Handbolti ...

Þá er maður vaknaður, kl. 5.45 að morgni, til að horfa á handbolta og það er ekki laust við að það sé stærðarinnar hnútur í mallanum núna - en ég set að sjálfsögðu upp fína hattinn minn og þá hef ég fulla trú á að strákarnir vinni. Ég gleymdi hattinum í einum leik - á móti S-Kóreu og þá töpuðu þeir... svo hatturinn kominn upp...

Þetta er kannski hel... geðveiki en samt...Grin100_3459 Svona litur maður nú út í geðveikinni Tounge... Ætla nú samt ekki að vera með lúðurinn núna - svona af tilliti til nágrannanna, en ef við vinnum, þá er aldrei að vita nema maður missi sig ... en, halelúja---

ÁFRAM ÍSLAND...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Lúðraþytur um landið

Guðrún Þorleifs, 20.8.2008 kl. 08:05

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Hahaha  þú góð! En já þeir unnu, ferlega flott hjá þeim!

En í sambandi við skólann - ég mæti ekki í staðlotuna núna. En ertu til í að segja mér hvaða fög þú valdi í samfélags? Ég valdi Sagnfræðina og Trúarbragðafræðina.

Áfram Ísland!

Úrsúla Manda , 20.8.2008 kl. 10:03

3 Smámynd: Valan

hahahaha............þú ert bara flott með þennan hatt, skítt með alla nágranna ef þeir hafa ekki skilning á fagnaðarlátum v/olimpíuleika á nokkura ára fresti, ég er svo heppin að sonurinn 9 ára er á sama þroskastigi og ég þegar kemur að fagnaðarlátum, alveg til í að hlaupa út á sólpall og taka sigurhring með aldraðri móður sinni, svo ég tali nú ekki um að hoppa í sófanum, (það má stundum) og hvetja hátt.

Aðrir í fjölskyldunni eru aðeins jarðbundnari, held við gætum sko bara alveg horft með þér án athugasemda um hegðun.

Valan, 20.8.2008 kl. 16:52

4 Smámynd: Helena

Alltaf í boltanum Badda mín

Knús

Helena, 20.8.2008 kl. 19:37

5 Smámynd: Sóley Valdimarsdóttir

Elsku Badda, viltu vera svo væn að muna að setja upp hattinn á föstudaginn. Þá get ég verið bara róleg í vinnunni og þið sjáið um rest. :-)

Sóley Valdimarsdóttir, 20.8.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband