú bara, er á meðan er - og bara vona innilega að þetta takist hjá mér núna.

En best að fara að hátta einkasoninn og koma honum í koju, alveg búin á því núna gaurinn minn.

kv. Badda


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ósköp er leiðinlegt að heyra þetta með peyjann þinn, hann hlýtur að vera rosalega svekktur. Vona bara að brotið grói vel, en þetta verður langur og erfiður tími hjá honum.  Vona að dagarnir skáni hjá þér á Reykjalundi, örugglega leiðinlegt að vera þar svona yfir há sumarið.  Hafðu það gott elskuleg og vonandi lagast tövlumálin.  Knús til þín 

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Innlitskvitt og knús á þig.

Sóley Valdimarsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:16

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

ÆÆ, slæmt að heyra með strákinn. Hann er ungur og hraustur og grær örugglega fljótt og vel. Gangi þér vel í þínu, elsku kella.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:48

4 identicon

Gangi þér vel í reykleysinu Badda mín, greinilega á ekki af syni þínum að ganga, hef sjálf viðbeinsbrotnað og er það afar óþægilegt brot,

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 20:26

5 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Takk fyrir góðar kveðjur Badda mín, gangi þér vel, vonandi getur Halldór verið með á Raycup, sjáumst þar, er á leið út fjörðinn í blíðu veðri, sumarfrí og Italia handan við hornið, Anna og Dengsi að fara að selja kaffi í dag á Fjarðabyggð- Víkingur Kv Grétar.

Grétar Rögnvarsson, 12.7.2008 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband