Suður aftur!

Jæja, á morgun leggur maður í hann aftur suður, ekki eins og maður hafi fengið nóg af að vera þar í  7 vikur í sumar Tounge en þá kallar skólinn á mann. Byrja 27 ágúst og verð til 5 sept. Við Halldór ætlum reyndar að ,,trippa" aðeins um og skoða landið svona í leiðinni. Hann flýgur svo austur 31.ágúst.

Af því ég tók ekki þroskasálfræði s.l. haust með bekkjarfélögum mínum, þarf ég að mæta í hana með fyrsta árs nemum Crying og svona verða staðloturnar þennan veturinn, mæta með fyrsta árs nemum í nokkra daga, í þroskasálfr. á haustönn og svo í aðferðarfræði á vorönn, og svo mæti ég með mínum bekkjarfélögum í staðlotur annars árs nema... ansk... Þegar valið stóð hjá fjarnemum að taka þetta á sama tíma og staðnemum þá var ekki alveg hugsað um þá sem tóku ekki allt... svo, maður verður ca. hálfan mán í öllum staðlotum þetta skólaárið - en það verður þá bara að hafa það - best að vera bara eins og Óli Stef fyrirliði íslenska landsliðsins og segja bara frat á allt neikvætt - og segja bara ,,bíbb" ef maður þarf að segja eða hugsa eitthvað leiðinlegt eða neikvætt.

Tounge Bíbb - nenni svo ekki að keyra suður en verð .........Grin

Seeeeeee Youuuuuuuuuuu og ÁFRAM ÍSLAND - HATTURINN GÓÐI FER UPP KL. 12.15 Á MORGUN (Gott líka ef landsliðið keppir í rauðu, þeir vinna oftar í rauðu Wizard eða það finnst mér allavega)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valan

Já vonum þeir keppi í rauðu, það virkar betur, ég verð sennilega alveg óvart í mat á þessum tíma

Bíbbbíbbbbbbbbbbbbbbbbbbb.............

Valan, 22.8.2008 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband