Já já, er ennþá hérna á ,,Hælinu". Búin að vera í 6 vikur núna og á eina eftir. Ætla samt heim í helgarfrí í dag, hef ekkert komið austur í heilar 6 vikur og það er nú bara svolítið mikið. En þar sem Halldór hefur verið að koma suður, þá hef ég ekkert haft að gera heim... en ætla austur um helgina því stórvinkona mín Erla Óla er að fara að giftast sínum ektamann á morgun laugardag og þar ætla ég að mæta.
Síðasta helgi var alveg stórkostleg, eða réttara væri að segja helgin og 2 dagar þar á undan, því 3 fl. kk. Fjarðabyggð var hérna fyrir sunnan á ReyCup og Halldór með, og var ég alla helgina með strákana ásamt Lilju frá Nsk. Við sváfum 2 nætur með þeim, fórum á ball á Broadway, grill í fjölskyldu-og húsdýragarðinum, í bíó, og margt annað var gert. Þetta var alveg frábært og ég á eftir að lifa á þessu lengi - alveg yndislega skemmtilegir strákar, ekki nema 21 stk takk:) En þeir voru flottir og haft var á orði að þetta lið væri mjög hresst og skemmtilegt og það er ekki leiðinlegt.
Endurhæfingin hér á Reykjalundi gengur bara alveg glimrandi vel, maður er allur að koma til og verð ég held ég bara í góðum málum þegar ég fer heim eftir viku... og þá er bara að halda öllu við. En það sem munar núna og síðast þegar ég kom héðan fyrir 5 árum er að nú er sundlaug opin heima alllt árið og líkamsræktarstöð opin líka (eða vona það allavega).
Jæja, ætla að taka aðeins á því hérna áður en maður stekkur upp í vél austur
bæjó og eigið góða helgi, hvar sem þið nú verðið þessa helgina, ég ætla allavega að taka eitthvað af Neistafluginu...og eitt ball svona í leiðinni líka:)
Athugasemdir
Gott að heyra að vel gengur elskan min, ég vona að mín endurhæfing gangi vel þegar ég get byrjað ca. í sept. Eigðu ljlúfa helgi heima, heima er best, kær kveðja frá frúnni á bakinu
Ásdís Sigurðardóttir, 1.8.2008 kl. 12:14
Ómar Ingi, 1.8.2008 kl. 13:54
Elsku kelllan mín, búin að heimsækja fjörðinn fagra og þú bara á hælinu Sundlaugin bara frábær en.............líkamsræktarstöðin sem ku víst vera útibú frá einni flottustu keðju landsins þarf að taka sig mikið á, skamm á Lxxxx og co. Frábær staður og frábært umhverfi en stöðin er til skammar, þó nothæf sé.
En gönguleiðirnar klikka ekki í firðinum fagra, og þar kosta tíminn ekki 1150 kr. Þó þess virði sé.
Bestu kveðjur úr Skurðinum fagra,
Valan, 4.8.2008 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.